Gamanþáttur Jóhönnu og Hrannars endurtekinn

Flokksstjórn Samfylkingarinnar heldur um þessa helgi gleði- og skemmtifund, þar sem stjórnarmenn koma saman, fara með gamanmál og gantast hver við annan og er ekki annað að sjá, en allir hafi skemmt sér konunglega.

Jóhanna Sigurðardóttir var með uppistand á fundinum og fórst það nokkuð vel, enda handritið margnotað og endurskrifað af handritshöfundi hennar, Hrannari, og flest sem í þeim grínsögum kom fram verið notað nokkrum sinnum áður, t.d. skrítlurnar um allar væntanlegu orku- og stóriðjuframkvæmdirnar, kreppulokin og björtu framtíðina, sem á að vera rétt handan við hornið.

Allt er þetta í raun endurtekið efni frá síðustu tveim árum, en vegna þess að ekkert hefur gengið eftir af því sem sagt var á sambærilegum skemmtikvöldum síðustu ára, er alltaf hægt að fara með gamansögurnar lítt breyttar og alltaf skemmtir Samfylkingarfólk sér jafn vel við endurtekningu þeirra.

Að flutningi Jóhönnu loknum klappaði flokkstjórnarfólk hennni lof í lófa, eins og venjulega þegar prógrammið hefur verið flutt áður.

Ekki er þó alveg á hreinu hvort fundarmenn klöppuðu vegna þess að þeir tryðu sögunum ennþá, eða hvort þeim fannst orðagjálfrið bara jafn fyndið og venjulega.

Samfylkingarfólk er reyndar ekki þekkt af miklu, eða góðu, skopskyni.


mbl.is „Fullt tilefni til að vera bjartsýn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband