Hvað segja margir þingmenn af sér í kjölfar Landsdóms?

Ákæurnar á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi hafa frá upphafi verið þeim þingmönnum til skammar, sem svo lágt lögðust að reyna að nota dómstólinn til að ná sér niðri á pólitískum andstæðingi an hreinum hefndar- og haturshug í garð andstæðins síns í stjórnmálum.

Nú, þegar dómur hefur fallið, sannast endanlega að hér var um algerlega tilefnislausar ofsóknir að ræða, enda sýknað í öllum efnisatriðum, en sakfellt án refsingar fyrir formsatriði varðandi fyrirkomulag ríkisstjórnarfunda.  Í raun á sú sakfelling við um allar ríkisstjórnir frá því Ísland fékk fullveldi og því alls ekki áfellisdómur yfir ríkisstjórn Geirs H. Haarde, eða honum sjálfum, heldur því fyrirkomulagi sem tíðkast hefur frá upphafi í þeim efnum.

Sigurður Líndal, einn virtasti lögspekingur landsins, er á þessari skoðun en hann segir m.a. í viðtali við mbl.is:  „Dómurinn hefur sakfellt en refsar ekki, þetta fer þannig nokkuð nærri því sem ég bjóst við. Mín fyrstu viðbrögð eru þau að þetta sé að sumu leyti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni almennt, ég held að þetta sé það sem hefur viðgengist, kemur fram í rannsóknarskýrslunni og þingmannaskýrslunni og öllu því sem hefur verið farið í saumana á."

Sakfellingin er því fyrir smávægilegt aukaatriði í ákærunum, en  sýknað var í öllum ákæruliðum, sem ekki hafði verið vísað frá dómi áður og sýnir það svart á hvítu hversu fáránlega var staðið að þessum pólitíska hráskinnaleik og þar með er dómurinn í raun gríðarlegur áfellisdómur yfir öllum þeim þingmönnum sem misnotuðu vald sitt og dómstólinn í hefndar- og ofsóknaræði sínu.

Hvað skyldu  margir þeirra axla ábyrgð sína á þessu máli með afsögn þingmennsku? 


mbl.is Áfellisdómur yfir stjórnsýslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nokkuð viss um að enginn muni segja af sér vegna þessa, allir muni halda í þetta litla sem hann var sakfelldur fyrir, jafnvel þó það sama eigi við um aðra forsætisráðherra og reyndar almenna ráðherra frá upphafi.

Ef við skoðum greinina sem hann var sakfelldur fyrir, 17. gr. Stjórnarskrárinnar:

"17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra."

Ég er nú ekki löglærður þannig að ég tala ekki sem lögfræðingur, en ég vil benda á að það stendur hvergi að forsætisráðherra einn beri ábyrgð á að halda ráðgerrafundi, jafnvel þó hann eigi að stjórna fundinum. Hins vegar stendur að ef einhver ráðherra óskar að bera upp mál þá skuli ráðherrafundur haldinn.

Það segir okkur að þessi kvöð hafi legið á öllum ráðherrum, en þá líklega sérstaklega á forsætisráðherra, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og utanríkisráðherra, enda heyrir málið undir öll ráðuneyti.

Ef þinginu þykir þetta góð og rétt niðurstaða þá myndi ég nú telja að næsta skref væri að kæra upptalda ráðherra fyrir sama ákærulið, auk þess að kæra alla ráðherra sem hafa glímt við "mikilvæg stjórnmálaefni" án þess að boða til formlegs ráðherrafundar.

Andri (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 15:19

2 identicon

Geir var skafelldur fyrir að brjóta stjórnarskrána og því átti þessi dómur rétt á sér. Skömmin er því þeirra sem reyndu að standa í veg fyrir að málið færir í eðlilegan farveg sem getið er á um í lögum.

Synd að þingheimur skyldi hafa tekið hina út fyrir sviga, en þetta er það sem núverandi stjórnarskrá og lög bjóða uppá og menn vilja ekki breyta.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 15:37

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eins og ég skil þennan dóm og það stjórnarskrárákvæði sem að baki liggur, þá mega nú sumir fara að vara sig.

Ég tel t.d. "mikilvægt stjórnarmálefni" bréfið þar sem utanríkisráðherra var tilkynnt um íhlutun ESB að ESA málinu gegn Íslandi - sem ráðherrann stakk undir stól og hans eigin forsætisráðherra hefur játað að frétta fyrst af í fjölmiðlum þegar svarfrestur var liðinn.

Verður núverandi forsætisráðherra gerður ábyrgur fyrir því undanskoti?

Kolbrún Hilmars, 23.4.2012 kl. 16:10

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Án þess að vera lögfræðingur og hafa ekki lesið forsendur dómsins, en einungis heyrt um hann fjallað í fjölmiðlum, velti ég því fyrir mér hvað orðalagið í Stjórnarskránni þýðir: "Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni."

Er það sem þarna er nefnt "ráðherrafundir" ekki það sama og nú er yfirleitt kallað "ríkisstjórnarfundir"? "Ríkisstjórnarfundir" eru að jafnaði haldnir tvisvar í viku og þar skyldi maður halda að rædd væru "mikilvæg stjórnarmálefni". Fróðlegt verður að lesa rökstuðning Landsdóms fyrir sektarniðurstöðunni í þessu efni, sem varla hefur þó ekki verið talið alvarlegt þar sem engin viðurlög voru dæmd og sakborningi þar að auki dæmdar tæpar 25 milljónir til greiðslu á verjendakostnaði.

Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2012 kl. 17:13

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, ég hef ekki trú á því að rökstuðningurinn leiði neitt annað í ljós en að ríkisstjórnir þurfi að vanda sig betur í framtíðinni.

Afturvirkur verður dómurinn allavega aldrei þótt menn hafi komist að þeirri niðurstöðu að fordæmið nái allt að stofnun lýðveldisins.

Kolbrún Hilmars, 23.4.2012 kl. 17:47

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað er engin afsökun fyrir broti á lögum að aðrir hafi brotið þau. Stjórnsýslan hefur sett sér alls kyns "vinnureglur" sem stundum virðast ekki vera í fullu samræmi við þau lög sem vinna á eftir.

Líklega verður þessi dómur til þess að farið verði ofan í öll vinnubrögð stjórnsýslunnar, þar með talið embættismannakerfið, ríkisstjórnin og Alþingi sjálft.

Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2012 kl. 18:26

7 identicon

Jón: Spurningin er bara hvort þetta sé raun og veru brot á stjórnarskrá en ekki bara pólitík.

Í greininni í stjórnarskránni stendur ekkert um það hversu formlegir þessir fundir eigi að vera eða neitt nánar um þá. Í minni vinnu held ég oft fundi þar sem lítið er skrifað niður. Tveggja manna tal kalla ég oft fund þó ekkert sé til skráð um fundinn.

Það er hægt að segja að það væri heppilegra ef niðurstöður fundar væru skrifaðar á blað, en ef Geir hefur t.d. hringt til þess að ræða tiltekin málefni við ráðherra eða eitthvað álíka þá tel ég það vera jafngildi fundar.

Andri (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband