Hvað vill haukurinn Össur gera í Sýrlandsmálum?

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ekki getað komist að niðurstöðu um hvort og þá hvað skuli gera vegna grimmdarverka Assads Sýrlandsforseta gegn eigin þegnum, sem nú krefjast aukinna mann- og lýðréttinda með fjöldamótmælum vítt og breytt í borgum landsins.

Rússar og Kínverjar berjast hart gegn hvers kyns afskiptum af mannréttindabaráttu Sýrlendinga, enda hræddir við fordæmið sem slík barátta getur haft í þeirra eigin ríkjum, en Frakkar, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn leggja áherslu á og krefjast þess að grimmdarverkunum gegn almenningi í Sýrlandi verði hætt og réttindi íbúanna aukin.

Össur Skarphéðinsson barðist hart fyrir að vestrænar þjóðir skiptu sér af innanlandsátökunum í Líbíu og þótti ekki nóg að gert með loftárásum á hersveitir Gaddafis, heldur vildi að innrás yrði gerð í landið án tafar og harðstjóranum yrði velt úr valdastóli umsvifalaust, með öllum tiltækum ráðum.  Með framgöngu sinni skipaði Össur sér í fremstu röð vestrænna stríðshauka og fór svo að lokum að ekki var farið að hans ráðum, en loftárásir þó hafnar sem ekki hafa þó skilað tilætluðum árangri ennþá.

Svo mikið lá Össuri á í hernaðarbröltinu gegn Líbíu að hann gaf sér ekki einu sinni tíma til að afla sér formlegs umboðs ríkisstjórnarinnar eða Utanríkismálanefndar Alþingis fyrir stríðsyfirlýsingunni, en fékk aðeins óformlegt samþykki Ögmundar, Steingríms J. og annarra VGliða áður en hann lagði upp í herförina, sem að vísu var ekki framkvæmd af þeim krafti sem hann sjálfur óskaði eftir.

Í fréttum frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kemur ekkert fram um hvað íslenski stríðsmaðurinn í ríkisstjórn Íslands vill gera í málefnum Sýrlands. 

Frétta af vilja Össurar er beðið með eftirvæntingu á vesturlöndum, en með skelfingu í herbúðum Assads.


mbl.is Öryggisráðið klofnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband