Jóhanna afhjúpuð?

"Norræna velferðarstjórnin" undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur barðist af hörku gegn hvers konar aðgerðum til aðstoðar heimila í skuldakreppu og gjaldþrotahættu og gaf m.a. í skin að AGS væri algerlega andsnúinn öllum slikum hjálparaðgerðum.

Nú kemur hins vegar Guðmundur Andri Skúlason, formaður Samtaka lánþega, fram með þær upplýsingar að í raun hafi það verið Jóhanna sjáolf, sem andvígust var öllum aðgerðum í þá veru vegna ótta um að alíkt myndi setja Íbúðalánasjóð á hausinn.

Eftir Guðmundi Andra er þetta haft m.a:  "En á fundi sem ég átti, svo dæmi sé tekið, á sínum tíma með Hermanni Björnssyni, framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Kaupþings, og Regin Mogensen, framkvæmdastjóra lögfræðisviðs bankans, um það bil ári eftir hrun, kom fram að bankarnir vildu þá strax leiðrétta lánasöfn sín. Sú leiðrétting væri í raun grunnforsenda fyrir áreiðanlegu mati á eignasafni bankanna. Aftur á móti vildi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ekki fara í þá framkvæmd. Ástæðan var að með leiðréttingu færi Íbúðalánasjóður yfir um. Það er því spurning hvort AGS er hér hafður fyrir rangri sök. Ég hef auðvitað ekki hugmynd um það."

Þetta eru að mörgu leyti stórmerkilegar upplýsingar, en jafnframt er óskiljanlegt hvers vegna Guðmundur Andri hefur legið á þessari vitneskju sinni í meira en eitt og hálft ár án þess að skýra frá þeim opinberlega.  Allan þennan tíma hefur verið gríðarlega mikil umræða í þjóðfélaginu um þessi mál og skýringar ráðherranna verið afar misvísandi.

Guðmundur Andri verður að skýra betur þessa upplýsingaleynd í þessi tæpu tvö ár. 

 


mbl.is Jóhanna vildi ekki afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel,

Þetta er góð ábending hjá þér og skiljanleg. Sannleikurinn er aftur á móti sá að ég setti þetta fram um leið og fundi lauk, sbr. http://lanthegar.is/?p=322

Fjölmiðlar sýndu þessu hins vegar ekki áhuga þó ég hafi bent þeim á þetta oftar en einu sinni og örugglega oftar en tvisvar.

Eg held líka, svo allrar sanngirni sé gætt, að þessar upplýsingar hafi komið fram áður þó ég muni ekki í augnablikinu hvaðan þær komu. En fullyrt hefur verið að Jóhanna hafi bannað fulltrúum bankanna að senda sér skýrslu þar sem fram kom að bankarnir vildu skuldaleiðréttingu.

Ég held því að hér hafi ekki verið um upplýsingaleynd að ræða, heldur var um að kenna áhugaleysi fjölmiðla.

Kveðja,

Guðmundur Andri

Guðmundur Andri Skúlason (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 23:16

2 identicon

Sé þetta rétt þá er Jóhanna hægra megin við Bandaríkjamenn, sem sáu sitt óvænna þegar stefndi í fjöldagjaldþrot heimila, og afskrifuðu frekar skuldir í stórum stíl. Það þótti þeim "common sense"!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 23:41

3 identicon

""Norræna velferðarstjórnin" undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur barðist af hörku gegn hvers konar aðgerðum til aðstoðar heimila í skuldakreppu og gjaldþrotahættu og gaf m.a. í skin að AGS væri algerlega andsnúinn öllum slikum hjálparaðgerðum.

Nú kemur hins vegar Guðmundur Andri Skúlason, formaður Samtaka lánþega, fram með þær upplýsingar að í raun hafi það verið Jóhanna sjáolf, sem andvígust var öllum aðgerðum í þá veru vegna ótta um að alíkt myndi setja Íbúðalánasjóð á hausinn."

 Furðuleg klifun.

Sú hugmynd að hægt sé að skera niður með pennastriki "skuldir heimilanna" er í besta falli barnaleg.

Nema þú getir komið fram með réttláta aðferð til að gera það.

Lát heyra...

Jóhann (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 00:17

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ef skuldir verða ekki jafnaðar til þess að lán verði borgunarhæf enn ekki stökkbreytt eins og nú er þá verður hér stríð á landi voru því fólk lætur ekki taka sig endalaust í þurt --------- það er of sárt til þess!

Sigurður Haraldsson, 31.8.2011 kl. 00:24

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afskriftasvigrúmið til að leiðrétta verðtryggðu lánin hefur verið til staðar í bankakerfinu frá því að nýju bankarnir voru endurreistir. Það eina sem vantar er að það gangi áfram til lántakenda. Og það besta við það er það þarf ekki að kosta krónu. Allavega miklu minna en Steingrímur vildi ábyrgjast fyrir Landsbankann. Ég er ekki að fullyrða þetta út í loftið, heldur hefur verið reiknað út að kostnaðurinn væri á bilinu 0-30 milljarðar króna, sem þýðir einfaldlega að þetta væri frábær fjárfesting fyrir ríkissjóð!
 

Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2011 kl. 03:11

6 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Afskriftirnar sem ætlunin var að fara í við flutning eigna yfir í nýju bankana hefðu verið um 40 - 45% af verðtryggðum lánum og 60% af erlendum sbr. Ólaf Arnarsson hagfræðing. Ef Jóhanna og co hefðu látið verða af því að fjármagna bankakerfið og sleppt því að ætla því að fjármagna sig sjálft með innheimtu umfram þessa tölu fyrir fjármagnseigendur erlendu bankanna. Í ofanálag virðast þau hafa gleymt því að innheimtur umfram þessi metnu eignasöfn yrði að umbreyta í gjaldeyri sem ekki er til og þannig flytja eignir miðstéttarinnar úr landi á því formi. Svei þeim að sleppa svona góðu tækifæri til hraðrar endurreisnar hagkerfisins og minnka hörmungar samfélagsins.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 31.8.2011 kl. 09:15

7 Smámynd: Dexter Morgan

það styttist óðum í það að fólk, venjulegt fólk, eins og ég tekur um það ákvörðun hvenær hætta eigi að greiða af lánum. Ég get ákveðið núna að hætta við að greiða u.þ.b. 60 milljónir fyrir húsnæði sem ég keypti á 20 milljónir. Enda myndi mér ekki endast ævin til að greiða þetta, nema ég yrði svona 120 ára gamall.

Nú er þetta bara spurninginn um að lifa með reisn og "eyða" öllum þessum milljónum í sjálfan sig og sína, segja sig á bæinn og fá afhent húsnæði, enda ekki langt í það að réttur minn til atvinnuleysisbóta rennur út.

Þetta er íslenski veruleikinn í dag.

Dexter Morgan, 31.8.2011 kl. 11:28

8 identicon

Við komust ekki langt með því að henda meiri skít í Jóhönnu, hún verður dæmd af verkum sínum og stórlygarinn Steingrímur líka. Málið er einfallt með afskriftir eigna bankanna: Í sjónvarpsviðtali við fulltrúa AGS í líkl. nóvember 2009 sagði hann að nýju bankarnir hefðu fengið kröfur að verðmæti um 1700 milljarða króna frá gömlu bönkunum fyrir aðeins um 1000 milljarða. Mismunurinn væri það sem þeir gætu afskrifað. Aðeins einn fréttamaður fattaði þetta, en þessari tölu hafði verið haldið algjörlega leyndri fyrir fólkinu í landinu af ríkisstjórninni þrátt fyrir þið munið loforðin um opna stjórnsýslu. Fréttamaðurinn spurði Steingrím út í þetta og hann átti í mesta basli með svarið en stundi því svo upp að þau hefðu ætlað að nota þetta í að leysa skuldavanda þeirra verst settu ! Viðtalið þar með búið. Framsóknarflokkurinn barðist fyrir 20% niðurfellingu af þessum 1700 milljörðum eða um 340 milljarða. Það mátti ekki af því að Framsókn datt þetta í hug svo þetta er orðin dýrkeypt hugdetta hjá Framsókn. Hefði sá flokkur þagað þá hefði Jóhönnu örugglega dottið þetta í hug sjálfri og málið runnið í gegn, öllum til mikillar ánægju og öllu viðskiptalífinu til styrktar.

Þá var íbúðarlánasjóður eftir, ekki veit ég hvað hann hefði þurft mikið af þessum 360 milljörðum sem eftir voru í sjóðnum (1700-1000-340=360) en miðað við hegðun Steingríms sem hendir milljörðum út úr ríkissjóði án þess að spyrja Alþingi, þá hefði verið auðvelt að bjarga þeim sjóði, hugarfóstri Jóhönnu (hún virðist halda að sá sjóður sé ómálga barn hennar, hún sé móðir hans og eini verndari). Hvað segir ekki konan fyrir Vestan sem er formaður sjávarútvegsnefndar um bankana: Asnarnir ykkar, takið til í garðinum ykkar og takið á ykkur tapið af útlánavitleysu ykkar. Hún minntist hins vegar ekki einu orði á ÍLS, af hverju? Svari hver fyrir sig, en auðvitað fékk hann í hendur lög, samin og samþykkt fyrir þrýsting frá Jóhönnu um að hann mætti og ætti að lána eignarlausum upp í topp!  Á venjulegu máli heitir það heimska. Nú sitjum við uppi með slæmar ákvarðanir J & S og verðum helmingi lengur í súpunni en nokkurn óraði fyrir og með margfalt fleiri gjaldþrot heimilana en hefði þurft að vera.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 21:32

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nákvæmlega þetta Örn!

Sigurður Haraldsson, 31.8.2011 kl. 22:09

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessi fullyrðing Guðmundar Andra stens ekki og er því haugalygi. Ári eftir hrun var ekki enn búið að endrureisa bankana og því voru lánasöfnin enn í eigu þrotabúa gömlu bankanna. Þar með höfðu hvorkki nýju bankarnir né stjórnvöld nokkuð um það að segja hvort þau væru lækkuð eða ekki. Það voru kröfuhafarnir í þrotabú gömlu bankanna sem réðu því. Á þessum tíma stóðu yfir samningaviðræður við kröfuhafana um verð þessara lánasafna. Hafa verður í huga að meðan á því ferli stóð áttu kröfuhafarnir alltaf þann kost að selja einfaldlega ekki lánsföfnin heldur innheimta þau sjáflir. Ekki er ég viss um að það hefði orðið lántökum til hagsbóta. Það þurfti því að ná lendingu um verð sem fengi kröfuhafana til að telja það jafn góðan eða betri kost að selja heldur en að innheimta lánin sjáflir.

Það voru kröfuafarnir sem harðneituðu að gefa nokkuð eftir af innheimtanlegum lánum og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar kom í veg fyrir að hægt væri að þvinga þá til þess. Það fengust því engar afskriftir af lánasöfnunum þegar þau voru seld yfir til nýju bankanna sem dekkað gætu flata niðurfellingu heldur aðeins það sem þurfti til að dekka tapaðar kröfur. Því er það rangt sem Guðmundru Ásgeirsson segir hér og Hagsmunasamtök heimilanna, Framfsóknarflokkurinn og fleiri hafa sagt að það hefði verið hægt að lækka lánin almennt án þess að reikningrinn heðfi lent á skattgreiðendum. Nýju bankarnir fengu einfaldlega ekki afslátt sem gaf tækifæri á þessu og því hefði það lent á nýju bönkunum en ekki kröfuhöfum í þrotabú gömlu bankanna að greiða kostnaðinn af þeim lækkunm eða leiðréttingum eins og sumir vilja kalla það. Þar með hefði ríkissjóður þurft að láta nýju bönkunum í té fé til að dekka þessa afslætti til viðbótar við það sem þurfti að leggja þeim til svo þeir næður 16% lágmarks eigin fé. Svo hefði ríkissjóður líka þurft að dekka þetta tap hjá Íbúðalánsjóði.

Það er því einföld staðreynd að það var aldrei möguleiki að framkvæma almemna lækkn lána á kostnað kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna heldur hefði kostnaðurinn alltaf lennt á skattgreiðendum. Valið hefur því alltaf staðið milli þess að lántakar greiði sjálfir lán sín að fullu með verðbótum eða að skattgreiðendur greiði hluta þeirra fyrir þá. Aðrir kostir hafa aldrei verið í boði nema þá hugsanlega að lífeyrisþegar tækju hluta kostnaðarins á sig í formi lækkaðra greiðslna frá lífeyrissjóðum sínum ef lífeyrissjóðirnir hefðu þurft að taka hlua skellsins á sig.

Örn Jónsson. Jóhanna Sigurðardóttir þarf ekki að óttast neitt um það að verða dæmd af verkum sínum ef sá dómur byggist á sannleikanum og verður sanngjarn. Þeir sem halda að Jóhanna hafi staðið með fjármagnseigendum gegn heimilunum í landinu hafa ekki fyglst vel með Jóhönnu í gegnum tíðina. Ef eihvern tíman í þessu ferli öllu hefði verið smuga að létta á heimilum landsins á kostnað kröfhafa í þrotabú gömlu bankanna þá hefði Jóhanna aldrei staðið gegn því.

Sigurður M Grétarsson, 1.9.2011 kl. 09:13

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Dexter Morgan. Hefur þú reiknað út hversu mikið þú þurfir að greiða í leigu fyrir íbúð í 40 ár sem er 20 milljón kr. virði í dag miðað við sömu verðbólguforsendur og þú gefur þér í dæminu þar sem greiddar eru 60 milljónri af 20 milljóna kr. láni? Hefur þú reiknað út hversu mikils virði íbúð sem er 20 milljóna kr. virði í dag verður eftir 40 ár miðað við þær verðbólguforsendur sem þú gefur þér.

Menn verða að reikna dæmin út frá eðlilegum forsendum og með samanburði við annað vilji menn fá vitræna niðursöðu.

Sigurður M Grétarsson, 1.9.2011 kl. 09:22

12 identicon

Sigurður M. hefur rétt fyrir sér.

Ef verðtrygging verður afnumin koma á staðinn breytilegir vextir sem verða bara hækkaðir eftir þörfum í takt við verðbólgu vegna þess að það er ekki hægt að reka bankakerfi nema gefa innlánseigendum jákvæða raunávöxtun.

Þorgeir ragnarsson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband