Selja bílana, segir Steingrímur J.

Steingrímur J. sagði í Kastljósi í kvöld að ekki stæði til að lækka skatta og gjöld hins opinbera á eldsneyti, enda ætti það að vera dýrt og ef eitthvað yrði gert á annað borð, þá yrði skattabrjálæðinu beitt af enn meiri krafti en hingað til.

Þegar Steingrími var bent á að "venjulegir" Íslendingar hefðu ekki lengur efni á að ferðast um landið á bílum sínum, sagði hann að nú ættu allir að selja bílana sína og kaupa sér sparneytnari ökutæki. Það sagði hann að væri öllum í hag, bæði bíleigandanum sjálfum og andrúmsloftinu, enda menguðu slíkir bílar minna en eldsneytishákarnir sem þeir "venjulegu" keyra um á núna.

Steingrímur J. þyrfti þó að svara þessari einföldu spurningu: Hver á að kaupa gömlu bílana, þegar ALLIR skipta yfir í þá sparneytnu?


mbl.is 70% dýrara að keyra hringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gleymist líka einnig í umræðunni að nýir bílar, sem í öllu falli og tæknilega séð ættu að vera sparneytnari + þessir nýju tvinn-bílar og rafmangsbílar eru mun dýrari núna lika heldur en var svo það er ekkert heiglum hennt að bara selja bílinn sem maður á núna og bara fá sér nýjann. Plús það að ávinningurinn af sparneytninni er tæpur því þú ert ekkert að spara það mikið þó að þú skiptir yfir í nýjan bíl. Besta ráðið í stöðunni eins og staðan er í dag er að fara vel með bílinn sem maður á, fara reglulega með hann í smurningu og því um líkt.

Þórarinn (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 02:21

2 identicon

Það er aldrei gert ráð fyrir því að einhverjir þurfi að taka við "draslinu" sem enginn Íslendingur kærir sig um í dag ! Áður fyrr var það að enginn Íslendingur kærði sig um að vinna þjónustustörf eða við skúringar, en í dag vill ríkisstjórnin að fátækir Íslendingar selji bílana sína og allt verðmætt til að halda líftórunni... til hverra.... allavega ekki til þeirra sem hafa meiri pening á milli handanna, svo er víst ! 

En vegna EES þá megum við þakka að við þurfum ekki að örvænta, bílunum okkar er stoliið eða mestan partinn úr þeim á augabragði, svo við þurfum ekki að setja þá á sölu eða að hvað þá að læsa þeim. Hinir útsmognu þjófar eru einungis nokkrar mínútur ef ekki sekúndur að ræna þá, og það undir eftirliti félaga sinna !

Brynja D (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 02:24

3 identicon

það hlítur að vera kominn tími á þessa óstjórn einhver á eftir að sleppa sér ég þorði ekki að fara á 200 ára afmælið.

gisli (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 09:09

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver á að kaupa gömlu bílana, þegar ALLIR skipta yfir í þá sparneytnu?

Þetta er góður punktur. Í gær var tilkynnt að um næstu áramót myndi fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækka um 9% að jafnaði.

Þeirri spurningu er hinsvegar ósvarað hvort einhverjir kaupendur eru að þessum eignum á hærra verði, þegar flestir glíma við greiðsluvanda, eða hvort þetta er froða.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2011 kl. 14:22

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Í þessu samhengi langar mig að benda á eitt blogg: http://rlingr.blog.is/blog/rlingr/entry/1175770/

Takið eftir sparneytnu bílunum sem Steingrímur hefur ekið á. Ég ætlaði ekki einu sinni að minnast á Eyjafjallagosið þegar hann álpaðist inná hættusvæði og sjálf Landhelgisgæslan þurfti að sækja hann á sparneytnu björgunarþyrlum sínum. Hæst glymur í tómum tunnum!

Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2011 kl. 20:10

6 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Steingrímur er hálfviti. Það þótti ekki gott að hafa dýralækni sem fjármálaráðherra hér fyrir nokkrum árum. En jarðfræðing? Oj bara.

Magnús Óskar Ingvarsson, 25.6.2011 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband