VG fórnar Jóni Bjarnasyni

VG ætlar greinilega að fórna Jóni Bjarnasyni með því að setja hann af sem ráðherra, enda hefur Jón þvælst fyrir áformun Samfylkingarinnar og nokkurra forystumanna VG um innlimun Íslands í væntanlegt stórríki ESB.

Þetta sést nokkuð glögglega af yfirlýsingum Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG og sérlegs yfirlýsingablaðrara Steingríms J., um þá ósvífni sjávarútvegsráðherrans að vera yfirleitt að skipta sér af sjávarútvegsmálum.

Björn Valur segir í umboði Steingríms J. m.a: „Í stjórnmálum verður fólk að fylgja samþykktum og starfa samkvæmt umboðinu sem því er falið. Menn geta ekki farið fram úr sjálfum sér eða tekið sér vald umfram umboð þingflokks síns, eins og nú hefur gerst. Því hlýtur ráðherrastóll Jóns Bjarnasonar að vera farinn að rugga,“ segir Björn Valur og bætir við að farið verði heildstætt yfir þetta mál á þingflokksfundi VG á morgun."

Ef VG þarf að fórna einum ráðherra til að hinir geti haldið sínum völdum svolítið lengur, verður farið í slíkar mannfórnir.

Steingrímur J. mun gera hvað sem er og selja hvaða hugsjón sem hann kann einhvern tíma að hafa haft til að halda sínum völdum og geta með því eyðilagt eins mikið og hægt er að eyðileggja með skattaæði sínu. 


mbl.is Ráðherrastóllinn ruggar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur stjórnin efni á því að fórna Jóni Bjarnasyni? Ég hefði haldið að tilraunir til þess að losna við hann kosti stjórnina þingmeirihlutann. Er það ekki líklegt að Guðfríður Lilja og Ögmundur hætta stuðningi við stjórnina ef hróflað verður við Jóni?

Með útspili Guðfríðar Lilju í dag um að banna beri útlendingum að kaupa land á Íslandi virðast áttök ESB arms VG og ESB andstæðinga VG endanlega vera komin upp á yfirborðið. Jón, væntanlega með stuðningi Guðfríðar Lilju og Ögmundar, er búinn að háma í sig ESB draum samfylkingarinnar sem situr eftir með apann á öxlunum. Kosningar núna myndu gera vinstri flokkana að jaðarstærðum en þeir VG liðar sem ennþá hafa áhuga á stjórnmálum gætu bjargað sér með því að lýsa yfir hollustu við Lilju Móses. 

Við lifum áhugaverða tíma.

Seiken (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 20:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það verður fróðlegt að sjá og heyra hvað samþykkt verður á þingflokksfundi VG á morgun.

Axel Jóhann Axelsson, 27.11.2011 kl. 21:02

3 identicon

Já, það verður fróðlegt Axel Jóhann.

Ég verð að játa að ég kem ekki auga á lausnina fyrir stjórnina en kannski er hún til.

Samfylkingin hefur sennilega trúað því alveg fram á sl. föstudag að hún gæti náð að klára ESB aðlögunnar-/umsóknarferlið fyrir kosningar. Nú var hins vegar að koma í ljós að Jón er búinn að hafa þau að fíflum með því að tefja viljandi vinnuna við kvótafrumvarpið.  Ég geri ráð fyrir að það frumvarp sé lykill að því að hægt verði að að klára aðlögunina í sjávarútvegsmálum.

Ætli næstu dagar fari ekki í að flokkarnir reyni að tryggja að sökin á stjórnarslitum liggi hjá hinum aðilanum. En ok. sjáum hvað setur. 

Seiken (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 21:28

4 identicon

Þegar Serafina sá viðtalið við Björn Val datt henni strax í hug að líklega væri Steingrímur búinn að lofa honum stól Jóns Bj., m.a. með tilliti til fyrri starfa hans. En það mun vera meining Jóhönnu, að ráðuneyti það, sem Jón Bj. hefur stýrt, verði sameinað ráðuneyti Katrínar Júlíusdóttur. Hún mun hinsvegar vera að fara í barneignarleyfi. Sumir hafa viljað halda því fram, að í stól hennar muni verða fenginn utanþingsmaður/kona meðan hún er fjarri, því það sé auðveldara að losa sig við slíkt fólk aftur, sbr. Gylfa og Rögnu fyrr í sögu þessarar stjórnar. Þar með verði ekki raskað hlutföllum milli flokkanna í stjórninni. Jamm og já.

Serafina (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband