Sjónvarpsskjár og heilaskaði

Kona nokkur í Bandaríkjunum hefur stefnt Icelander fyrir dómstóla og krafist skaðabóta vegna höfuðáverka og heilaskaða, sem hún segist hafa orðið fyrir við það að reka höfuðið í sjónvarpsskjá fyrir ofan sæti sitt í flugvél félagsins á leið frá Bandaríkjunum til Íslands árið 2006.

Alþekkt er að fólki í Bandaríkjunum getur dottið í hug að stefna fólki og fyrirtækjum, alveg sérstaklega fyrirtækjum, og krefjast skaðabóta vegna ólíklegustu hluta, t.d. vegna beins í fiski, hamborgarar Mcdonald's séu fitandi, að ekki sé tekið fram í leiðbeiningum örbylgjuofna að þá megi ekki nota til að þurrka blauta ketti, o.s.frv., o.s.frv.

Í þessu umrædda tilfelli hefur blessuð konan þurft að skella höfðinu ótrúlega kröftuglega í sjóvarpsskjáinn til þess að hljóta af því varanlegan heilaskaða og alveg sérstaklega væri málið allt mikil og góð auglýsing fyrir framleiðanda skjásins, ef hann hefur sloppið óskemmdur frá þessum hildarleik.

Eitt, sem bendir til þess að konan sé ekki alvarlega heilasköddur, er að hún skuli yfirleitt hafa hugmyndaflug og hugsun til að stefna félaginu fyrir dómstóla vegna þessa atviks.


mbl.is Rakst í sjónvarpsskjá og stefnir Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ha ha ha nákvæmlega!

Kaninn er ansi trigger-happy þegar kemur að skaðabótamálum.

Bjarni (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 11:52

2 identicon

Hversu fast þarftu að reka höfuðið í til að verða fyrir heilaskaða og minnistapi? Þetta hljómar eins sjónvarpsskjárinn hafi vaðið í hana á 50 km/klst...

Gunnar (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 13:55

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einmitt, ef höggið var slíkt að konan hlaut heilaskaða, þá hlýtur sjónvarpstækið að hafa gjöreyðilagst.

Er Icelandair búið að gagnstefna henni fyrir að valda skemmdum á afþreyingarbúnaði flugvélarinnar?

Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2011 kl. 14:10

4 identicon

Þegar ég stundaði nám í hótel- og veitingastjórnun þá var ein önn í bandarískri lögfræði sem við kom hótel- og veitingarekstri.

Það var margt áhugavert sem kom fram þar.  Margt mjög fyndið.

Ég held að SH hafi einusinni verið kært vegna þess að kona nokkur missti bragðskynið eftir að hafa borðað fisk.

Auðvitað er þetta ekki allt svona fyndið, en sumt er virkilega fyndið.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 19:01

5 identicon

Þetta er góður punktur hjá þér Axel. Raunar tengist málarekstur fjölda lögmanna og raunar er hvergi fleirri lögfræðingar en í Bandaríkjunum, þar eru víst skráðir um 265 einstaklingar á hvern lögfræðing. Raunar er þetta ákveðinn kúltur hjá engilsaxnesku löndunum. Enda eru meira en 3 svar sinnum fleirri lögmenn í Bretlandi en í Frakkland.

Hitt er áhættan að fara í mál og kostnaður við málsókn. Ef áhættan er nánast engin er náttúrlega mikill ágangur í þetta en ef viðkomandi er dæmdur til að greiða málskostnað og einning varnarkostnað saksótta þá dregur það stórlega úr þessu. Í mörgum fylkjum Bandaríkjanna er lítil sem engin áhætta fyrir sækjanda að fara í mál enda eru lögmenn margir á prósentum. Kallast sú stétt einnig "ambulance chasers" en það er stétt lögmanna sem sérhæfa sig í að elta sjúkrabíla til að ná í málsóknum. Þeim sem olli slysinu, á þá sem komu á slysstað á sjúkraflutningamennina á sjúkrahúsið og læknanna sem tóku á móti þeim. Ákveðnar stéttir eru sérstaklega fyrir barðinu á þeim einkum fæðingarlæknar og sums staðar sérstaklega í suðurríkjum Bandaríkjanna er ástandið þanning að það finnast vart læknar sem taka á móti áhættufæðingum.

Country Lawyers Population People/Lawyer

US: Lawyers: 1,143,358 Pop: 303MM P/L:265

New Zealand: Lawyers: 10,523 Pop: 4MM P/L 391

UK Lawyers:151,043 Pop: 61MM P/L401

Germany Lawyers:138,679 Pop: 82MM P/L: 593

France Lawyers:45,686 Pop: 64MM P/L: 1,403

Raunar er "abulance chasing" vaxandi bransi á Íslandi enda er ungað út lögfræðingum úr fjórum svokölluðu Háskólum og lagahyggja er Íslendingum í blóð borin enda voru stærstu lögfræðistofurnar í nánum tengslum við fjárglæframenn. Raunar er búið að gera húsleit þrisvar sinnum á einni lögfræðiskrifstofunni í Reykjavík af lögregluyfirvöldum. Væntanlega verður það ekkert eftirsóknarvert fyrir lækna framtíðarinnar á Íslandi eða aðra greina samfélagsins enda eru þetta í raun "afætur" og eykur kosnað og flækir mál og þessi kostnaður lendir á neytendum á einn eða annan veg.

Siðað fólk leysir sín mál með samkomulagi en ekki í dómssal.

Samkvæmt nýjast tímariti Lögmannablaðsins er vísað í það að nú séu 892 félagsmenn í félagi lögmanna og þeim fjölgaði um 8% frá árinu áður eða um 66.

Það eru fleirri lögfræðingar en það en virkir félagsmenn eru þeir sem eru í málarekstri.

Ef við reiknum þetta inn íslenska stærðir eru núna 360 íbúar á hvern lögmann á Íslandi en gríðarlega hröð fjölgun og til þess að gera lár meðaldur gerir það að verkum að ef lögmönnum fjölgaði um 300 þá er heildarfjöldi lögmanna 1200 þá erum við komin með Bandarískt ástand. Miðað við áframhaldandi fjölgun þar sem þetta er útskrifað úr 4 háskólum og 66 á ári þýðir að innan 5 ára erum við með fleirri lögmenn á Íslandi en nokkurs staðar annars staðar í heimi.

Gunnr (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 21:21

6 identicon

Ástandið er orðið svo slæmt að læknar í Ameríku veigra sér við að gefa sig fram þegar um það er beðið á almannafæri vegna hættu á málsókn ef eitthvað klikkar.

Karl J. (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband