Bankarnir eru ennþá "braskbankar"

Tryggvi Pálsson, framkv.stj. fjármálasviðs Seðlabankans, sagði fyrir Landsdómi að bankarnir hefðu verið orðnir blanda af venjulegum bönkum og fjárfestingarbönkum og að það hefði valdið því að þeir hefðu sótt sífellt meira í áhættusamari starfsemi og nánast "brask".

Nú, þrem og hálfu ári eftir hrun gömlu bankanna, hefur lögum um slíka bankastarfsemi ekki verið breytt og nýju bankarnir eru nákvæmlega eins uppbyggðir og starfræktir og gömlu bankarnir voru fyrir hrun.

Er ekki orði tímabært að skilja algerlega á milli starfsemi innlánsstofnana og fjárfestingarbanka?

Þarf nokkuð að bíða eftir nýju bankaáfalli?


mbl.is „Alltaf hættumerki þegar það gerist“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sennilegast já, því miður. Og það verður engin ábyrgur frekar en nú. Ég er alveg sammála þér, auðvitað þarf að breyta lögum og því hvernig bankarnir starfa. Þetta er fullreynt flopp eins og vitað er.

Það væri nú aldeilis frábært ef okkar góða fjölmiðlafólk færi á stúfana núna um það hver ber ábyrgð á þessum málum. Svona til að spara okkur þrasið ef / þegar næsta hrun verður. Þá mun það ,,liggja fyrir" eins og það heitir.

Var það ekki Einstein sem skilgreindi geðveiki þannig að þegar verið er að gera sömu hluti aftur og aftur með sama hætti en halda að í hvert sinn fáist önnur niðurstaða ?

Það er ekki nóg að skipta um kennitölur á bönkunum eins og gert var á þeim öllum, né lógó eins og með suma þeirra. En þeir kannski halda það og trúa sem þessu ráða.

Kannski er nóg að hækka launin í bönkunum og minnst tífalt á við það sem var fyrir hrun. Það ætti að tryggja það að þeir hrynji ekki aftur. Svo er okkur sagt amk. að heili sumra virki bara ekki fyrr en þeir sjá sem flest núllin á launatékka sínum. Eflaust hrundu bankarnir bara 2008 vegna of lágra launa til þeirra sem þeim stjórnuðu...

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.3.2012 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband