Verðbólga í boði Steingríms J.

Verðbólga er gríðarleg í landinu þrátt fyrir dýpkandi kreppu og gjaldeyrishöftin, en seðlabankinn á að geta stjórnað gegni krónunnar algerlega vegna haftanna, en þrátt fyrir það hefur gegnið lækkað um 5% frá áramótum og innfluttar vörur því hækkað sem því nemur a.m.k.

Þrátt fyrir hvatningu um að lækka álögur á bensín og olíur, hefur Steingrímur J. sagt að ekkert mundi muna um slíkar lækkanir, en bensínlíterinn kostar nú hátt í 240 krónur og rennur helmingur þeirrar upphæðar beint í ríkiskassann.  Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hækkaði verð á bensíni og olíum í síðasta mánuði um 3,2%, sem hækkaði vísitöluna um 0,19% og myndi flesta muna verulega um að slegið yrði á þessi áhrif.

Athyglisverðustu tíðindin, sem koma fram í viðhangandi frétt er þessi:  "Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,9% sem jafngildir 12,3% verðbólgu á ári."

Þessi gríðarlega verðbólga verður að skrifast á vanmátt ríkisstjórnarinnar í stjórn efnahagsmála, enda er kaupgeta almennings algerlega að þurkast út og þeir sem minnst hafa milli handanna eiga ekki orðið fyrir mat og öðrum nauðsynjum, nema í nokkra daga eftir hver mánaðamót.

Ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist í þessum málum, sem öðrum, og ætti að leggja gæluverkefnin til hliðar, en snúa sér að því sem máli skiptir, en það er í 1. lagi atvinnuuppbygging, í 2. lagi atvinnuuppbygging og í 3. lagi atvinnuuppbygging.

Kjör almennings munu ekki batna og atvinnuleysi minnka, nema stjórnin fari að sinna þessum málum og það með algerum forgangi.


mbl.is Verðbólgan nú 2,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband