Siðareglur fyrir erlenda fjárfesta

Norski olíusjóðurinn sem er gífurlega stór og sterkur og með stærstu fjárfestum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefur sett sér siðareglur og fjárfestir ekki í hlutabréfum fyrirtækja, sem ekki uppfylla þau skilyrði sem í reglunum eru sett. Sjóðurinn fjárfestir ekki í fyrirtækjum sem framleiða vopn, stunda barnaþrælkun eða yfirleitt önnur vafasöm viðskipti.

Íslendingar gætu sett svipaðar siðareglur sem erlendir fjárfestar verða að standast, a.m.k. þeir sem koma frá löndum utan EES, en líklega er ekki hægt að takmarka aðgang fjárfesta þaðan vegna tvíhliða samningsbundinna réttinda.

Kvaðir sem fjárfestar utan EES yrðu að uppfylla gætu t.d. verið þær að lönd þeirra veiti Íslendingum sambærileg réttindi í sínum löndum, í heimalöndum þeirra sé lýðræðislegt stjórnarfar, barnaþrælkun sé ekki liðin í þeirra heimahögum, viðskipti viðkomandi fjárfestis séu gagnsæ og tengist ekki á nokkurn hátt vafasömum viðskiptaháttum o.s.frv.

Væru slíkar siðareglur í gildi hér á landi væri tilgangslaust fyrir kínverskan fjárfesti að sækja um að fá að kaupa hérna jarðir eða fjárfesta í atvinnulífinu yfirleitt.

Ekki væri verra að fjárfestar frá EESlöndum uppfylltu einnig slíkar reglur og best af öllu væri að þeir íslensku gerðu það líka.


mbl.is Óeðlilegt að geta keypt stórar jarðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Einarsson

Þetta gæti reynst frekar snúið Axel,þar sem flest fjármálafyrirtæki og einnig margir Íslenskir "athafnamenn

"eru dæmdir fyrir misferli.Ekki er Íslenskur skattpíndur almenningur líklegur til stórra fjárfestinga.

Þórður Einarsson, 4.9.2011 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband