Skilar friðunin engu?

Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, hefur lengi róið nánast einn á báti með þá skoðun að friðun fiskistofnanna skili engum árangri í stækkun þeirra og vill meina að fæðuframboðið og önnur skilyrði í hafinu ráði úrslitum um vöxt þeirra og viðgang.

Hafró hefur nú birt skýrslu um langtímabreytingar í fæðu þorsksins og þar virðist koma fram að þorskurinn sé langt kominn með að éta upp rækju-, loðnu- og sandsílastofnana, ásamt því að éta allt annað sem að kjafti kemur, þar á meðal smáfisk af eigin tegund, til viðbótar við annan "meðafla" svo sem síld og kolmunna.

Jón segir þetta sanna kenninguna um að það sé ekki veiðin sem hafi áhrif á þorskstofninn, heldur fæðuframboðið.

Það vekur samt upp þá spurningu hvers vegna þorskstofninn stækkar ekki, þrátt fyrir að hann sé langt kominn með að éta aðra stofna upp til agna og veiðin í hann verið eins takmörkuð og raunin hefur verið.

Greinilega verður að fara nákvæmlega ofan í saumana á öllu þessu máli og hleypa inn í umræðuna skoðunum fleiri fræðinga en þeirra sem eru á launum hjá hinu opinbera.


mbl.is Friðun skilar ekki árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Nákvæmlega hárrétt, Axel.

Magnús Óskar Ingvarsson, 20.6.2011 kl. 12:34

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Væri ekki ráð að veiða þorskinn svolítið hraustlega, til að gefa þeim tegundum sem hann er að éta upp, ráðrúm til að stækka sína stofna. Varla stækkar þorskstofninn þegar hann er búinn að éta allt upp og byrjaður á sjálfum sér. Er það ekki?

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.6.2011 kl. 13:04

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er vel þekkt staðreynd í fiskirækt að til að ná upp veiði í ferskvötnum þá þarf að byrja á að grisja þann stofn sem fyrir er svo þeir sem eftir verða eigi kost á meiri fæðu til að stækka og eflast.

Engin hefur fram að þessu sannað að önnur lögmál gildi í hafinu.

Um þetta mætti skrifa heilmikla pistla.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 20.6.2011 kl. 13:31

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Væri ekki rétt að breyta landbúnaðinum í samræmi við sjávarútveginn þar sem þetta er undir sama ráðherra?

Þannig væri hægt að láta grassprettu aukast með því slá túnin ekki í 10 ár. Auk þess væri hgæt að sleppa slætti í heilu landshlutunum en auka slátt að sama skapi annarsstaðar.

Sigurður Þórðarson, 20.6.2011 kl. 13:50

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og svo mætti auðvitað hugsa sér að fjölga sauðfénu nægilega með því að slátra engum gimbrum þegar spretta er léleg og illa heyjast.

Það er nákvæmlega sú aðferð sem fiskifræðingar Hafró eru búnir að nota undanförnu og árangurinn er samkvæmt því.

Annars er búið að ljúga svo miklu um góðan og lofsverðan árangur Hafró að stærstur hluti þjóðarinnar trúir því og hefur ekki hugmynd um að á þriðjungi aldar hefur þorskafli rýrnað um 2/3 undir lofsverðri stjórn Hafró.

En frá aldamótum 2000 hefur þorskafli í Barentshafi margfaldast og ráðgjöf fiskifræðinga líka. Þetta gerðist eftir að loðnan var friðuð í Barentshafinu og aflinn margfaldur umfram ráðgjöf fiskifræðinganna. Rússar og Norðmenn tóku nefnilega þá ákvörðun að fara sínu fram og hunsa vísindamennina, skelfilegt!

En svo má ekki gleyma því að í LÍÚ er með meirihluta í stjórn Hafró og ef afli verður aukinn mun leiguverð á kvótanum lækka!

Árni Gunnarsson, 20.6.2011 kl. 14:26

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ps. Það er mikil ósanngirni að nefna ekki sjálfstæðismanninn og fyrrverandi alþingismann Kristin Pétursson fiskverkanda frá Bakkafirði sem hefur allra manna ötullegast hrakið vísindaniðurstöður Hafró með tölulegum skýrslum í áraraðir. Þessi maður hefur ekki fengið tækifæri til að takast á við leiðtoga þessarar, einna mikilvægustu stjórnsýslustofnunar þjóðarinnar á opinberum vettvangi.

Árni Gunnarsson, 20.6.2011 kl. 14:40

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gallinn er líka sá, að fiskifræðingar, a.m.k. í nágrannalöndunum virðast flestir vera á sömu skoðun og fiskifræðingarnir í Hafró. Ef minnið bregst ekki voru einhverjir erlendir spekingar látnir taka út fræðin og ráðleggingar Hafró fyrir nokkrum árum og gáfu hvorutveggja hæstu einkunn.

Burtséð frá því hverjir sitja í stjórn hjá Hafró, þá verður því illa trúað að fiskifræðingarnir láti þá stjórna áliti sínu og ráðgjöf. Skoðanir fræðinganna hjá Hafró og kollegum þeirra víðast annarsstaðar hafa endurspeglast í ráðgjöf þeirra og ekkert verið tekið mark á örðum skoðunum, hvorki frá Jóni Kristjánssyni, Kristni Péturssyni eða öðrum.

Eitthvað er bogið við þessi vísindi og spár, enda hafa þær ekki reynst öruggari en veðurspárnar, enda skilst manni að breytingar í hafinu, hitastig, fæða og annað, spili ekki mikið inn í reiknilíkön Hafró.

Öll þessi óvissa hlýtur að kalla á stóra alþjóðlega ráðstefnu um lífríki sjávar, fiskveiðistjórnun og hvernig þetta spilar best saman.

Axel Jóhann Axelsson, 20.6.2011 kl. 16:17

8 Smámynd: Haraldur G Magnússon

Jú friðun skilar sér ef við friðum Síld og Loðnu

Haraldur G Magnússon, 20.6.2011 kl. 17:24

9 identicon

Er ekki hægt að draga þá ályktun að of mikil veiði á t.d. loðnu minki fæðuframboð þorksins þannig að hann fari í sandílið sem hann nánast étur upp og veldur því að of lítið æti er fyrir Lundann og aðra fugla og varp misferst?  En þetta  eru bara ágiskanir eins og hjá ykkur hinum.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 20:58

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Manni finnst óneitanlega skrýtið ef þorskurinn getur étið upp og nánast eytt ýmsum fisktegundum í hafinu og jafnvel étið smáþorskinn að auki og samt minnki þorskstofninn ár frá ári og meðalvigtin verði jafnframt minni og minni.

Það er eitthvað sem ekki gegnur upp í þessu dæmi.

Axel Jóhann Axelsson, 20.6.2011 kl. 21:15

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hver segir að þorskstofninn hafi minnkað ár frá ári? Jú, það segja fiskifræðingar Hafró.

En hverjir gáfu út ráðgjöfina fyrir Barentshafið árið 2000 og töldu að þar mætti veiða 110 þús. tonn?

Getur verið að það hafi verið fiskifræðingar Alþjóðahafrannsóknarstofnunar? Voru það kannski þeir sömu sem báru lof á Hafró og árangur þeirra; 1/3 af aflanum frá því 30 árum fyrr við Ísland var eftir! Alveg gífurlegur árangur!

Hvað veiða þeir núna í Barentshafinu af þorski eftir að hafa þverbrotið alla ráðgjöf um árabil?

Er ekki Barentshafið fisklaust?

Árni Gunnarsson, 20.6.2011 kl. 23:28

12 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ef menn líta til dæmis á 25 % regluna þá getur það aldrei gengið upp að miða við tonn af fiski heldur verður að miða við fjölda hausa. Og þar koma vandræði þeirra sem halda að hægt sé að telja fiskana í sjónum.

Vonandi veður eihvern tíma hægt að telja fiskana en þangað til verðum við að notast við SÓKNARMARKog frjálsar handfæra veiðar. Þá eru veiðarnar beinn mælihvarði á styrk stofnanna og allar sveiflur augljósar.

Fiskistofa hefur stór aukið við mannskap undanfarið til að reyna að halda utan um kvótkerfið og galla þess. Þetta fólk á að nota við sýna tökur um borð í skipunum og reyna að fremsta megni að ná utan um allar upplýsingar sem veiðarnar gefa hverju sinni.

Aðferð Jóns er hægt að lýsa sem ræktun garðs eða túna. Það verður að nýta stofnana sóknin verður að dreifast og skipin að fara eftir stærstu stofnunum í stað þess núna verða skipin að elstast mest við það sem minnst er af. Það er verið að úthluta skipstjórunum visst mikið af þessari tegund og síðan þetta mörg tonn af þessari tegund. Á miðunum eru menn að forðast þennan fisk og finna ekki það sem þeir eiga að fiska.

Menn eru að tala um hagræðingu. Fiskveiðistjórnin er í öngstræti.  

Ólafur Örn Jónsson, 21.6.2011 kl. 00:20

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það eru greinilega miklu fleiri en íslenskir fiski- og hagfræðingar, sem álit hafa á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi við Ísland.

OECD varar eindregið við því að hróflað verði mikið við kerfinu, alls ekki eigi að takmarka framsalsheimildirnar og ekki þynna út kvóta núverandi handhafa þeirra til nýrra aðila, enda sé óbreyttum afla þá bara skipt milli fleiri skipa og sjómanna með minni arðsemi og óhagkvæmni fyrir þjóðarbúið.

Stofnunin leggur hins vegar til að auðlindaskattur verði hækkaður talsvert, en þó með lítt, eða óbreyttu, stjórnkerfi.

Stjórnun fiskveiðanna við landið ætlar greinilega að verða deilumál af heitari sortinni á meðan land byggist og róið verður til fiskjar.

Axel Jóhann Axelsson, 21.6.2011 kl. 16:15

14 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Hahah já Axel. Og ef maður hugsar um upphafið hvað á annað að vera.

Nokkrir frystihús eigendur geta ekki sætt sig við að sitja við sama borð og aðrir og fiskveiði stjórn, sem langflestir og allir opinberlega voru sáttir við, kollvarpað með einu penna striki.

OECD álitið Axel? Þú sérð hvaðan þessi áróður er kominn. Þetta er orðrétt haft efir þeim Ragnari og félögum. Ætlar þú að segja mér að hagfræðin réttlæti EINOKUN? Ætlar þú að segja mér að þessir sömu menn hefðu mælt með áframhaldandi EINOKUN Mjólkur Samsölunnar? 

Eina sem þessi yfirlýsing sýnir okkur svar á hvítu er að það eru öfl sem svífast einskis til að fullnægja frekju sinni og valdagræðgi. Manni verður bara flökurt að sjá hve lágt þetta hyski leggst. 

Ólafur Örn Jónsson, 21.6.2011 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband