Margur verður af aurum api

Alltaf er hægt að kætast þegar fréttir berast af fólki, sem auðgast hefur af dugnaði sínum, útsjónarsemi og viðskiptaviti.

Jafn dapurlegt er að lesa fréttir af fólki, sem berst mikið á og notar aðallega til þess annarra manna fé og lánsfé sem jafnvel er aldrei endurgreitt.

Ekki skal lagður dómur á í hvorn flokkinn Björgólfur Thor fellur, en a.m.k. er vitað að hann þurfti að gera nauðasamninga, eða ígildi þeirra, við alla sína lánadrottna eftir bankahrun og sagðist þá ætla að borga "allar sínar skuldir", en ekki er víst að það eigi við um öll þau fyrirtæki sem hann "átti" fyrir hrun, a.m.k. ekki Landsbankann gamla.

Þegar vafi leikur á "ríkidæminu" ættu menn að hafa vit á að slá ekki of mikið um sig og spila sig stærri og meiri en tilefni er til.


mbl.is Björgólfur Thor enn umsvifamikill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Ekki skal lagður dómur á í hvorn flokkinn Björgólfur Thor fellur"? Þorirðu ekki að kasta fram sannleikanum?

Þóra Valsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 13:32

2 identicon

Hverjum er ekki sama um þennan kall? Hvað hefur hann gert sem þúsundir hafa ekki gert? Hvað skilur hann svo sem eftir sig þegar hann deyr? Þetta er venjulegur maður, sem átti bara aðeins meiri peninga en venjulegur maður. Þetta er enginn snillingur, og enginn sem skiptir máli í mannkynssögunni, og hann er hérna jafn ofurstutt og allir venjulegir menn. Ef hann langar að gera eitthvað sem skiptir í alvörunni máli, þá hefur hann jafn örlítinn og nauman tíma til þess og allir aðrir, og ætti að fara að drífa sig...

T (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 14:01

3 identicon

Það sem mér finnst áhugavert er tímasetning þessarar "fréttar". Það er ekki eins og þetta hafi uppgvötast í dag.

En það er ákveðin tíðni á milli þessarar fréttategundar og þegar stefnir í almenna umræðu um mál eins og kvóta, eða stjórnlagaþing eða fjármál heimilanna, útreikninga fjármálastofna og stuðning við fjármálafyrirtæki.

Hvort fjölmiðlar eru "meðvirkir" eða átta sig ekki á þessu er þeirra að meta.

Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 14:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hlynur, heldur þú virkilega að Guardian sé svo "meðvirkt" að það sé að fjalla um Björgólf Thor akkúrat núna út af einhverri umræðu um kvótamál eða stjórnlagaráð á Íslandi?

Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2011 kl. 18:18

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Feðgarnir eru einu verstu föðurlandssvikarar sem uppi hafa verið báðir stór þjófar og skulda okkur gríðarlegar upphæðir eftir sukk rán og svínarí síðustu áratugi!

Sigurður Haraldsson, 27.8.2011 kl. 19:10

6 Smámynd: Sandy

Ég er sammála þér Sigurður þeir skulda þjóðinni stórfé, en finnst engum neitt athugavert að verið sé að aggnúast út í Björgólf Thor á meðan eignarhald stöðvar 2 ásamt öðrum fyrirtækjum eru enn í eigu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar? Þarf ekki að fara að athuga heillyndi þessarar ríkisstjórnar þar sem Steingrímur skattaskelfir gefur þeim sem þurfa að semja um opinber gjöld varla nokkurt svigrúm og hefur gert fólk gjaldþrota fyrir 900 þús krónur.

Sandy, 28.8.2011 kl. 08:46

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sandy her starfar mafía það er á hreinu!

Sigurður Haraldsson, 28.8.2011 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband