Ráða dómstólarnir ekki við fjármálagerninga?

Tiltölulega einfalt mál, að því er virðist, hefur verið að þvælast á milli héraðsdóms og Hæstaréttar undanfarin ár vegna þess að dómarinn í héraðsdómi virðist ekki hafa á hreinu hvernig eigi að meðhöndla ágreiningsefnið sem til umfjöllunar er.

Héraðsdómur hafði áður sýknað í málinu en Hæstiréttur ógilt þann úrskurð og vísað málinu aftur í hérað til efnislegrar umfjöllunar, en þá var dómarinn ekki betur inni í þeim lögum sem gilda um hans eigin dómstól og kvaddi því ekki til meðdómendur eins og honum bar samkvæmt lögunum.

Enn á ný hefur því Hæstiréttur ógilt dóm héraðsdóms og vísað málinu aftur til umfjöllunar hans í þriðja sinn og vonandi tekst héraðdómi að komast skammlaust frá málinu að þessu sinni, enda væntanlega farinn að þekkja málið allvel eftir fyrri tvo dóma sína.

Hins vegar leiðir þetta hugann að því hvort dómstólarnir séu hreinlega ekki færir um að fjalla um og kveða upp dóma í málum sem snerta flókna fjármálagerninga, þegar svona óhönduglega tekst upp með "smærri" málin.


mbl.is Héraðsdómur fór ekki að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem klikkaði hefur ekkert með fjármálagerninga að gera, heldur miðstókst héraðsdómi að fara eftir lögum um meðferð sakamála.

Svona svipað og þegar neytendastofu mistókst að fara eftir lögum um neytendalán.

Matvælaframleiðendum mistókst að fara eftir lögum um matvælaframleiðslu.

Seðlabankanum mistókst að fara eftir lögum um vexti og verðtryggingu. 

Fjármálaeftirlitinu mistókst að fara eftir lögum um fjármálaeftirlit.

Bönkunum mistókst að fara eftir lögum um fjármálafyrirtæki.

... landið er svo sannarlega að rísa, er það ekki?

Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2012 kl. 19:38

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hálf er það nú ömurlegt ef rétt er, að ekkert stjórnvald í landinu skuli þekkja þau lög sem um starfsemi þess gildir.

Axel Jóhann Axelsson, 27.1.2012 kl. 22:58

3 identicon

Má maður nú millifæra! Þetta er greinilega haukur í  horni!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 00:14

4 identicon

Haukur stal 118 m.kr! Róni stal vísípela. Hlaut 3ja mánaða fangelsi!

Almenningur (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 00:17

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo ég haldi nú áfram, kirjunnar þjónar lögðu þveröfugan skilning í orðin: "Látið börnin koma til mín." Héldu að átt væri við sóknarbörnin, og misskildu ýmislegt fleira.

Landlæknir byrlaði bóluefni sem valda drómasýki og segir þau holl. Hylmdi svo yfir með öðrum sem sprautaði úr kíttistúpum í mjólkurbú mæðra þessa lands.

Siglingastofnun tókst að byggja stærstu sandgildru norðan Alpafjalla, við suðurströnd landsins.

Sorphirða höfuðborgarinnar hefur áunnið henni uppnefnið "Napólí norðursins".

Reyndar minnir færðin innanbæjar meira á Strandasýsluna á þessum árstíma, en þegar hlánar á "Feneyjar norðursins".

Lögregla tók beinlínis ákvörðun um að hindra ekki skipulagða starfsemi bílaþjófa, heldur taka samviskusamlega við tilkynningum þeirra og halda skrá um þjófnaðina.

Sýslumönnum mistókst að fara eftir lögum um þinglýsingu og fullnustuaðgerðir, kunna ekki að lesa ártal úr kennitölu hvað þá þekkja fölsuð skjöl.

Seðlabankinn fór á hausinn en síðan þá hefur bókhaldið þar ekki stemmt og skýrslur gefnar út sem spyrja: "Hvað skuldar þjóðin?".

Reiknistofa Bankanna hlaut loks vottun á meðferð greiðslukortaupplýsinga... í síðustu viku!

Kosningastjórnum tókst ekki að fara að lögum um kosningar til stjórnlagaþingsráðs.

Stjórnmálaflokkum tekst ekki að skila ársreikningum samkvæmt skilyrðum laga um fjármál stjórnmálastarfsemi en þiggja þó ríkisstyrki í trássi við þau.

Borgaryfirvöld vilja ekkert kannast við undanskot á lögboðnum kosningastyrk stjórnmálaflokks til manns úti í bæ.

Sérstakur saksóknars hefur nú í upphafi þriðja starfsárs leitt eitt mál til lykta, með sýknudómi. Það næsta er nú að fara sína þriðju umferð um héraðsdóm vegna formgalla.

Landsdómi og Alþingi hefur í sameiningu tekist að vinna nánast óbætanleg réttarspjöll sem koma líklega í veg fyrir að fleiri embættismenn dragist til ábyrgðar.

Alþingi er búið að draga fjóra til ábyrgðar í tengslum við hrunið. Það voru fjögur úr hópi níumenninga sem mótmæltu hrunvöldunum. 

Aðgengilegasta leyniskýrsla í heimi um fyrirfram tapaða fjárfestingu í jarðgangagerð, fannst á elleftu stundu fyrir tilviljun á vefþjóni Hagfræðistofnunar, án tengils reyndar.

Talandi um Hagfræðistofnun og skýrslur.... *Hóst*...samtök *Hóst*...lanna, *** nei sko þarna er Elvis, snöggur líttu í hina áttina!

Tvö orð: Djöfulsins apasirkus!

http://www.scenicreflections.com/ithumbs/Three_Monkeys_Wallpaper_wivzs.jpg

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2012 kl. 02:21

6 identicon

Sæll.

Ég sé nú ekki alveg pointið með annars ágætum athugasemdum GÁ. Það sem þú nefnir er ágætt dæmi um hve slappt hið opinbera er og góð ástæða til þess að skera verulega niður í opinbera geiranum og leggja heilu ríkisstofnanirnar niður.

Exeter málið verður vonandi ekki fyrirboði þess sem koma skal án þess að ég sé að taka afstöðu til sektar eða sýknu ákærðu.  Baugsmálið á sínum tíma sýndi líka glögglega hve auðveldlega dómarar láta tíðarandann hafa á sig áhrif. Hérlendis virðist það vera stefna að láta ekki vana málflutningsmenn komast í dómaraembætti. Erlendis er þessu einmitt öfugt farið og held ég að þar liggi rót vandans. Miklu skiptir að dómstólar séu færir um að gera upp hrunið og að þeir sem gerðust brotlegir við lög hljóti fyrir það dóm. Ég óttast mjög að margir dómarar skilji hvorki haus né sporð í þessum málum og láti því auðveldlega blekkja sig með alls kyns útúrsnúningum og aukaatriðum. Ef dómarar skilja ekki málið til fulls sakfella þeir varla? Dómstólar eru snöggir að útdeila refsingu til sjoppuræningja en hugsanleg hvítflibbabrot í kringum hrunið virðast vera ofar getu margra dómara. Enn heyrir maður ekkert hvort eitthvað á að gera í málum endurskoðenda? Er ekki eitthvað bogið við ársreikning fyrirtækis sem fer fyrirvaralaust á hausinn? Eiga þeir alveg að sleppa?

Hvers vegna má ekki hafa það þannig að héraðsdómarar séu bara í embætti í 5 ár, að þeim tíma liðnum er staðan auglýst og erlendis sérfræðingar fengnir til að skoða dóma viðkomandi dómara. Viðkomandi fær 5 ár í viðbót ef sýnt þykir að dómar viðkomandi hafi verið í samræmi við lög og venju og ef viðkomandi er hæfasti umsækjandinn. Þetta ætti að veita þeim aðhald og jafnframt að tryggja að aðilar sem illa ráða við starf sitt ílengist ekki í því og valdi verulegum skaða.

Dómarar sem sjá ekki það sem þú vísar hér í eiga ekki að fá að sitja áfram, þeir eru búnir að sýna það glögglega að þeir geta ekki farið eftir lögum. Viljum við t.d. verkfræðinga/tæknifræðinga sem yfirleitt reikna burðarþol rétt út?

Helgi (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband