Fordómafullur Hörður Torfason

Samtökin 78 veittu þeim aðilum sem að þeirra mati höfðu skarað fram úr á síðast liðnu ári varðandi kynningu á málefnum samkynhneygðra og transfólks og fékk mbl.is-sjónvarp ein þessara verðlauna vegna vandaðra kynningarmynda sem birtar voru á vef mbl.is.

Þessi verðlaunaveiting fór algerlega fyrir brjóstið á Herði Torfasyni, söngvaskáldi, sem hefur gefið sig út fyrir að vera mikill baráttumaður gegn hvers kyns fordómum og mannréttindabrotum og sagði að þessi verðlaunaveiting væri algert hneyksli vegna þess að mbl.is væri hluti af ritstjórn Davíðs Oddssonar á Morgunblaðinu og tengdist þar með Sjálfstæðisflokknum.

Eins og kunnugt er hatar Hörður Torfason ekkert meira en frjálslyndar stjórnmálaskoðanir og fellur því sjálfur í þá fordómagryfju sem hann segist hafa helgað líf sitt til að berjast gegn.

Samtökin 78, sem Hörður Torfason stóð að því að stofna á sínum tíma, hafa sent frá sér yfirlýsingu með hörðum mótmælum við þessum fordómafullu skoðunum Harðar og benda á að réttindabarátta þeirra snúist ekki um flokkapólitík, heldur mannréttindabaráttu og að ekki skipti máli hvaðan gott komi í þeim efnum.

Hörður Torfason verður að láta af fordómum sínum, eða a.m.k. að læra að hemja þá, eins og hann ætlast til að aðrir geri.


mbl.is Standa við mannréttindaverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Hörður Torfason ekki bara að sýna sitt rétta andlit?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 20:28

2 identicon

Spurning hvernig Hörður tæki því, ef rúmlega helmingur þjóðarinnar, sá borgaralegi, myndi taka upp á því að kalla hann kynvilling.

Og hvernig taka borgaralegir hommar og lesbíur því, að Hörður skuli skemma málstað þeirra með gamaldags og afturhaldsamri vinstripólitík?

Hörður er einkar dæmigert tilfelli manns sem klifrar upp bak samborgara sinna, í pólitísku skyni.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 20:31

3 identicon

Það er fengur að hófstilltu athugasemdunum þínum AJA, sem eins og venjulega eru án mikilla stóryrða.

1. "Eins og kunnugt er hatar Hörður Torfason ekkert meira en frjálslyndar stjórnmálaskoðanir og fellur því sjálfur í þá fordómagryfju sem hann segist hafa helgað líf sitt til að berjast gegn." Þetta er örlítið sýnishorn af allri hófstillingunni þinni AJA - rakalausar fullyrðingar út í Bláinn, að hætti innmúraðra Blámanna.

2. "Samtökin 78, sem Hörður Torfason stóð að því að stofna á sínum tíma, hafa sent frá sér yfirlýsingu með hörðum mótmælum við þessum fordómafullu skoðunum Harðar..." Þessi skrif þín eru bersýnilega án mikilla stóryrða, enda er Hörður Torfason hvergi nefndur á nafn í umræddri yfirlýsingu samtakanna! (http://www.samtokin78.is/greinasafn/loggjof-og-politik/5591-ae-aflokinni-afhendingu-mannrettindavieurkenninga)

3. "Hörður Torfason verður að láta af fordómum sínum, eða a.m.k. að læra að hemja þá, eins og hann ætlast til að aðrir geri."(!) Sérlega föðurleg umvöndun við mann sem helgað hefur ævi sína baráttu gegn fordómum og afturhaldi.

Spurningin er e.t.v. hvað áhugamaðurinn um lífið og tilveruna, AJA, hefur gert til að auka jöfnuð og lýðræði á Íslandi? Því er væntanlega fljótsvarað: Styðja sjálfspillinguna í einu og öllu! Svo þykist þú þess umkominn að tala um fordóma hjá öðrum Íslendingum. Hvernig væri að þú rifjaðir nú upp hið fornkveðna um flísina og bjálkann Axel Jóhann Axelsson? Minni þig góðfúslega á í því sambandi bjálkahúsið sem brekkusöngvarinn sjálfspillti, samFLokksmaður þinn, lét ríkið gefa sér af rausnarskap. Þar fer algjörlega fordómalaust eintak af sjálfspilltum Íslendingi!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 23:56

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Dásamlegt að sjá jafn fordómalaus skrif og þessi frá Hilmari Hafsteinssyni. Honum tekst alveg einstaklega vel upp við að sýna sitt göfugmannlega og algerlega kreddulausa hugarfar í þessari meitluðu athugasemd sinni. Svona öfgalaus spekingur ætti að vera hverjum manni fyrirmynd í lífinu. Hann fellur ekki í þá gryfju sem hann varar aðra við. Eða þannig.

Axel Jóhann Axelsson, 15.8.2012 kl. 00:54

5 identicon

Þakkir fyrir góð orð og göfugmannleg Axel Jóhann minn. Það vantar nú bara að hægt sé að taka einstaklega sjálfspillta Blámenn á orðinu!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 01:09

6 identicon

Sjálfstæðisflokkur, menn innan hans styðja við fordómatal Snorra í Betli.. vilja hann áfram í grunnskóla sem kennara... það eru margir kristnir ofsatrúarmenn í flokknum.

En mbl stóð sig með ágætum

DoctorE (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 11:56

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Var það ekki einmitt vegna þess að mbl stóð sig með ágætum, sem Samtökin 78 veittu verðlaunin? Var það ekki einmitt sú verðlaunaveiting sem Hörður var að mótmæla með fordómafullum hætti?

Axel Jóhann Axelsson, 15.8.2012 kl. 12:12

8 identicon

Hvenær kom þetta fram með Hörð Torfason?

Skúli (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 13:03

9 identicon

Óhugnarlegt að sjá doktore, vera tala um fordóma hérna. Síðan að smjaðra mbl.is. 

Hann sjálfur búinn að fá endalausa sjensa á mbl.is fyrir ótrúlega fordóma og hatur út í kirkjuna. 

 Samt fær hann að halda áfram, vegna þess að hann á bágt. 

Má veikt fólk úthella hatri sínu án þess að neitt sé gert??? ..bara pæling. 

Hannes J. (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 13:14

10 identicon

Þú ert eitthvað treggáfaður Hannes... ég hef enga sénsa fengið á mbl, ég hef ekki bloggað á mbl í mörg ár.. ég var rekinn af mbl fyrir það að segja að Lára miðill væri geðveik eða glæpamaður, eða sambland af þessu tvennu.
Algerlega rétt mat hjá mér...

Svo hata ég ekki neitt.. trúarbrögð eru ógn við mannkyn og mannréttindi.. þau eru sviindl og svínarí.. og heimurinn er sammála mér.. trúarbrögð eru að hrynja í dag.. aðeins sjálfselskir blábjánar munu vera í þessu trúarrugli innan fárra ára

DoctorE (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 14:09

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ástæða þess að Samtökin 78 sendu frá sér yfirlýsingu um að þau stæðu heilshugar að verðlaunaveitingunni til mbl.is er ÞESSI pistill Harðar á Facebook

Axel Jóhann Axelsson, 15.8.2012 kl. 14:19

12 identicon

Axel, 

  Þó að ég sé engin aðdáandi Moggans, þá er sláandi að lesa þetta, og fær menn til að efast um á hvaða vegferð maðurinn er. Maður gleymir nú ekki ummælum Harðar um Geir Haarde, þ.e.a.s. um veikindi hans.  

doktore,

  Eini sjálfselski blábjáninn hérna ert þú sjálfur.

  Málið er að meira segja þetta er "understatement". 

  Þegar fólk reynir að nálgast hlutina gagnvart þér á einhverjum lágmarks vitrænum grundvelli þá skrúfar þú bara frá haturstankinum þínum, og voila!!

  Það hefur ekkert með trúarbrögð að gera til að eða frá. 

  Þú virðist lifa í einhverri mantra, eða geðveiki, veit ekki hvort það er. 

  Síðan gerirðu minnihlutahópum ekki neitt gott, með því að hegða þér eins og hálfviti.,.............hins vegar virðist það vera þitt eina haldreipi í lífinu, þannig að þetta er vandratað hjá þér!!!

Hannes J. (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 14:53

13 identicon

Hannes er gamall hundur.. hann er með sama málatilbúnir og gamlir kaþólskir prestar sem segja að öll gagnrýni á trúarbrögð sé hatur.. þegar hið rétta er að kristni boðar hatur, boðar pyntingar, boðar nauðganir, boðar morð..
Lestu bókina maður, það eru ekki svo erfið orð í henni, þú ætti að getað lesið hana á svona 50 árum

DoctorE (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 15:08

14 identicon

Æi, mikið ertu rosalega skemmdur. 

Hvað ætli þú sért búinn að eyða miklum tíma af ævinni í að "stokka" netsíður og gubba út úr þér hatrinu, og vitleysunni?

Maður veltir reyndar fyrir sér hvort þetta sé ekki bara eitthvað sjálfvirkt forrit sem hendir þessum svörum inná hjá doktore.

Hannes J. (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband