Við Ólafur Ragnar erum standandi hissa

Ólafur Ragnar er aldeilis undrandi á því að ekki hafi nema rétt rúmlega þrjátíuþúsund manns skorað á sig að gefa kost á sér í forsetakjöri í fimmta sinn, en segist þó bæði undrandi og glaður yfir þeirri ólýsanlegu ást, sem þjóðin sýni honum með þessari undirskriftasöfnun.

Ég er hinsvegar steinhissa á því að Ólafur Ragnar skuli reyna að láta líta svo út að þetta hafi komið honum á óvart, því allt er þetta sett á svið af honum sjálfum og nokkrum stuðningsmönnum og vinum í gegnum allan hans pólitíska feril.

Svona geta menn nú orðið hissa á sama hlutnum, en þó á mismunandi forsendum.


mbl.is Forsetinn gefur sér vikuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er hissa á þessari færslu þinni, Axel Jóhann – eins mikilvægur og þú veizt að Ólafur Ragnar hefur reynzt okkur í gríðarlegu hagsmunamáli, Icesave, þar sem hann hlustaði á þjóðina og gaf henni úrslitavaldið, sem henni bar með réttu, enda um sæmd okkar og lífshagsmuni að tefla.

Sjálfur upplifði ég þessi ræðuhöld á Bessastöðum nú síðdegis með öðrum hætti en þú (sjá HÉR!) og læt mér ekki detta í hug, að hér sé um neinn hráskinnaleik að ræða.

Forsetinn hefur ekkert að sækjast eftir fyrir sjálfan sig með áframhaldandi þjónustu í stað þess að eiga áhyggjulaust ævikvöld á eftirlaunum, en ég met það afar mikils, að hann hugleiði nú að taka ákalli svo margra – í langárangursríkasta áskorunar-átaki sem beinzt hefur að einstaklingi hér á landi – og gefi því góðan tíma. Nægur verður tíminn fyrir aðra að bjóða sig fram. En á ég í alvöru að taka skrif þín þannig, Axel, að þú teljir annan mann geta gegnt þessu starfi betur en Ólafur?

Jón Valur Jensson, 27.2.2012 kl. 19:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólafur Ragnar hefur aldrei verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér, hvorki áratugina fyrir hrun né eftir það. Við skulum ekki gleyma því að hann staðfesti lögin um Icesave I (Svavarssamninginn ömurlega), þrátt fyrir áskoranir um að gera það ekki. Í því tilfelli björguðu fyrirvararnir sem nokkrir þingmenn börðust fyrir að fá samþykkta í tengslum við þá lagasetningu. Þeir fyrirvarar urðu til þess að Bretar og Hollendingar staðfestu ekki þann samning fyrir sitt leyti og eftir það breyttist afstaða Ólafs Ragnars í takt við þjóðarviljann.

Hann átti engan annan kost í stöðunni en að hafna seinni Icesavelögunum staðfestingar, enda hefði sjálfsagt orðið uppreisn í landinu, hefði hann ekki gert það.

Árangurinn í Icesave er fyrst og fremst þjóðinni sjálfri að þakka, en ekki forsetanum.

Axel Jóhann Axelsson, 28.2.2012 kl. 11:02

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Víst er þjóðin öll hissa og margir alveg standandi svo. Mér finnst komið nóg og nóg nægir, bæði af setu forsetans og afglöpum Jóns Baldvins, en honum stendur bara, á meðan Ólafur er bara standandi og kjaftstopp eins og við hin.

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.2.2012 kl. 13:58

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svona er þetta nú, á meðan sumir eru standandi hissa eru aðrir í standandi vandræðum.

Axel Jóhann Axelsson, 28.2.2012 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband