Björgunarsveitirnar þurfa aðstoð

Þegar snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu, jafnvel þó ekki sé í sama mæli og í nótt, eru björgunarsveitirnar alltaf til taks til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir á bílum sínum vítt og breitt um bæinn.

Allan ársins hring eru félagar sveitanna í viðbragðsstöðu, hvort sem er til að bjarga ferðamönnum í villum, fólki í lífsháska til sjós og lands og ekki síður innanbæja hringinn í kringum landið, hvenær sem aðstoðar er þörf.

Útgerð björgunarsveitanna kostar mikla fjármuni og við fjáröflun til starfseminnar treysta sveitirnar að stórum hluta á flugeldasöluna í kringum áramótin og því mikið í húfi að almenningur beini viðskiptum sínum til þeirra og sýni þannig þakklæti sitt fyrir óeigingjarnt starf þeirra.

Ástæða er til að minna fólk á að beina flugeldaviðskiptum sínum til hjálparsveitanna um þessi áramót, eins og önnur, en kaupa ekki skoteldana frá einkaaðilum, sem eingöngu reyna að maka krókinn, en leggja ekkert af mörkum á móti í þágu almennings.

Björgunarsveitirnar þarfnast stuðnings til að geta veitt almenningi stuðning.


mbl.is Þungfært vegna fannfergis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk samlandi góður við stöndum saman.

Sigurður Haraldsson, 29.12.2011 kl. 10:52

2 Smámynd: Eyrún Inga Maríusdóttir

Ég kaupi alltaf jólatré og flugelda hjá Björgunnarsveitinni :)

Eyrún Inga Maríusdóttir, 29.12.2011 kl. 13:06

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Góð brýning hjá þér Axel. Ég tek eindregið undir með þér að fólk ætti alveg skilyrðislaust að versla flugeldana hjá björgunarsveitum Landsbjargar og/eða Hjálparsveitum skáta og Flugbjörgunarsveitinni. Þetta fólk er boðið og búið til aðstoðar og björgunar hvenær sem er í sjálfboðaliðsstarfi og verður að fá fjármagn til að standa undir rekstri dýrra tækja og búnaðar.

Magnús Óskar Ingvarsson, 29.12.2011 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband