Stundar Hagfræðistofnun "pólitískt hagsmunafúsk"

Hagsmunasamtök heimilanna ásaka Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um pólitískt hagsmunafúsk vegna skýrslu stofnunarinnar um möguleika á frekari niðurskrft á skuldum heimilanna, eða eins og fram kemur í fréttinni: "Segja samtökin, að greinargerðin sé hagsmunafúsk eða í besta falli áróðursplagg stjórnvalda."

Þetta eru grafalvarlegar ásakanir á vinnu Hagfræðistofnunar og nú stendur upp á hana að svara fyrir sig, því varla getur fræðasamfélagið í landinu setið undir slíkum ákúrum um þjónkun við ríkjandi stjórnvöld á hverjum tíma og að þau sendi frá sér pöntuð álit en láti fræðimennsku lönd og leið.

Hagsmunasamtökin hafa nú gefist upp á frekara samstarfi við ríkisstjórnina, eins og allir aðrir, en hyggst leita til Ólafs Ragnars og fara þess á leit að hann beiti sér fyrir frekari aðgerðum í skuldamálunum, væntanlega með þeirri heimild í stjórnarskránni að forseti geti lagt frumvörp fyrir Alþingi og krafist umföllunar og afgreiðslu þess á þinginu.

Enginn forseti hefur fram að þessu látið sér detta í hug, svo vitað sé, að leggja frumvörp fyrir Alþingi og nú verður fróðlegt að sjá hvort Ólafur Ragnar verður við slíkri áskorun.  Honum væri alveg trúandi til þess, enda myndi athyglin og umræðan sem slíkt tiltæki ylli verða eins og vítamínssprauta fyrir athyglissýki forsetans og ekki síður góð næring fyrir óseðjandi sjálfsdýrkunina.

Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum beggja, þ.e. Hagfræðistofnunar og forsetans. 


mbl.is „Pólitískt hagsmunafúsk"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af jonas.is - þarf að segja eitthvað meira?

"25.01.2012
Bankarnir hafa svigrúm
Þótt ég hafi stundum agnúast út í Marinó G. Njálsson, trúi ég honum betur en alræmdri Hagfræðistofnun Háskólans. Reikningar Marinós sýna, að bankarnir eiga enn eftir að nota 52-53 milljarða af svigrúmi til að létta skuldabyrði almennings. Svigrúmið fengu þeir, þegar þeir keyptu skuldirnar með afslætti út úr þrotabúi gömlu bankanna. Hafi þeir notað svigrúmið til að gefa vinum sínum meðal útrásarbófa og kvótabófa stórfellda afslætti, er það þeirra mál, en ekki skattgreiðenda. Gera þarf kröfu um, að bankarnir verði neyddir til að fullnýta svigrúmið, sem þeir fengu í uppgjöri sínu við gömlu bankana. "

sr (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 15:55

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er líka annað sem forseti getur gert: neitað að skrifa undir nein lög frá Alþingi, fyrr en honum hafi borist lög um leiðréttingu skuldavandans til undirritunar.

Ríkisstjórnarmeirihlutinn yrði þá að sætta sig við að starfa innan ramma núgildandi laga í millitíðinni, án þess að geta neinum þeirra breytt.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2012 kl. 16:17

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

@sr

Við þetta má bæta að inni í nýju bönkunum liggur 172,5 milljarða hagnaður sem safnast hefur upp frá því þeir voru stofnaðir.

Þennan hagnað, sem stafar ekki af neinni eðlilegri viðskiptabankastarfsemi, mætti skattlegja til að brúa bilið enn frekar.

Þar með væri komið feikinóg fyrir leiðréttingu af þeirri stærðargráðu sem um ræðir, og jafnvel gott betur.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2012 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband