Vandamál veraldarinnar leyst á kostnað Íslendinga?

Guardian fjallar í dag um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort veita skuli ríkisábyrgð á kröfur Breta og Hollendinga á hendur Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta, með tilheyrandi vaxtakostnaði upp á tugi milljarða sem lenda myndi á íslenskum skattgreiðendum, fyrir utan áhættu á tuga- eða hundraðamilljarða viðbótargreiðslum vegna höfuðstóls.

Blaðið segir stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi naga á sér neglurnar í ótta sínum um að íslenskir kjósendur sýni þá skynsemi að fella lögin í kosningunum, enda vilja þau síst af öllu að málið fari fyrir EFTAdómstólinn, þar sem líklegasta niðurstaðan yrði sigur Íslendinga, enda engin ESBlög sem geri ráð fyrir slíkum ríkisábygðum.  Ef einhvern tíma og einhversstaðar hefði verið gert ráð fyrir ábyrgð skattgreiðenda á tryggingasjóðum, þá þyrfti auðvitað ekki að neyða Íslendinga til að samþykkja slíkt núna.

Í fréttinni segir m.a:  "Afgerandi lagalegri niðurstöðu í þá veru yrði ekki fagnað á alþjóðavettvangi þar sem að hún myndi varpa ljósi á það hversu gríðarlega illa fjármagnaðir innistæðutryggingasjóðir í Bretlandi, Hollandi og í raun í öllum heiminum eru."

Því verður seint trúað, að íslenskir skattgreiðendur taki sjálfviljugir á sig tuga- eða hundraðamilljarða kostnað til þess eins að setja fordæmi um að allir skattgreiðendur veraldarinnar verði hnepptir í slíkan skattaþrældóm fyrir glæfralega bankastarfsemi, sem nánast alls staðar hefur þrifist undanfarin ár.

Íslendingar hljóta að vera nógu ábyrgir þjóðfélags- og alheimsþegnar til að segja risastórt NEI, þann 9. apríl n.k.


mbl.is Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Axel !

Athyglisvert að þú lítur á þetta frá þessu sjónarhorni, þetta innlegg mitt setti ég inn í dag, við eigið blogg um útspil Þórunnar Sveinbjarnadóttur.

"Var rétt í þessu að "renna" í gegn um upplýsingabæklinginn um Icesave kosningarnar, HÉR og þegar maður sér óvissuþættina bæði við "JÁ" og/eða "NEI" er þetta bara enn ljósara að málið verður að fara fyrir og meðhöndlast fyrir dómi, að fórna einni lítilli þjóð aðeins til að viðhalda úrsérgengnu fjármála og bankakerfi í Evrópu er ekki sérlega réttlátt, er það ? sbr. þetta hér í bæklingnum: "Loks telja þau (B/H) að málarekstur um þessi atriði sé til þess fallinn að grafa undan trausti á fjármálakerfi Evrópuríkja." er einhver í vafa um að þessi "kerfi" þurfi á endurskoðun að halda ??

Margt annað í bæklingnum staðfestir það sem undirritaður og margir fleiri hafa haldið fram, nefnilega algert kunnáttuleysi og óvissu um lagalega gildið á samningnum, og þar með er ólöglegt að semja.

Og nú svo þetta úr The Guardian !!

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 4.4.2011 kl. 17:55

2 identicon

Ég get ekki hugsað mér að skella skuldinni á afabörnin mín. Látum óreiðupésanna sem stofnuðu til þessara reikninga svara til saka og skila peningunum sem þeir komu undan.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband