Æsifréttir í stað ígrundaðrar yfirferðar um stórt mál

Undanfarna daga hafa umræður um bókhaldskerfi ríkisins og úttekt Ríkisendurskoðunar á innleiðingu þess og rekstraröryggi tröllriðið fjölmiðlum landsins og verið aðalumfjöllun Kastljóss síðustu þrjá daga og boðað er framhald næstu daga.

Það sem mest er sláandi við þessa umfjöllun er hve vinnubrögð Ríkisendurskoðunar hafa verið slæleg, þ.e. að stofnunin skuli hafa verið komin með drög að rannsóknarniðurstöðu í nóvember 2009, en þá er eins og málið hafi algerlega dagað uppi innan stofnunarinnar og skýrslan hvorki verið send þeim sem andmælarétt höfðu og hvað þá að áfanganiðurstaðan hafi verið kynnt Alþingi eða ríkisstjórn.

Hins vegar er augljóst að þeir sem fjalla um málið í Kastljósinu virðast ekki hafa minnstu innsýn í bókhald og bókhaldskerfi og allra síst hvernig slíkt kerfi fyrir ríkisfyrirtæki, stofnanir ríkissins og ríkissjóð sjálfan þurfa að virka og hvílíkt risakerfi þarf til að halda utan um allar upplýsingar sem þörf er á fyrir slíkt batterí.

Umfjöllun um svona mál þurfa allra síst á æsifréttamennsku að halda, heldur þarf að ræða þau öfgalaust og af skynsemi. Það gerði reyndar Gunnar H. Hall fjársýslustjóri í Kastljósi kvöldsins.


mbl.is Gallar á kerfinu hafa verið lagfærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Það var  annkannalegt að menn fjölluðu  um að kerfið hafi átt að kosta 160 miljónir.

Lægra tilboðinu af þeim tveim sem fengu ekki falleinkunn var tekið og munaði þar 670 miljónum. Bæði kerfin voru verðlögð yfir 1000 miljónir.

Það er vaela hægt að gera þetta mál pólitískt milliflokkamál, nema þeim Vinstri grænu sé andskotanns sama um Jóhönnu ræfilinn.

Hún er búinn að lofsyngja þetta kerfi Ríkisins á mannamótum og við verðlaunaafhendinga til Fjársýslunnar fyrir innleiðinguna og framsæknina.

Gaman að sjá í svarinu við fyrirspurn Jóhönnu á sínum tíma (sem hún var örugglega búin að steingleima) að í útboðinu var ætlast til að kerfið entist í tíu ár.

þar var einnigh talað um rafræn reiknisskil yrðu hafin áður en lokadagur verkefnisins yrði árið 2004.

Nú má lesa í fréttabréfi Fjársyslunnar að líklega náist það markmið 2013.

K.H.S., 26.9.2012 kl. 20:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sjálfsagt hefur fáum dottið í hug að 160 milljónir hafi átt að duga til að kaupa kerfið, aðlaga það og reka í tíu ár. Hafi einhverjum dottið það í hug, þá hefur sá sami ekki haft mikla innsýn í slík bókhaldskerfi.

Þar fyrir utan voru 160 milljónir a.mk. þrisvar sinnum verðmeiri árið 2001 en þær eru núna. Stundum muna menn eftir verðbólgunni og stundum ekki. Það virðist fara eftir því hvort þeirra eingin lán hafi hækkað vegna vísitölunnar.

Axel Jóhann Axelsson, 26.9.2012 kl. 21:05

3 Smámynd: K.H.S.

 Þtlaði að hafa þetta með áðan.

Innleiðingu  og þróunarvinnu við svona risakerfi er aldrei lokið, það segir sig sjálft. Bara ef Oracle gerir uppfærslu og kerfin sem hanga utaná þeirra kerfum eiga ekki að úreldast þurfa þau að uppfæra. Uppfæra eða aðlaga þarf síðan allan áhangandi hugbúnað og kerfi. Þetta er tröppugangurinn endalausi. Lokadagur svona verkefnis er bara upphafið að öðru.

K.H.S., 26.9.2012 kl. 21:49

4 identicon

 RUV skaut sig í fótinn þegar Simmi og Jói lögðu saman rekstrarkostnað sl. 10 ár og  flokkuðu með stofnkostnaði. Til að breiða  yfir þessa reginvitleysu lét Jóhannes Kr eins og frekur krakki og  framkoma hans í garð Gunnars Hall var til honum og RUV til skammar. Maðurinn fékk ekki einu sinni að tala út. Er það  upplýsandi umfjöllun? Hitt er annað mál að ég þurfti að nota kerfið fyrir nokkrum árum og það var vægast sagt hörmung. En allt lyktar þetta mál illa. Það er jú Alþingi sem veitti fé í kerfið og getur svo ekki notað það sjálft!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 22:04

5 identicon

Lifið þið í einhverjum draumaheimi krakkar, sáuð þið ekki kastljósið í gær og vesalings manninn, málið er líkast til miklu verra en við getum ímyndað okkur; Sá sem hefur umsjón með kerfinu er rykfallinn öldungur sem augljóslega hefur ekkert vit á kerfinu, kostnaði við kerfið: hann var úti á þekju svona eins og þið

DoctorE (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 08:41

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

DoctoreE, þú ert auðvitað sérfræðingur um ríkisbókhaldskerfi, innleiðingu þeirra, rekstur og ekki síst um bókhaldið sjálft, virkni þess, galla og kosti. Slíkir snillingar rykfalla aldrei og eru aldrei úti á þekju. Það er happ þjóðarinnar að eiga slíka menn.

Axel Jóhann Axelsson, 27.9.2012 kl. 09:28

7 identicon

Lýsandi fyrir umfjöllun RUV um þetta mál að tala alltaf um LEYNIskýrsluna

og að hamra sífellt á vitleysunni að ALLT hafi átt að kosta 160 M  - sem er minna en  einbýlishús í Arnarnesinu kosta

Grímur (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 09:31

8 identicon

Þetta viðtal var hreint fáránlegt, maður sprakk úr hlátri yfir ruglinu í karlinum. Það er kristaltært að maðurinn verður að segja af sér, hann þruglaði út í eitt.
Ég er forritari þannig að ég veit eitt og annað um tölvur og tölvukerfi, mér heyrðist þessi maður ekki hafa hundsvit á þessum málum, taldi sér einna helst til tekna að hann og starfsfólkið hefðu unnið myrkrana á milli við að reyna að fá kerfið til að virka.. sem það svo gerði ekki; Hann var einnig úti á þekju með villur í kerfinu, sem er algerlega óásættanlegt fyrir mann í hans stöðu.

Þið hljótið að þekkja manninn persónulega, þess vegna eruð þið með þetta yfirklór.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 09:36

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þekki manninn nákvæmlega ekkert, en fannst hann svara að mestu ágætlega þeim spurningum sem fyrir hann voru lagðar, sem að vísu voru misgáfulegar og sumar algerlega fáránlegar.

Hefur þú hannað og þróað stór bókhaldskerfi? Forritun og forritun en nefninlega ekki endilega alltaf sami hluturinn.

Axel Jóhann Axelsson, 27.9.2012 kl. 09:59

10 identicon

Láttu ekki svona Axel, það er augljóst að þessi mál hjá fjársýslu/Ríkisendurskoðun eru algerlega í steik. Þarna hefur peningum verið kastað í botnlausan pitt.
Þú ert sá eini sem ég hef heyrt tala svona, enginn nema þú og svo einhverjr í athugsaemdum hjá þér, sem eru hugsanlega frá fjársýslu/ríkisendurskoðun. :)

Við erum að tala um að þetta viðtal í gær var eitt aulalegasta viðtal sem sést hefur í sjónvarpi, aulaskapurinn kom ekki frá spyrli.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 10:38

11 identicon

Mér sýnist Kastljós vera að gera tilraun til málefnalegrar nálgunar  á  flóknu máli og að  fréttamaðurinn hafi lagt mikla vinnu í undirbúning viðtalsins.

Að mínum dómi sýndi fréttamaðurinn viðmælenda  sínum fulla kurteisi.

(Kannski rétt að taka það fram að ég þekki ekkert þeirra sem tengast þessu máli eða viðtali persónulega og hef engin ættar-eða önnur tengsl við þau, mér vitanlega!)

Agla (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 10:50

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það sýndi best óvandvirknina og vankunnáttuna þegar tíu ára rekstrarkostnaður var talinn til stofnkostnaðar og síðan borinn saman við upphaflegu 160 milljónirnar sem voru á fjárlögum 2001 vegna útboðsins á kerfinu.

Að sjálfsögðu hefur kostnaður við rekstur kerfisins verið á fjárlögum öll árin frá 2001 og aldrei farið fram úr fjárheimildunum, að því er fram hefur komið.

Ekki er ég að segja að allt hafi verið í stakasta lagi með þennan feril, en æsifréttamennskan í kringum málið er ekki réttlætanleg.

Axel Jóhann Axelsson, 27.9.2012 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband