Skepnuskapurinn fyrir luktum dyrum

Dómþing í Osló vegna gæsluvarðhaldskröfu yfir mannskepnunni Anders Behring Breivik verður haldið fyrir luktum dyrum, bæði af öryggisástæðum og til þess að koma í veg fyrir að ómennið gæti hugsanlega komið duldum skilaboðum til samverkamanna, hafi þeir einhverjir verið.

Ætla verður að öll réttarhöldin yfir þessum sprengjuvargi og fjöldamorðingja verði lokuð, enda ærin ástæða til þess að koma í veg fyrir að réttarhöldin verði til þess að haturs- og geðveikisáróður þessa manns, ef mann skyldi kalla, verði í aðalhlutverki í fjölmiðlum við umfjöllun þeirra um réttarhöldin.

Alls ekki má gera svokölluðum "pólitískum boðskap" þessa viðundurs hátt undir höfði, því einhversstaðar í veöldinni leynist brjálæðingur af hans tegund og mun sennilega sækja fyrirmynd í voðaverk hans. Breivik virðist hafa sótt sér fyrirmyndir í sprengivargnum frá Oklahoma og Unabomber og líklega mun enn einn vitleysingurinn svo sækja sér innblástur frá Breivik til réttlætingar á einhverju hryllingsverkinu í framtíðinni.

Þessi hörmungaratburður sýnir svart á hvítu, að hvergi í heiminum getur fólk verið óhult fyrir svona ótrúlega andlega brengluðum brjálæðingum.


mbl.is Réttað fyrir luktum dyrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel. Við erum öll grimmar mannskepnur sem þarf að temja á mannúðlegan hátt, ef við eigum ekki að eyðileggja hvert annað, með aðstoð tortímandi og mannskepnustýrðu og þröngsýnu svika-heimskerfi.

Þessi fjöldamorðingi á það sameiginlegt með okkur hinum mannskepnunum, að tilheyra grimmustu skepnu jarðarinnar. Gleymum ekki þeirri staðreynd! 

Einhverjir öfgatrúarhópar valdamafíu heimsins, töldu þessum heilaþvegna og fársjúkamanni trú um að þetta væri rétta leiðin að réttlæti! Allar góðar vættir hjálpi þeim sem  nota vald sitt og vit í heiminum, til að hafa svona tortímandi áhrif á ístæðulaust og sjúkt fólk. 

Hverjir töldu þessum manni trú um að þetta væri rétt, og hvers vegna?

Því hefur ekki verið svarað, en verður að kryfja til mergjar og svara!

Það eru margir sem hafa geðbilast af þessu grimmdar-mannskepnustýrða heimskerfi, og eðlilega.

Geðveiki er viðurkennd sem sjúkdómur, og ástæður fyrir geðveiki eru þekktar, svo sem ofurálag, þrýstingur, áróður hættulegra afla og svo mætti lengi telja. Þó er ekki farið í kjarna málsins núna, heldur afleiðingar geðveikinnar? Hvers vegna er raunverulegt ábyrgðarkerfi ekki gert ábyrgt? 

Þessi maður er mjög alvarlega geðveikur, og þannig fólk er óhæft til að bera ábyrgð á sínum gjörðum. Heimskerfið mafíustýrða er ábyrgt!!!

Við getum tekið flesta hringborðs-meðlimi heimsmafíunnar (sjá: Falið Vald, bók Jóhannesar Björns og síðuna hans: vald.org), og sett þá í fangelsi fyrir þessi voðaverk, því þeir stjórna á geðveikislegan og skipulagðan hátt, öllum ofbeldis og hryðjuverkum í gegnum heimskerfið miðstýrða, sem eiga sér stað í heiminum, með stjórnun á þjóðarkerfunum. En þessir höfuðpaurar hringborðanna hafa því miður sloppið hingað til?

Nú er einfaldlega komið að réttlátu uppgjöri í þessum kolbrenglaða og mafíustýrða heimi. Hættum að blekkja okkur sjálf og aðra í þessum heimi, og tölum um staðreyndir, án þess að hræðast hótanir. Ég tek undir með Jens Stoltenberg, að óttinn skal ekki hræða nokkra sálu frá því að vera trú sinni mannúðlegu, lýðræðislegu og réttlátu sannfæringu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.7.2011 kl. 13:05

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

"... einhversstaðar í veöldinni leynist brjálæðingur af hans tegund og mun sennilega sækja fyrirmynd í voðaverk hans." Er ekki bara slíkur einstaklingur kominn fram hér á landi? Er ekki ungi maðurinn í Grindavík dæmi um slíkt? Hver með fullu viti ræðst á fyrrverandi kennara sinn með líflátshótunum og lýsir yfir stuðningi við verknaðinn í Noregi. Ég held að það sé fullkomin ástæða til að hafa þennan unga mann undir eftirliti það sem hann á eftir.

Magnús Óskar Ingvarsson, 26.7.2011 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband