"Sparnaður" Ögmundar bitnar hart á almenningi

Ríkisstjórnin hælir sjálfri sér fyrir sparnað og aðhaldssemi í ríkisrekstrinum, sem þó er í raun sáralítill, þegar tillit er tekið til heildarútgjalda ríkissjóðs, en hins vegar hafa tekjur ríkisstjóðs verið auknar með skattahækkanabrjálæði á öllum mögulegum og ómögulegum sviðum.

Dæmigert fyrir vinnubrögð stjórnarinnar er að minnka útgjöld ríkisstjóðs til ákveðinna málaflokka, en hækka þjónustugjöld viðkomandi stofnana í staðinn og velta "sparnaðinum" þannig beint yfir á almenning, til viðbótar við skattabrjálæðið.

Svar Ögmundar Jónassonar, Innanríkisráðherra, við spurningu blaðamanns um 50% hækkun gjaldskrár Icepark/Isavia á Keflavíkurflugvelli, er lýsandi fyrir vinnubrögð stjórnarinnar: "Ég verð því miður að taka afleiðingum eigin gjörða, ég hef skorið niður fjárveitingar til Isavia og þar með þröngvað þessum aðilum til að auka beina gjaldtöku."

Það er hins vegar ekki Ögmundur sjálfur, sem þarf að taka afleiðingum gjörða sinna í þessu máli, frekar en á öðrum, heldur bitna gjörðir hans og hinna ráðherranna grimmilega á almenningi í landinu.

Það er afar djúp gjá á milli ráðherranna og almennings og verður sú gjá varla brúuð úr þessu.


mbl.is Ráðherra gagnrýnir ekki hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var rétt sem Davíð Oddsson sagði að pólitískt minni þjóðarinnar næði ekki lengur en þrjá mánuði aftur í tímann. 

Er engin ástæða fyrir því að skera hefur þurft niður í ríkisútgjöldum að undanförnu?

Þetta er kannski bara skepnuskapur í ráðherranum í hugum þeirra sem ekki muna af hverju hann stendur í þeim sporum sem hann er.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 07:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, þetta er líka spurning um raunverulegan sparnað í ríkisútgjöldum.  Það er bæði auðvelt og auðvirðilegt að þykjast draga úr útgjöldum, þegar þeim er bara velt á skattgreiðendur með tilfærslum yfir í þjónustugjöld.

Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2011 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband