Eru samningsmarkmiðin ríkisleyndarmál?

Össur Skarphéðinsson, ESBgrúppía nr. 1, þegir þunnu hljóði heimafyrir um þau markmið sem hann segist hafa um innlimunarkostina varðandi íslenskan sjávarútveg gagnvart ESB en blaðrar endalaust um sjálfan sig og innlimunarviðræðurnar erlendis eins og sést af þessu í viðhangandi frétt:  "„Við þurfum að hefja viðræðurnar, takast á við vandamálin og þannig munum við ná samkomulagi sem Ísland mun fara eftir. Við erum reiðubúin að leggja fram samningsmarkmið okkar,“ sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, við fjölmiðla í Brussel í gær."

Össur hefur ekki haft uppi nokkra einustu tilburði til að kynna áform sín fyrir Íslendingum um uppgjafarskilmála varðandi sjávarútveg og landbúnað í innlimunarviðræðunum við ESB, hvorki fyrir almenningi og ekki heldur fyrir Alþingi svo vitað sé.

Getur það virkilega verið að "kröfur" Íslendinga í þessu innlimunarferli, ef einhverjar kröfur eru þá uppi á borðum, séu ríkisleyndarmál? 


mbl.is Samningsmarkmiðin tilbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband