Sextíuþúsund vínflöskur?

Slitastjórn Kaupþings stendur í stórræðum um þessar mundir vegna tilrauna sinna til að hnekkja niðurfellingu persónulegra ábyrgða stjórnenda og ýmissa starfsmanna bankans á lánum sem þeir tóku hjá bankanum til þess að kaupa hlutabréf í bankanum sjálfum.   Í þessum málarekstri hefur slitastjórnin fengið samþykktar kyrrsetningar á einbýlishúsum og öðrum fasteignum í eigu þessara manna.

Sérstaka athygli vekur kyrrsetning á iðnaðarhúsnæði á Smiðshöfða vegna þess sem álitið að sé geymt þar innandyra, en í fréttinni segir m.a um þessa kyrrsetningu á húsnæðinu, sem er í eigu Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Steingríms P. Kárasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra áhættustýringar bankans:   "Alls hljóðar kyrrsetningarbeiðnin upp á 154,8 milljónir. Heimildir Fréttatímans herma að í húsnæðinu sé að finna áfengi sem er metið á 200-300 milljónir króna."

Sé þetta rétt, sem verður nú eiginlega að teljast með ólíkindum, þá er þetta vínlager, sem hver risastór vínbúð gæti verið stolt af.  Jafnvel þó rándýr eðalvín leyndust þarna inni á milli hlýtur þarna að vera um ótrúlegan fjölda af flöskum að ræða.  Ef reiknað er með að meðalverð á hverri flösku sé fimmþúsund krónur, þá samanstendur þessi lager af 50-60 þúsund flöskum og er vandséð hvað einstaklingar hafa ætlað sér að gera með slíkan vínflöskufjölda.

Það hefði verið hægt að bjóða allri þjóðinni í góða veislu og samt hefði líklega orðið afgangur af veisluföngunum. 


mbl.is Fréttatíminn: Vínbirgðir kyrrsettar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flöskur af dýru víni eru fjárfesting hjá sumum, ég man eftir 300.000 króna koníakflöskum í Fríhöfninni í kringum 2003 og það voru bara "almúgasortir", flottu vínin fara ekki í neinar sjoppur!

Það eru til vín þar sem flöskurnar hlaupa á milljónum og eflaust eru einhverjar svoleiðis þarna innandyra ef satt er.

Karl J. (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 03:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hafi þessir menn haft rænu á að fjárfesta í rándýrum og sjaldgæfum eðalvínum, þar sem hver flaska kostar jafnvel milljónir, þá hefur þetta líklega verið einhver gáfulegasta fjárfesting, sem þessir snilligar hafa lagt peninga í á öllum sínum ferli.

Ekki stendur a.m.k. mikið eftir af öðrum "fjárfestingum" þeirra, þ.e. annarra en þá persónulegra fjárfestinga þeirra.

Axel Jóhann Axelsson, 29.7.2011 kl. 10:52

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Það spurning hvort maður sæki ekki um vinnu við að "gæta" þessa vínlagers ? :)

Jón Óskarsson, 29.7.2011 kl. 11:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það myndi væntanlega ekki sjást á mikið vínrekkunum, þó opnuð væri ein og ein flaska á næturvöktunum.

Axel Jóhann Axelsson, 29.7.2011 kl. 11:40

5 Smámynd: Jón Óskarsson

Segðu :)

Jón Óskarsson, 29.7.2011 kl. 11:45

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skál fyrir því.

Axel Jóhann Axelsson, 29.7.2011 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband