Áhugaverð þjóðaratkvæðagreiðsla

Georg Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um "björgunarpakka" ESB, sem inniheldur hundraðmilljarða evru lán og 50% afskrift banka á lánum sínum til gríska ríkisins.

"Björgunarpakkinn" er þó háður ýmsum skilyrðum, þar á meðal gríðarlegum niðurskurði ríkisútgjalda, uppsögn tugþúsunda ríkisstarfsmanna, hækkun lífeyrisaldurs, sölu ríkiseigna o.fl.

Almenningur í Grikklandi er vægast sagt afar ósáttur við efnahagstillögur ríkisstjórnarinnar og hefur mótmælt þeim kröftuglega og óeirðir hafa brotist úr í tengslum við mótmælin og verkföll verið boðuð ítrekað til að reyna að fá fram breytingar á niðurskurðartillögunum.

Hafni gríska þjóðin "björgunarpakkanum" vegna óánægunnar með skilyrðin sem honum fylgja, er líklegra en ekki að gríska ríkið verði gjaldþrota með öllum þeim ósköpum sem því mundi fylgja, ásamt ófyrirséðum afleiðingum fyrir evrusamstarfið. Samþykki hún hins vegar "pakkann" verður litið svo á að hún sætti sig þar með við efnahagstillögur stjórnarinnar og geti þá ekki mótmælt þeim lengur.

Þetta verður áhugaverð atkvæðagreiðsla og spennandi að sjá niðurstöðuna.


mbl.is Greiða þjóðaratkvæði um björgunarpakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Val Grikkja snýst um hvort þeir afskrifa 50% erlendra skulda núna og hin 50% síðar, eða afskrifa allan pakkann núna straks.

Innan tveggja ára munu allar þjóðir Evrópu afskrifa allar erlendar skuldir og taka síðan upp eðlileg viðskipti á grundvelli fríverzlunar.

Loftur altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 23:41

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki rétt af Grikklands-búum að hafna svona kúgunar- afarkostum ræningjabanka heimsins?

Ég held það.

En eins og flestir skilja, þá er ég ekki rétta manneskjan til að meta þetta rétt, og er ég án yfirborgaðar niðurstöðu-prófgráðu, og ekki með eignarhlut í heimsbanka-ræningjaveldinu.

Ég þakka öllum góðum vættum, fyrir að hafa hlíft mér við slíku helvíti á jörð, að þurfa að taka afgerandi afstöðu í svo viðamiklu og umdeildu máli.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.10.2011 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband