Ótrúlegt fár í kringum Gunnar Andersen

Fárið í kringum "fyrirhugaða" eða "hugsanlega" uppsögn Gunnars Andersen úr starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins er vægt til orða tekið undarlegasta mál.

Honum mun vera fundið það til foráttu að hafa ekki nefnt tvö félög, í eigu Landsbankans á meðan hann var í ríkiseigu, í skýrslu fyrir einhverjum þrettán eða fjórtán árum síðan, og það eigi núna að vera brottrekstrarsök úr starfi sem hann hefur þótt standa sig ágætlega í í rúm þrjú ár.

Ekki hefur verið gefið í skyn að þessi félög hafi stundað neina "glæpastarfsemi" á Guernsey á þeim tíma sem Landsbankinn var ríkisbanki og Gunnar vék úr starfi í bankanum um leið og "Bjöggarnir" eignuðust hann, enda hafði hann verið upphafsmaður að svokölluðu "Hafskipsmáli" á sínum tíma, þannig að litlir kærleikar vour með honum og Björgólfsfeðgum.

Þetta mál hlýtur að þarfnast miklu betri útskýringa, en fram hafa komið hingað til, því eitthvað meira en lítið þarf að vera á bak við að maður verði rekinn úr álíka starfi og þessu, en einhver handvðmm við skýrslugerð fyrir hartnær einum og hálfum áratug.


mbl.is Óska eftir lengri fresti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er góð ástæða, þessi maður var yfir alþjóðasviði bankans þegar bankinn var að kynna sér hvernig evrópska regluverkið Basel 2 virkaði. Bankinn er alla tíð síðan þá búinn að skila hagnaði og fara einu í gjaldþrot og auk þess að vera beittur hryðjuverkalögum en samt heldur bankinn ennþá áfram að sína fram á hagnað og fær auk þess ríkisábyrgðir á víkjandi skuldabréf sem eru meiri en eigið fé hljómar upp á og því ætti Landsbankinn samkvæmt öllu að vera orðinn gjaldþrota aftur þrátt fyrir 9 ára stanslausan hagnað

valli (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 18:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Starfsemi Landsbankans eftir einkavæðíngu er ekki til umfjöllunar í þessu sambandi, heldur meint gölluð skýrsla síðan bankinn var ríkisbanki.

Er kannski að rætast spádómur Evu Joly um að allt yrði gert til að sverta og eyðileggja mannorð þeirra sem kæmu að rannsókn á þeim "útrásar- og bankagengjum" sem ollu fjármálahruninu haustið 2008

Axel Jóhann Axelsson, 20.2.2012 kl. 18:27

3 identicon

En hefurðu pælt í því að allir stóru bankarnir eru ennþá undir fjármálaráðuneyti að öllu leyti þar sem að gömlu bankarnir sem að eru móðurfélög þeirra nýju hafa en ekki leitað nauðasamniga og slitastjórn má ekki vera eigandi. Svo var t.d. Arion fyrst núna að taka yfir skuldabréf KB þannig að allar þessar hagnaðartölur af endurmati vegna þess hve yfirfærslan var hagstæð er búinn að vera fölsuð í 3 ár og er það enn hjá Íslandsbanka. Hvar er FME jú þeir voru með fjármálaráðuneytinu í samráðshópi um fjármálastöðugleika og eru að heimilla stóru bönkunum að nota kolrangan áhættugrunn sem hentar ekki við núverandi starfssemi þeirra þessi áhættugrunnur Tier 1 sem að er undir fjármagnskipan í cad hlutfalli inniheldur hlutafé yfirverð hlutafjár, víkjandi skuldabréf og óráðstafað eigið fé. Ég spyr hvar er hlutabréfmarkaður og hver kaupir víkjandi skuldabréf af íslenskum banka nema þessi sértryggðu sem að er með veð í húsnæðisskuldabúanna. Enn spyr ég hvar er FME? Því eru stóru bankarnir ekki að nota Tier 2 eins og sparisjóðirnir? Svarið er að þeir hafa ekki roð í þann áhættugrunn sem ætlaður er fyrir viðskiptabanka og sparissjóði? Félagi minn sem er mikið innan bankakerfissins segir þetta kerfi byggt á óskhyggju og það sé mjög stutt í næsta hrun?

valli (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 21:27

4 identicon

bankarnir verða ekki eign kröfuhafa fyrr en eftir nauðasamninga

valli (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 21:35

5 identicon

Gunnar Anderssen hefði átt að vita vel hvernig reikniregluverkið Basel 2 var uppbyggt á sínum tíma þegar hann var yfir alþjóðasviði Landsbankans og er örugglega ekki rétti einstaklingurinn til að taka á þessum málum, ég og fleiri aðillar sem að þekkjum til í bankabransanum erum margsinnis búin að benda þeim hjá FME á þetta en þeir líta alltaf undan því þeir þora ekkert að gera? Síðastliðinn þrjú ár hafa verið dýrkeypt og því miður eiga næstu ár eftir að verða það þökk sé gagnleysi FME?

valli (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 21:48

6 identicon

Stjórn Fjármálaeftirlitsins gerir sjálfa sig að verkfæri í höndum þeirra sem ábyrgð bera á hruninu. Hver tekur orð Sig. G. trúanleg?

Íslenskir fjölmiðlamenn opinbera sína verstu eiginleika og veikleika við framreiðslu þessa máls.

"...ég og fleiri aðillar sem að þekkjum til í bankabransanum erum margsinnis búin að benda þeim hjá FME á þetta..."

"valli", hver ert þú og þessir "fleiri aðilar"? Á fólk að taka þig trúanlegan vegna þess að þú hripar langlokur sem eru málinu sem hér er fjallað um óviðkomandi? Reyndu að halda þig við efnið.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 15:19

7 identicon

Þorgeir ef að þú vissir hvað upptakan á reikniregluverkinu Basel 2 hefur í raun og veru haft mikill áhrif á bankakerfinu í evrópu þá mundir þú horfa á bankakerfið með allt öðrum augum, ég skora á þig að kynna þér það og kynna þér auk þess hvernig áhættugunnar þess starfa og þá fyrst ferð þú að sjá hvað þjóðin á langt í land.

valli (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 15:45

8 identicon

Þorgeir þó svo að FME hafi sent 80 mál til sérstaks saksóknara, hefur þú einhverjar upplýsingar um það hversu langt á leið rannsókn á þeim var kominn og hversu mörg af þeim voru orðin of gömul til að hægt væri að vinna eitthvað úr þeim. Var það frumkvæði FME eða DV að mál Baldurs Guðlaugssonar voru tekinn til skoðunar aftur? Hvað finnst þér um það að Gunnar Anderssen hafi sjálfur mál á bakinu sem búið er að fyrnast og ekkert við því að gera? FME þarf menn sem fólk getur treyst á.

valli (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 16:51

9 identicon

"valli":

Þetta kemst greinilega treglega í gegn svo ég ætla að endurtaka og einfalda: Haltu þig við efnið og hættu að þvæla um hluti sem koma þessari umræðu ekki við. Það mál sem Gunnar "hefur á bakinu" er fullkominn tittlingaskítur, við skulum bara sjá hvaða aðila þeir finna til að taka við sem ekki verður hægt að grafa eitthvað upp um.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband