LÍÚ fer ekki rétt með, frekar en Jóhanna

Jóhanna Sigurðardóttir er þekkt fyrir að fara rangt með í rökstuðningi fyrir hinum og þessum málum, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram undanfarin ár og því telst ekkert nýtt í því, ef hún fer með fleipur um hagnað sjávarútvegsins og væntanlegt auðlindagjald sem fyrirhugað er að leggja á, samkvæmt nýjasta frumvarpsbastarði stjórnarinnar þar um.

LÍÚ mórmælir rangfærslum forsætisráðherrans um afkomu greinarinnar og segir m.a. í yfirlýsingu sinni:  „Hið rétta er að framlegð sjávarútvegsins í heild voru 60 milljarðar (EBIDA), en þá á eftir að greiða vexti af lánum, draga frá afskriftir og afborganir lána. Þegar það hefur verið dregið frá er hagnaður sjávarútvegsins um 33 milljarðar árið 2010 – skattar voru samanlagt 5,7 milljarða sem skiptust þannig að auðlindagjaldið nam 3,5 og tekjuskatturinn 2,2 milljarðar.“

Afborganir lána teljast ekki til rekstrarkosnaðar fyrirtækja og því er það beinlínis rangfærsla hjá LÍÚ að segja að BÆÐI afskriftir og afborganir lána eigi að dragast frá EBITU, til að reikna út endanlegan hagnað.  Það verður að teljast lágmarkskrafa að beita ekki blekkingum, þegar verið er að mótmæla blekkingum og rangfærslum annarra.

Hitt er svo allt annað mál, að skattabrjálæði ríkisstjórnarinnar hefur hvergi sýnt sig berlegar en í þessum nýjasta kvótafrumvarpsbastarði og hefur þó flestum þótt nóg um fram að þessu. 

 


mbl.is Segja forsætisráðherra fara rangt með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir þá, sem ekki vita hvað EBITDA þýðir (síðuhaldari veit það greinilega) þá merkir það "Earnings Before Interests Taxes, Depreciations and Amortization". Þannig að eins og síðuhaldari bendir réttilega á, þá er ágreiningurinn um það hvort og þá hvernig sjávarútvegurinn fær að nota þann hagnað, sem af rekstrinum verður, til endurnýjunar tækja og búnaðar og til niðurgreiðslu skulda. Svo má fólk fantasera eins og það vill út frá þessu, hvort sem það er "með" eða "móti" LÍÚ og forsætisráðfrúnni.

Quinteiras (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband