Kostar "framboðið" ekkert

Kosningabaráttan fyrir forsetakjörið á laugardaginn fer sífellt harðnandi og virðist öllum brögðum beitt til að fá fólk til að skipta um skoðun á frambjóðendunum og ekki síður til að hafa áhrif á þá sem ennþá eru óákveðnir.

Talsvert hefur verið rætt um kostnað frambjóðenda við framboð sín og hávær krafa verið uppi um að bókhald þeirra verði opnað fyrir kosningar, en ekki einhvern tíma eftir þær, og virðast sumir frambjóðendur hafa ótrúlega mikla fjármuni til taks til að reka kosningabaráttu sína og auglýsingar í fjölmiðlum hafa verið mest áberandi frá einum frambjóðanda, sem þó gerir afar lítið úr kostnaði framboð síns.

Sá frambjóðandi stóð fyrir heilum degi í sínu nafni með alls kyns uppákomum um allt land og sagði í sjónvarpskappræðum að sá dagur hefði "ekki kostað framboðið neitt", "ekki krónu" og gaf þar með í skyn að allt sem gert var þann dag hefði verið algerlega ókeypis. Auðvitað stenst slík fullyrðing enga skoðun og einhverjir hafa greitt kostnaðinn þó honum hafi greinilega verið haldið utan við bókhald sjálfs framboðsins. Þetta verður að teljast til "grísku aðferðarinnar" við að halda kostnaði utan bókhalds og þar með er skekkt öll mynd af framboðskostnaði viðkomandi frambjóðanda.

Almælt er að allir atburðir í sambandi við þetta viðkomandi framboð sé tekið upp af kvikmyndagerðarmönnum sem áður hafa búið til uppákomur sem kvikmyndaðar hafa verið, t.d. tilbúninginn í kringum Silvíu Nótt og sköpun ímyndar núverandi borgarstjóra í Reykjavík.

Er hugsanlegt að stór hluti kostnaðar við þetta framboð sé flokkaður sem kostnaður við kvikmyndagerð?


mbl.is 22 þúsund hafa greitt atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Í 9. grein laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra segir m.a.: "Greina skal sérstaklega alla móttekna afslætti frá markaðsverði sem og sölu á þjónustu, vöru eða eignum á yfirverði"  

Bókhald í kringum framboð eru ekki marktæk nema að þar komi bæði tekjumegin og gjaldamegin fram vörur og þjónustu sem veitt er "ókeypis"

Skv. sömu lögum fæ ég ekki betur séð annað en að frambjóðendum í svona einstaklingsframboðum (forsetakosningar og prófkjör) sé heimilt að leggja sjálfum fram fjármuni eins og þörf er á til að mæta kostnaði (á meðan þetta fer ekki yfir hámark skv. 7.grein sömu laga).  Þessu eru ekki allir sammála og vilja túlka framlög frá frambjóðendum sjálfum með sama hætti og framlög til framboðsins.   Slík túlkun myndi reyndar gera öllum ókleift að bjóða sig fram í einstaklingsframboðum.

Raunhæft og rétt bókhald við svona framboð þarf að sýna allan kostnað þar með talið ferðakostnað á eigin farartækjum svo dæmi sé nefnt.

Að halda því fram að Þórudagurinn og kvikmyndagerðin séu framboðunum óviðkomandi fjárhagslega er á mjög gráu svæði skv. framangreindum lögum.   Geti menn haldið hinu og þessu utan við upplýsingar um framboðskostnað, þá eru lögin þar með orðin gagnslaus og allt kostnaðaruppgjör með öllu marklaust.

Jón Óskarsson, 28.6.2012 kl. 22:50

2 Smámynd: Benedikta E

NÚLL - kostnaður fyrir framboðið sagði Þóra "sjálf" í sjónvarpinu - kannski samkvæmt handriti Gauksins 90 Þóru viðburðir á Þóru daginn - út um allt land  = Núll kostnaður fyrir Þóru framboðið en einhver þarf að borga - það ætti að koma fram í Þóru framboðs bókhaldinu - En bókhaldið er bara Þóru framboðs - leyndarmál - sem kjósendur varðar ekkert um.

En hverjir eru gestgjafar forseta á Bessastöðum - það eru kjósendur.

Benedikta E, 29.6.2012 kl. 09:01

3 identicon

Kleinubakstur og kaffiuppáhellingar sjálfboðaliða til stuðnings framboði, hafa aldrei verið reiknað inn í framboðskostnað.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband