Ríkisstjórnin gerir þjóðinni grískan grikk

Grísk stjórnvöld "hagræddu" ríkisbókhaldinu árum saman til þess að sýna á pappírunum að staða ríkissjóðs Grikklands stæði nógu vel til þess að uppfylla Maastikt-skylirðin fyrir upptöku evrunnar.

Þetta "skapandi" bókhald er nú að koma í bakið á Grikkjum af fullum þunga, reyndar svo að ekki aðeins rambar gríska ríkið á barmi gjaldþrots, heldur titrar öll Evrópa vegna þessa og framtíð evrunnar sem sameigilegs gjaldmiðils allrar Evrópu er fyrir bí.

Íslenska ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum að innlimun Íslands, sem útnárahrepps, í væntanlegt stórríki Evrópu og hefur af því tilefni tekið upp "skapandi" ríkisbókhald, þar sem raunverulegri skuldastöðu ríkissjóðs er "hagrætt" að hætti Grikkja til þess að blekkja ESB og ekki síður íslensku þjóðina, sem látin er halda að staða ríkissjóðs sé mun betri en hún raunverulega er.

Í þessu blekkingarskini er látið líta út fyrir að einhver annar en ríkið sjálft fjármagni ríkisframkvæmdir og síðan taki ríkissjóður fjárfestinguna á leigu til langs tíma og þannig er kostnaði og lántökum haldið utan ríkisreiknings að hætti Grikkja.  Jafnvel er svo langt gengið að ríkissjóður er látinn "lána" ríkisfyrirtæki fyrir framkvæmdinni (Vaðlaheiðargöng)  , eða ríkisfyrirtæki er látið "lána" ríkissjóði fyrir byggingaframkvæmdum (hjúkrunarheimilin)  Um þetta segir Sveuinn Arason, ríkisendurskoðandi, í samtali við BUV:  "Það má benda á það að ríkið eignfærir ekki varanlega rekstrarfjármuni í bókhaldi A-hluta ríkissjóðs og að því leyti til er verið að vísa þessum gjaldfærslum til framtíðarinnar."

Jóhanna og Steingrímur J. eru sannarlega að gera þjóðinni ljótan grikk. 


mbl.is Gagnrýnir fjármögnun framkvæmda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband