Björn Valur niðurlægir sjálfan sig - enn og aftur

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og sérstakur skósveinn Steingríms J., hefur alveg sérstakt lag á að gera lítið úr sjálfum sér og opinbera sitt innra eðli, sem lýsir sér í ótrúlegum hortugheitum og skítaustri yfir allt og alla sem honum mislíkar eitthvað við eða eru á annarri skoðun en hann sjálfur.

Nú virðist hann telja sig niðurlægja ÓRG með því að neita að mæta við innsetningu hans í embætti forseta og lætur eins og Alþingi og forsetaembættið eigi að vera algerlega aðskilin hvort frá öðru og að í raun sé um hálfgert valdastríð að ræða á milli embættanna.

Ekki þurfa allir að vera sammála eða sáttir við kjör ÓRG í embættið, né að hann hafi boðið sig fram í fimmta sinn, en niðurstaða kosninganna er lýðræðisleg og í þeim kosningum eins og öðrum er það vilji meirihlutans sem virða ber.

Björn Valur niðurlægir sjálfan sig enn einu sinni með framkomu sinni, sem segir allt sem segja þarf um hann sjálfan, en skiptir engu fyrir Ólaf Ragnar eða lýðræðið í landinu.


mbl.is „Þar verð ég ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú það skiptir alveg höfðmáli bæði fyrir lýðræðið og Ólaf Ragnar. Miklu betra andrúmsloft þegar hann er fjarri!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 19:31

2 identicon

Þó svo það verði aldrei sannað, og illt sé að mæla það, þá er það mín tilfinning að Björn Valur Gíslason sé ómerkilegasta lítilmenni sem setið hafi Alþingi frá upphafi.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 20:06

3 identicon

Rétt Guðmundur. Kæmi mér ekki á óvart að hörðustu stúkumenn muni skála í dýru kampavíni þegar þetta skoffín yfirgefur þingið. Það eitt og sér eykur traust á þinginu um tugi prósenta og ef Ólína færi líka þá kæmu einhverjir tugir til viðbótar.

Björn (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 20:18

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég verð bara að vera sammála ykkur strákar og ég segi að hann er til skammar fyrir okkur Þjóðina og verður gott kennsluefni fyrir framtíðina um hvernig á ekki að haga sér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.8.2012 kl. 20:36

5 identicon

Hver dagur sem Björn Valur er ekki í húsi alþingis, er góður dagur

Skjöldur (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 20:51

6 Smámynd: corvus corax

Þetta skítseiði er líklega besta dæmið um holdgervingu "skítlegs eðlis".

corvus corax, 1.8.2012 kl. 21:18

7 Smámynd: Jón Óskarsson

Þeir sem ekki virða hefðir og venjur lýðræðisríkisins eiga ekki skilið að sitja á Alþingi í umboði þjóðarinnar.   Björn Valur og Álfheiður eiga að yfirgefa það nú þegar.  Þjóðin er fyrir löngu komin með upp í kok af þessu fólki sem sýnir lýðræðinu vanvirðingu og dónaskap.

Réttast væri að allir þingmenn yfirgæfu þingsalinn næst þegar þessi 2 ákveða að taka til mál, svona rétt til að kanna viðbrögð þessara hrokagikkja.

Jón Óskarsson, 1.8.2012 kl. 21:25

8 identicon

Björn Valur er maður að meiru að vera fjarverandi innsetningu forsetagarmsins enn einu sinni.

Björn Valur hefur vaxið mikið í áliti hjá mér síðustu misserin, hann er harðsnúinn, enginn afturúrkreistingur eins og flestir sjallar og hækjuliðar. Hann er trúr sínum málstað og veit að sýna þarf sjöllunum hörku.

Þessi fíflagangur í dag, að klæðast kjólfötum og skrýðast sokkabandsorðum, gott ef ekki korðum, er anachronismi, eiginlega fíflagangur. Hafi þið séð hvernig Árni Johnsen lítur út í kljólfötum?

Þá er ég þeirrar skoðunar að Óli kallinn hafi “svindlað” sig í gegnum kosningarnar með brellibrögðum og PR stunts.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 21:39

9 identicon

Haukur, hefurðu eitthvað spáð í að taka þátt í keppninni um fyndnasta mann Íslands? "... Hann er trúr sínum málstað ..."      

Björn (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 22:39

10 identicon

Bjorn Valur  er bara trúður eins og Jón Gnarr.

Sigurjón Björnsson (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 22:47

11 identicon

Ótrúlegt að menn sem eru búnir að rústa famelíum fjárhagslega skuli geta setið á þingi."sem sagt Drullusokkur".

Sigurjón Björnsson (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 23:03

12 identicon

Roðlaus og beinlaus.

Sigurjón Björnsson (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 23:06

13 identicon

Sæll.

Vonandi fellur þessi maður af þingi í næstu kosningum og vonandi sem flestir þeirra sem nú mynda meirihluta á alþingi. Þetta fólk er búið að hafa 3 ár til að snúa hér við málum en hefur í reynd snúið öllu á verri veg. Margir sem nú sitja á þingi munu sennilega verða atvinnulausir í nokkrun tíma eftir næstu kosningar sem er ágætt - þá fær þetta fólk að kenna á eigin stjórnvisku.

@8: Hvernig væri nú að telja upp afrek þessa manns í stað þess að tala í gátum og merkingarlausum orðum. Vildi Björn Valur ekki Icesave? Hann stendur að umsókn að þessu furðulega E(vrópa)S(ekkur)B(ráðum) þrátt fyrir kosningaloforð síns flokks. Hann ber, eins og aðrir stjórnarliðar, ábyrgð á 90 milljarða króna halla á fjárlögum árið 2011. Hann ber ábyrgð á nýlegu láni fjármálaráðuneytisins á okurvöxtum. Listi yfir klúður þessa manns er langur.

Ef Ólafur "svindlaði" með einhverjum hætti skaltu kæra kosningarnar en ekki væla og skæla eins og kerling. Þú getur líka prívat og persónulega tekið að þér að borga Icesave ásamt þeim aðilum sem telja að við eigum að borga og leiðrétt þannig þau "mistök" sem gerð voru. Ég held að kjósendur Vg og Sf eigi að taka að sér að borga þetta fyrst þeim liggur þetta mál svona þungt á hjarta.  Bretar og Hollendingar verða ykkur ævinlega þakklátir!!

Hvað hefur Björn Valur gert landi og lýð til gagns? Hefur hann komið að einhverju máli sem fjölgaði störfum eða bjargaði þeim? Hefur hann með einhverjum hætti aðstoðað þá sem illa standa vegna stökkbreyttra lána?

Helgi (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 23:30

14 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég treysti þjóðinni eins og Ólafur, og því þurfum við ekki að horfa upp á þetta lið eftir næstu kosningar.Hafið þið það sem allra best gott fólk, kveðja Bláskjár.  

Eyjólfur G Svavarsson, 2.8.2012 kl. 00:10

15 identicon

það er komin timi til að þessi maður drulli ser ut ur husum þjoðarinnar

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 03:59

16 identicon

Mér finnst sjálfsagt að þingmenn séu viðstaddir innsetningu forseta í embætti.

En mér finnst skrítið að margir sem formæla Birni Vali sem hæst, hafi á sínum tíma fagnað fjarveru Hæstaréttar við þingsetningu, þrátt fyrir langa hefð. Einnig fögnuðu þeir því að lögreglan neitaði að standa heiðursvörð við sama tilefni, þrátt fyrir langa hefð.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 12:53

17 identicon

Hann er að apa þetta eftir Davíð, Geir og Bjarna. Hann sómir sér vel þar.

þór (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 13:11

18 Smámynd: Jón Óskarsson

Ég ætla að mæta á næsta "uppistand" hjá Hauk Kristinsssyni.  Þarf bara að vita hvert ég á að mæta því þarna er greinilega fæddur húmoristi sem gæti keppt um titilinn "fyndnasti maður Íslands" :)

Jón Óskarsson, 5.8.2012 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband