Munu Íslendingar taka þátt í refsiaðgerðum gegn Færeyjum?

Framkvæmdastjórn ESB virðist telja að lítið mál verði að þvinga Íslendinga til uppgjafar í makríldeilunni, enda Samfylkingunni og nokkrum nytsömum sakleysingjum mikið í mun að koma í veg fyrir að nokkuð geti tafið innlimunina í bandalagið.

Þrátt fyrir að reiknað sé með að Íslendingar verði leiðitamir í málinu er álitið að Færeyingar muni ekki láta kúga sig, enda alls ekki á þeim buxunum að láta ESB stjórna sínum fiskveiðum.

Fréttin hefst á þessari málsgrein, sem segir í raun það sem segja þarf um málið: "Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er ekki bjartsýn á að það takist að semja við Færeyinga vegna makríldeilunnar en er hins vegar aðeins bjartsýnni í tilfelli Íslands vegna umsóknar landsins um inngöngu í sambandið. Þetta kemur fram hjá fréttaveitunni Agence Europe í gær."

Ætli Jóhanna og Steingrímur J. muni í framhaldinu samþykkja að taka þátt í refsi- og efnahagsaðgerðum gegn færeyingunum? 


mbl.is Bjartsýnni á samninga við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það eru Norðmenn og Írar sem ganga lengst í ádeilu á Ísland...ásamt Skotum. Ég átta mig ekki á af hverju allir vilja tala um ESB í því sambandi. Auðvitað eru Írar og Skotar hluti af ESB en alls ekki Norðmenn.

Þetta mál hentar ESB andstæðingum að snúa út úr þeim staðreyndum sem liggja fyrir...og það er dagljóst að Ísland þarf að semja um þessi mál eins og við höfum samið við Noreg og fleiri um Norsk - Íslenska síldarstofninn, veiðar í Smugunni og fleira. Annað er bara hefðbundinn poppulismi eins og er þjóðaríþrótt okkar síðustu árin. Ef Ísland væri ekki hluti af EES samningi væri líklega löngu búið að setja á okkur þvinganir af einhverju tagi.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.7.2012 kl. 13:21

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þjóðin mun aldrei samþikkja inngöngu í ESB. Og þeir sem hlusta á talsmenn ESB geta ekki annað en áttað sig á því, hvað þeir eru að fara svo einfalt er það.

Eyjólfur G Svavarsson, 18.7.2012 kl. 14:18

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ef menn fylgjast með þá eru það Skotar og Írar sem þrýsta fast á ESB að beita okkur þvingunaraðgerðum og hafa gert þá nú í 2 ár. Og ég skil þá vel. Þarna eru sjómenn sem auðvita eru sárir vegna þess a þeir sjá fyrir sér að missa hlut af þeirri veiði sem þeir hafa hafa haft um áratugi sem og þeir horfa á okkur veiða um 150 þúsund tonn ofan á þann kvóta sem fiskifræðingar þeirra leggja til .   Held að við værum eins ef að loðnan okkar færi að ganga t.d. yfir til Bretlands og þeir færu að veiða umfram áætlanir okkar. Tek undir með Jóni hér ða ofana að þó að ESB fari við samninga um fiskveiðar fyrir aðildarþjóðiri sínar þá erum við aðallega í deilum við Norðmenn, Íra og Skota.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.7.2012 kl. 16:47

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef loðnan "okkar" gengi til Bretlands - hvað þá? Hafa íslendingar gert einhverjar áætlanir um fiskistofna í lögsögum annarra landa?

Ég hef aldrei heyrt um neitt slíkt annað en samninga við norska þegar sameiginlegir stofnar flakka út fyrir lögsögu beggja.

Kolbrún Hilmars, 18.7.2012 kl. 17:21

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er í einu orði sagt ömurlegt að verða vitni að öðrum eins málflutningi og Jón Ingi og Magnús láta frá sér fara hér að ofan. Það er ESB sem áformar að beita Íslendinga og Færeyinga efnahagsþvingunum, hvort sem þrýstingurinn þar um kemur frá Skotum, Írum eða einhverjum öðrum. Maria Dalmanaki talaði alveg skýrt þegar hún var hér á landi fyrir skömmu um að annaðhvort féllust þjóðirnar á "samningstilboð" ESB eða um hefndaraðgerðir yrði að ræða af hálfu ESB en ekki bara Skota og Íra enda ræður ESB sjávarútvegsmálum allra þjóðanna innan sambandsins.

Axel Jóhann Axelsson, 18.7.2012 kl. 17:52

6 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

'A að senda útlendingum fiskinn sem syndir hingað - af því að þeireigann- hann er áttvilltur og veit ejkki hvar hann á heima ?

 Get eg veitt við túnfót Íra ??? Fockkk- þvílik þvæla- má eg pissa án þess að fá samþykki ESB ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 18.7.2012 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband