Almennar skuldalækkanir eð til afmarkaðs hóps?

Kristján Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að samstaða sé að takast á Alþingi um að lækka verðtryggð lán þeirra er tóku slík lán til húsnæðiskaupa á árunum 2004-2009.

Merkilegt verður að teljast að á fjórða ár skuli taka að mynda slíka samstöðu og þá ekki fyrr en eftir að Hæstiréttur hefur dæmt nánast allt sem að "gegnistryggðum lánum" ólöglegt og vísað öllum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þeim efnum út í hafsauga.

Ekki síst er þetta merkilegt í ljósi þess að Framsóknarmenn og nokkrir aðrir þingmenn lögðu til, strax við hrun, að farið yrði í almenna 20% lækkun skulda, en fæstir töldu slíkt fært á þeim tíma vegna kosnaðar.

Nú er að vísu ekki talað um "almenna" skuldalækkun, heldur ætti slíkt aðallega að koma þeim til góða sem tóku húsnæðislán á ákveðnu árabili og þá er að bíða og sjá hvort slíkt stæðist jafnréttissjónarmið að dómi Hæstaréttar.

Líklega væri einfaldasta og besta leiðin að innleiða "sérstakar vaxtabætur" til þeirra sem lán tóku á þessum árum og yrðu þá slíkar vaxtabætur að gilda fyrir þann hóp a.m.k. næstu fimmtán til tuttugu ár vegna lengdar lánanna.

Framhald þessa máls verður fróðlegt og ekki síður málaferlin sem fylgja munu.


mbl.is Verðtryggð lán verði lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Verði neysluverðsvísitala á lánum leiðrétt að einhverju marki frá hruninu 2008 mun það koma öllum til góða.

Ætli menn að fara aðra leið yrði það væntanlega einhvers konar "sérfyrirgreiðsla" fyrir suma.

Kolbrún Hilmars, 19.2.2012 kl. 14:36

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það á að afnema verðtrygginguna strax á öllum verðtryggðum lánum og setja í stað fasta vexti. Það mun slá á verðbólguna og veita bönkum og öðrum lánveitendum löngu nauðsynlegt aðhald í veitingu lána.

Menn verða að sníða sér föt eftir vexti en ekki ná sér í axlabönd og belti um leið og eitthvað bjátar á.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.2.2012 kl. 14:39

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það má afnema verðtrygginguna af öllum nýjum lánum, eða gera hana að valkosti.

En auðvitað þarf fyrst að finna heilbrigt vísitöluform. Það er engin hemja að lántakar þurfi - einir manna, að tvígreiða geðþóttaverðhækkanir stjórnvalda.

Hvað varðar eldri lánin á svo að gefa fólki kost á að skuldbreyta og/eða velja það lánsform sem viðkomandi kýs.

Kolbrún Hilmars, 19.2.2012 kl. 14:57

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er kosningalykt af þessum óljósu fyrirheitum þingmanna fjórflokksins. Þau hafa skynjað að næstu kosningar munu snúast um nákvæmlega þetta.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2012 kl. 17:53

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Snerust ekki síðustu kosningar um þetta atriði einnig? Niðurstaðan?

Sindri Karl Sigurðsson, 19.2.2012 kl. 20:32

6 identicon

Hætt er við að verðtryggingin verði seint afnumin þar sem allir opinberir starfsmenn eru með sínar lífeyrisgreiðslur verðtryggðar og munu þar af leiðandi berjast á fullu á móti tilraunum í þá veru. Því ekki mun vera hægt að afnema þennann óskapnað nema af opinberum aðilum. ASÍ, atvinnurekendur og forkólfar lífeyrissjóðanna vilja heldur ekki missa af sínum völdum í  sjóðunum þannig að erfitt mun verða að ná fram einhverjum breytingum um afnám verðtryggingar, nema með dómsmáli þar sem óskapnaðurinn yrði dæmdur ólöglegur. Sennilega yrði að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu, enda hrista allir útlendingar hausinn yfir þessari séríslensku heimskulögum landans.

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 22:37

7 Smámynd: Sandy

Íslenskur almenningur ætti að fara alla leið með þetta mál. Ég hef velgt því fyrir mér mörgum sinnum í sambandi við verðtrygginguna, af hverju Ísland hafi ekki fengið áminningu utan frá Evrópu varðandi hana, rétt eins og við fengum tilmæli um að skipta upp Íbúðarlánasjóði, þar sem hann var talinn skekkja samkeppni á lánamarkaði.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur margsinnis sagt að ef Ísland gangi inn í ESB væri hægt að afnema verðtrygginguna strax. Maður spyr sig hvers vegna þetta sé enginn vandi ef við erum kominn inn í ESB, skyldi það vera vegna þess að stjórnmálamenn þora eða vilja ekki fara upp á móti fjármagnseigendum.

Sandy, 20.2.2012 kl. 08:05

8 identicon

Nú styttist í kosningar, og því mun, eðli máls samkvæmt, verða mikið framboð á allskyns loforðum. Líkur standa hins vegar ekki til þess að staðið verði við þau.

Þær hugmyndir sem nú eru á sveimi um skuldaniðurfellingu byggjast á einhvers konar upptöku á lífeyrisjóðaeignum. En menn ættu að athuga að eignarétturinn er stjórnarskrárvarinn og ekki hægt að taka sjóðina með einfaldri lagasetningu. Það er kanski þessvegna sem ákvenum hópi hér á landi er svo mikið í mun að fá nýja stjórnarskrá...

En það mun ekki takst.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband