Mótmælendur fámennir - skríllinn áberandi

Miðað við þá auglýsingaherferð sem rekin hefur verið fyrir mótmælum á Ausurvelli í dag, að ekki sé minnst á linnulausan áróður Útvarps Sögu og hlustenda hennar, verður fjöldi mótmælenda á vellinum að teljast fremur lítill, eða um eittþúsund eftir því sem sjónvarpið segir.

Hins vegar hefur skríll, sóðar og ofbeldissinnar verið áberandi eins og sést af sorpdreifingu fyrir framan Alþingishúsið og líkamsárásum á þingmenn með því að kastas í þá eggjum, ýmsum öðrum matvælum og sorpi hverskonar.

Ofbeldisseggir og annar ámóta óþjóðalýður setur ávallt ömurlegan svið á slíkar mótmælasamkomur og eyðileggja tilgang þeirra gjörsamlega, enda sýnir þátttaka í þessum mótmælum að flest heiðvirt fólk með sómatilfinningu lætur ekki bendla sig við slík skrílslæti.

Því hefur áður verið haldið fram, að þátttaka í slíkum mótmælaaðgerðum sé yfirleitt ekki mikil nema ungliðar í VG og anarkistar í Háskólanum standi fyrir þeim og skipuleggi þær með tilheyrandi skrílslátum.

Slíkt mun auðvitað ekki gerast á meðan VG á sæti í ríkisstjórn.


mbl.is Eggjum kastað í þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Sjallar eru því miður ekki jafn góðir í innihaldslausum skrílslátum... svona eins og V-G eru íslendsmeistatarar í.

Óskar Guðmundsson, 1.10.2011 kl. 13:35

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Stöðnun á meðan að ESB aðildarferlið er við lýði

Óvissuástandið mun ekki hverfa fyrr en ESB umsóknin hefur verið dregin til baka. Það er útilokað fyrir stjórnvöld og atvinnulíf að byggja hér upp að nýju þegar að ekki liggur fyrir hvaða lagaumhverfi og efnahagsumhverfi muni ríkja hér eftir nokkur ár, því ef við göngum í ESB verðum við að lúta evrópskum lögum sem og taka þátt í þeim neyðaraðgerðum sem þar eru í gangi. Núna á að banna Bretum bannað að veiða þorsk í sinni landhelgi, hvert heldur fólk að skip Breta muni fara? Öll okkar barátta í þorskastríðunum verður töpuð í Brussel.

ESB er í meiriháttar erfiðleikum sem ekki sér fyrir endann á. Nú er ljóst að skattar muni hækka gríðarlega á þegnana vegna björgunaraðgerða á Evru, ekki er einu sinni víst að þessar björgunaraðgerðir takist og líkur eru á að fleiri Evrópuríki lendi í sporum Grikkja.

Núverandi ríkisstjórn hefur ekki umboð íslensku þjóðarinnar til aðildarviðræðna við ESB og áður en lengra er haldið í þeim viðræðum er lágmark að þjóðin fái að kjósa um þær í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því ekki er um hefðbundnar könnunarviðræður að ræða eins og ranglega hefur verið haldið fram af Samfylkingunni.

Gengdarlaus ESB áróður fer nú fram hérlendis, áróður sem að gríðarlegum fjármunum er dælt í af ESB, þessa dagana er helst ráðist að íslenskum bændum með þeim rökum að þeir standi að baki verðhækkunum á matvælum, logið er að fólki að matvælaverð muni lækka við aðild Íslands að ESB, það ætti þó öllum að vera ljóst sem eitthvað ferðast um Evrópu að matvælaverð þar er alls ekki hagstæðara en hérlendis.

ESB blekkingaráróðurinn gagnvart íslenskum landbúnaði er íslensku launafólki hættulegur, því að með því að vega að íslenskum landbúnaðarafurðum er vegið að störfum allra þeirra sem starfa við framleiðslu og vinnslu á mjólkurvörum eins og jógúrt ostum og slíku, kjöti kjötáleggi unnum kjötvörum eins og pylsum og bjúgum, umbúðum fyrir þessar vörur og fleiru. Framleiðsla á þessum vörum skilar ríkinu dýrmætum skatttekjum sem fara m.a. í rekstur skóla og heilsugæslu. Vinnandi fólk er rík auðlind því þau skapa samfélaginu önnur störf við ýmsa þjónustu við þau sjálf, eins og barngæslu og allt sem fylgir neyslu nútímamannesku.

Við endurreisn Íslands verðum við að hafa í huga og læra að meta allt það sem við eigum og höfum, og gera það besta úr því. Ísland er eitt ríkasta land veraldar af auðlindum náttúru, sjávar, orku og vatns. Við lentum í kreppunni þremur árum á undan Evrópu og erum komin í skjól með okkar ríkisfjármál, og horfum núna á Evrópu sökkva í kreppu sem er mikið erfiðara að leysa heldur en okkar var, af hverju í ósköpunum ættum við að stökkva úr "öskunni í eldinn" með aðild að ESB og upptöku Evru?

Guðrún Sæmundsdóttir, 1.10.2011 kl. 14:36

3 identicon

Sæll Axel,

og takk fyrir að blogga um mótmælin sem fóru þó 99 % vel fram að mínu mati, enda er alltaf eitthvað 1 % sem vill hasar, bara til þess að komast í fréttirnar, ekki satt !

En ég vil endilega koma á framfæri þakklæti til Guðrúnar hér að ofan að koma með þessa athugasemd um ESB aðildina sem sjálf Jóhanna Sigurðar er blind á, þrátt fyrir að móðurharðindi eigi sér stað í fjármálum Evrópu og stuðli að hnignandi velferðarkerfi og auknu atvinnuleysi í vestrænu samfélagi ! Samt er Jóhanna full bjartsýni á að stigfallandi fjármálaveldi ESB og aukin höft miðstýringarkerfisins verði okkar litlu verðmætu norður-atlantshafseyju til bjargar ! Þversagnir eru víða, en hvergi jafn miklar eins og í hennar munni !!

Brynja Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 16:52

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tek undir að innlegg Guðrúnar sé bæði stórgott og satt. Tóku fleiri en ég eftir því að í Kastljóssþættinum, þar sem Jóhanna sat undir svörum og var að ræða um efriðleikana í ESB, að þá sagði hún alltaf að þeir erfiðleikar væru bara tímabundnir og VIÐ myhndum komast út úr þeim fljótlega. Þetta voru ekki mismæli, því hún notaði orðið VIÐ margoft þegar hún ræddi um ESB, rétt eins og Ísland væri nú þegar orðinn afdalahreppur í þessu væntanlega stórríki.

Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2011 kl. 19:12

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

einmitt, ég tók eftir þessu hjá henni!

Guðrún Sæmundsdóttir, 1.10.2011 kl. 21:50

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Axel er það sem menn kalla "webtroll". Hann lýgur vísvitandi til að framkalla neikvæð viðbrögð.

Hinsvegar get ég sagt ykkur þær gleðifréttir að RÚV laug ekki alveg svo illa, þeir sögðu fólk hafa verið 2000 þegar mest var (ekki 1000) en Stöð 2 var nærri lagi með 5-6000.

Annars er óþarfi að þræta um hluti sem einfaldlega er hægt að telja. Ég tók t.d. videó á Flipcamið mitt og setti á YouTube - Channelið er "runirokk" - Við vorum reyndar ekki með úrvalssjónarhorn, en ef maður getur talið á sér fingur og tær, þá sér maður strax að þar eru fleiri en 1000 manns. Sem segir sjálfsagt sitt um Axel Jóhann Axelsson.

Rúnar Þór Þórarinsson, 1.10.2011 kl. 22:53

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það voru "allt að" 10.000. Ég er alveg tilbúinn að gúderra að það var hámarksfjöldi. En hvar sannleikurinn liggur, og hvort það voru 5000 eða 8000 er annað mál.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2011 kl. 05:26

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fullyrðing Rúnars hér að framan um að ég hafi farið með rangt mál þegar ég skrifaði að sjónvarpið segði að mómælendur væru um þúsund og að þessi "lygi" úr mér sýndi vel hvaða mann ég hefði að geyma, þá var þessi tala skrifuð beint upp eftir sjónvarpinu, þar sem færslan var skrifuð á meðan fylgst var með upphafi beinu útsendingarinnar frá Austurvelli og fjöldinn því fenginn beint frá fréttamanni sem sagði þetta um fjöldann og eftir honum er þetta haft.

Svona dylgjur frá Rúnari segja ekkert um mig, eða minn innri mann, en heilmikið um Rúnar Þór og það ekki fallegt.

Axel Jóhann Axelsson, 2.10.2011 kl. 10:08

9 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég var fremur seinn á ferðinni komandi úr Reykjanesbæ,og fyrsta lausa stæði sem ég fann var fyrir aftan tækniskóla og Hallgrímskirkju.

Svo ég ég gekk því rösklega niður Skólavörðustíg inná Laugarveg og Bankastræti,og það var stanslaus straumur fólks á móti mér.Þetta er um það leiti þegar þingmenn voru komin í hús alþingis.

Ég er ágætur með tölur sennilega mín sterka hlið í þeim gjöfum er ég hlaut.Og ég vil taka undir með Guðmundi hér að ofan lágmark 5000 manns þegar mest var.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 2.10.2011 kl. 10:10

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mér dettur ekki í hug að efast um að nokkur þúsund manns hafi verið að mótmæla, þegar mest var. Ég tók hins vegar töluna um fjöldann beint upp eftir fréttamanni sjónvarpsins, sem var í beinni útsendingu við upphaf mótmælanna. Það var tekið strax fram í upphaflegu færslunni hvaðan sú tala væri fengin, þannig að allir sem sæmilega læsir eru hefðu átt að geta skilið, a.m.k. ef þeir hefðu viljað skilja.

Hitt er annað mál, að forsprakkar mótmælanna reiknuðu með 15-20 þúsund þátttakendum, svo út frá þeim áætlunum hafa þessi mótmæli a.m.k. verið tiltölulega fámenn frá sjónarhóli skipuleggjendanna sjálfra.

Engin ástæða er til að gera lítið úr mótmælunum sem slíkum, þrátt fyrir það, enda hefur það ekki verið gert hérna. Einungis hefur verið lýst andstöðu og fyrirlitningu á skríl og ómennum, sem nýta sér slík mótmæli til óhæfuverka sinna, svo sem skemmdarverka og líkamsmeiðinga.

Axel Jóhann Axelsson, 2.10.2011 kl. 13:39

11 Smámynd: Benedikta E

Axel - Hvaða - Hvaða ? Þú hefur greinilega ekki verið á mótmælunum úr því þú talar um fámenn mótmæli. Ég var á mótmælunum í gær og líka á  stórumótmælunum eins og 4.október 2010 mótmælin eru gjarnan kölluð - Það var svipaður fjöldi á mótmælunum í gær jafnvel fleiri svo það mætti alveg tala um stóru mótmælin 1.október - Það gerir mótmælin ekkert fámennari þó fréttamiðlar Jóhönnu og Steingríms láti ljúga til um fjölda mótmælenda - Svo verða - mótmæli - annað kvöld þegar Jóhanna heldur "stefnuræðuna" þá verður fjöldi og fjör með tunnunum.

Benedikta E, 2.10.2011 kl. 18:02

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Benedikta, það hefur marg komið fram að ég var að fylgjast með beinni útsendingu í sjónvarpinu frá þingsetningunni og hafði þessa eittþúsund þátttakendafjölda beint frá fréttamanninum, sem var í þessari beinu útsendingu. Síðar sagði RÚV að þátttakendur hefðu verið um tvöþúsund og síðar heyrði ég haft eftir lögreglunni að þátttakendur hefðu verið á milli tvö og þrjúþúsund.

Aðstandendur mótmælanna segja svo að fjöldinn hafi verið á milli fimm og sexþúsund og í sjálfu sér er alveg sama hvaða tala er rétt, því áætlað hafði verið að a.m.k. fimmtán til tuttuguþúsund manns myndu mæta og á einhverri útvarpsstöðinni heyrði ég innhringjanda segjast reikna með a.m.k. fjörutíu til fimmtíuþúsund.

Miðað við væntingar voru mótmælin óneitanlega tiltölulega fámenn, en það skiptir hins vegar ekki öllu máli hve margir mættu, ef boðskapurinn komst til skila. Viðbrögð Jóhönnu og Steingríms benda hins vegar ekki til að svo hafi verið.

Axel Jóhann Axelsson, 2.10.2011 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband