Engir Makrílsamningar - engar ESBviðræður

ESB sýnir Íslendingum algjöra fyrirlitningu í samningaviðræðum um Makrílkvóta og hótar meira að segja viðskiptaþvingunum í tilraunum sínum til að beygja íslensku samninganefndina undir sinn vilja í málinu.

Ekkert vit er í að halda innlimunarviðræðunum áfram á meðan ekki fæst lausn í Makríldeiluna, því ef landið verðu innlimað í stórríkið væntanlega munu það verða kommisararnir í Brussel sem munu ákveða kvóta landsins í Makríl, eins og aðra fiskistofan og þá munu ræfilsleg mótmæli við slíkri úthlutn lítt duga.

Það er kominn tími til að Íslendingar fari að sýna einhvern manndóm í samskiptum sínum við kommisaraklíkuna sem ræður ríkjum í ESB.


mbl.is Hótanir um viðskiptaaðgerðir ekki trúverðugar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Í þessu máli hefur fullur manndómur verið sýndur. Aldrei hefur verið tekið í mál að ganga að neinu sem Noregur og ESB hafa verið með í umræðunni af sinni hálfu og við höfum þess vegna sett okkur kvóta einhliða, margfalt hærri en kommissarar haf viljað semja um. Þannig verður það áfram á komandi árum ef ekki verður komið til móts við okkur í þessu máli. Eða það ætla ég bara rétt að vona.

Magnús Óskar Ingvarsson, 17.2.2012 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband