"Evrópa er í tilvistarkreppu"

Nánast hver einasti maður, sem ekki tengist Samfylkingunni á Íslandi, veit og skilur að gríðarleg vandamál steðja að fjárhagslegum stöðugleika ESBríkja og skulda- og bankakreppan í Evrópu er svo mikið vandamál að óvíst er hvort sambandið muni lifa þær hormungar af og þá ekki síður evrusamstarfið.

Þýskaland og Frakkland hafa alla tíð verið burðarásar ESB og jafnvel Samfylkingarfólk ætti að leggja við hlustir þegar ráðamenn þeirra landa tjá sig um vandamálið.  Sérstaklega ætti að lesa vandlega eftirfarandi úr meðfylgjandi frétt:

"Utanríkisráðherra Frakklands, Alain Juppe, segir að fjármálakreppan í Evrópu veki upp spurningar um hvort Evrópusambandið lifi af. „Evrópa er í tilvistarkreppu," segir Juppe í viðtali við vikuritið L'Express í dag. Hann segir ástandið vekja upp spurningar um stöðu Evrópusambandsins, ekki bara þróun þess síðustu tuttugu ár frá gerð Maastricht samkomulagsins heldur allt frá stofnun þess."

Það verður að teljast mikil þráhyggja af hálfu Samfylkingarinnar að neita að viðurkenna þau vandamál sem að ESB steðja og vilja með öllum ráðum reka eina ráherrann úr ríkisstjórninni, sem virðist hafa skilning á stöðunni.  Ekki er síður merkilegt að fylgjast með því að forystumenn VG skuli tilbúnir til að samþykkja þann brottrekstur.

Þó ekki væri nema vegna vandamálanna í ESB, ætti að sjálfsögðu að fresta öllum viðræðum um innlimun Íslands í stórríkið væntanlega, a.m.k. um nokkur ár. 


mbl.is Óttast framtíð ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En þegar frekja og hroki ráða för ,en ekki vitsmunir ?.................

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 13:05

2 identicon

Frekur og ófyrirleitinn minnihlutinn mun fá á baukinn.......

GB (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 14:25

3 identicon

Sæll.

Ég held að sama hvað gerist muni það ekki skipta máli fyrir Sf. Sá flokkur er alveg með ólíkindum og nokkuð merkilegt að fólk skuli ekki sjá í gegnum yfirborðsmennskuna þar. Sf hamast út af ákvörðun Ögmundar, sem er án efa í samræmi við lög, en svo kannast þeir ekkert við að hafa stoppað af 2 álver. Við byggingu þeirra skapast þúsundir starfa í 2-3 ár og svo vel yfir þúsund störf varanlega. Hvað skyldi þetta klúður hafa kostað ríkið? Hleypur þetta ekki á milljarðatugum á ca. 4-5 ára tímabili? Af hverju velta fjölmiðlar og bloggarar Sf ekki upp úr þessu? Sf og Vg ættu ekki að hafa saman 10% fylgi ef reglulega væri bent á hve illa þessir flokkar standa sig í efnahagsmálum.

Annars finnst mér áhugavert að sjá a.m.k. einn ráðherra í öllu sambandinu virðist vera nálægt því að skilja vandann. Einn er betri en ekki neinn :-) Svo hittast þessir leiðtogar sem ekkert skilja reglulega og njóta athyglinnar út í ystu æsar en ekkert gerist. Hvenær sjá fjárfestar í gegnum þetta leikrit? Hvenær fær almenningur nóg af þessu leikriti?

Ég heyri afskaplega lítið talað um það svona almennt en Þjóðverjar, í það minnsta, þurfa nauðsynlega á evrunni að halda svo þeir geti haldið áfram að flytja vörur og þjónustu út til annarra evruríkja. Vegna aldursdreifingar Þjóðverja er eftirspurn innanlands ekki mikil og fer minnkandi. Ef aðrar þjóðir hefðu sinn eigin gjaldmiðill myndi hann veikjast eftir því sem skuldir vegna viðskiptahalla söfnuðust upp líkt og gerðist hér. Það myndi að endingu hafa þau áhrif að dýrt yrði að flytja inn vörur frá Þýskalandi sem aftur drægi úr eftirspurn og þar með framleiðslu. Það er því nauðsynlegt fyrir Þjóðverja að evran lifi því annars er hætt við að illa fari efnahagslega hjá þeim, atvinnuleysi aukist og skatttekjur minnki.

Annars var varað við að svona gæti farið með evruna, hún var tekin upp af stjórnmálalegum ástæðum en ekki efnahagslegum.

Svo eiga andstæðingar ESB aðildar hauk í horni þar sem er Össur, þegar hann talar veltur vitleysan út úr honum og vildi ég gjarnan sjá hann leiðrétta fleiri nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Fyrr eða síðar fattar fólk hvað hann er slappur.

Helgi (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 18:22

4 identicon

Rétt sem Helgi segir um Þýskaland. Skuldavandi annarra evruríkja sem flytja inn vörur frá Þýskalandi stafar að töluverðum hluta af því að viðskiptahalli er aldrei leiðréttur með gengissigi gagnvart Þýskalandi (Ekki hægt með evru).

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband