Einkavæðing bankanna hin síðari

Árum saman hefur ákveðinn hópur verið hávær um að rannsaka þyrfti einkavæðingu bankanna og er þá átt við sölu Búnaðar- og Landsbankans á sínum tíma.

Eftir að Steingrímur J. og samstarfsfólk hans í "norrænu velferðarstjórninni" einkavæddu ríkisbankana sem stofnaðir voru með Neyðarlögunum, ríkisvæðingu SpKef og ríkis- og síðar einkavæðingu Sjóvár hafa kröfur orðið æ háværari um að allan þann dularfulla feril þurfi að rannsaka gaumgæfilega og upplýsa almenning um sannleika þeirra mála allra.

Þá hefur brugðið svo við að allar raddir um rannsókn á fyrri einkavæðingunni hafa hljóðnað og um leið taka þeir sem rannsaka hafa viljað einkavæðinguna fyrri alls ekki undir neinar kröfur um rannsókn einkavæðinganna hinna síðari og verður það að teljast hið einkennilegasta mál.

Er ekki tímabært að setja á fót alvöru rannsókn á öllum þessum bankamálum og draga ekkert undan í því efni og alls ekki vegna þeirra síðari, enda leggur fnykinn af þeim gjörningi langar leiðir og greinilegt að þar hefur verið ótrúlega illa og einkennilega að verki staðið.


mbl.is Fóru ekki eftir neyðarlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrir tuttugu árum voru gjaldeyrishöft afnumin, fyrir tíu árum voru bankarnir einkavæddir. Afleiðingarnar áttu síðar meir eftir að verða efnahagslegar hamfarir.

Í dag þykjast menn vera búnir að hreinsa upp mestu rústirnar, hvort sem það sé rétt eða ekki (sbr. New Orleans þar sem heilu hverfin eru enn óbyggileg eftir fellibylinn um árið).

Eru svo búnir að einkavæða bankanna á ný, og byrjaðir að undirbúa afnám gjaldeyrishafta að nýju. Í bönkunum er aftur byrjað að greiða kaupauka og ofurlaun fyrir það sem er í eðli sínu glæpastarfsemi.

Af mikilli sannfæringu er því haldið fram að þetta sé það rétta, þrátt fyrir að allur lærdómur reynslunnar segi annað. Er ekki til hugtak yfir svoleiðis hegðunarmynstur hjá fólki?

Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2012 kl. 14:27

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Lærdómurinn sem af þessu ætti að koma er einfaldur.

Ekki treysta pólitískussum.

Óskar Guðmundsson, 20.8.2012 kl. 16:01

3 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér Axel.

Það er ekki íslenski stíllinn að viðurkenna nein mistök og eigna sér annara verk.

Ísland virðist að mörgu leiti verndaður vinnustaður fyrir bæði stjórnmálamenn og stjórnendur. Efnahagsleg molbúaeyja.

Efast um að þetta SpKef dæmi hefði verið látið órefsað í öðrum löndum þar sem þetta virðist hafa verið notað sem fyrirgreiðslustofnun í áraraðir og þetta er kostað af íslenskum skattgreiðendum sem og Sjóvá Almennar þar sem bótasjóðnum var í raun rænt og forstjórinn þóttist ekkert vita neitt hann skrifaði bara undir það sem að honum var rétt.

Seðlabankinn sem fór á hausinn og kosnaðurinn bara af því er 1/2 miljón á hvert einasta mannsbarn auðvitað aallt tekið að láni.

Í síðustu viku kom forstjóri steypustöðvar sem í dúndrandi góðæri skuldaði 65 miljarða evra og 2,5 miljörðum íslkr. meira en eignir fyrirtækisins (skv. lánabókum gamla Kaupþings 2008 sem var lekið á netið) og kvartaði undan því að skuldirnar voru ekki afskrifaðar, já að fyrirtækið hafi verið skorið niður.

Bíddu við ef þetta viðskiptamódel gekk ekki í bullandi góðæri og núna með offramboð á húsnæði og galtóman og skuldugan ríkissjóð verður varla mikið af framkvæmdum og ef þetta gekk ekki í góðæri mun þetta ekki ganga núna.

Ísland er land amatöranna þar sem allir þykjast vita allt og umræðan einkennist oft á tíðum af fordómum og vanþekkingu.

Það er því miður engin tilviljun hvernig fór.

Ragnar (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 07:41

4 identicon

65 miljónir evra ætlaði ég að skrifa...

Ragnar (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 07:42

5 identicon

... miljónir evra (ekki miljarðar) átti það að sjálfsögðu að vera.

Ragnar (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband