Peningamenn óvelkomnir

Hatur og óvild í garð allra sem liggja undir grun um að eiga einhverja peninga eða hafa laun yfir milljón á mánuði virðist vera orðin svo rótgróin hérlendis, að allir slíkir aðilar eru undir eins stimplaðir þjófar og glæpamenn, sem réttast væri að útskúfa gjörsamlega úr þjóðfélaginu og halda eingöngu eftir láglaunafólki og bótaþegum.

Sæki algerlega fjárvana útlendingar og flóttamenn eftir íslenskum ríkisborgararétti þykir flestum sjálfsagt að veita hann umsvifalaust og líta á það sem hreint mannréttindabrot að neita fólkinu um svo sjálfsagðan rétt, jafnvel þó ekkert sé vitað um fortíð viðkomandi og nafnvel ekki hvort hann sé sá sem hann segist vera eða frá því landi, sem hann segist koma frá.

Jafn sjálfsagt þykir að taka á móti hópi flóttafólks frá stríðshrjáðum löndum, ekki síst konum, jafnvel þó vitað sé að margt af því fólki muni aldrei aðlagast íslenskum háttum og siðum, enda frá fjarlægum menningar- og trúarheimum.  Margt af því fólki kemst aldrei út á vinnumarkað og er því haldið uppi af bótakerfum ríkis- og sveitarfélaga og allir eru fyllilega sáttir við slíka fyrirgreiðslu.

Hins vegar verður allt vitlaust, ef minnst er á ríka útlendinga sem hingað myndu vilja flytjast og fá hér ríkisborgararétt til þess að stunda héðan sín viðskipti og eiga þar með greiðari aðgang að Shengenlöndunum og EES svæðinu.  Skiptir þá engu þó um "þekkta" fjárfesta sé að ræða, sem stundað hafa viðskipti áratugum saman og ekki komist neinsstaðar í kast við lögin svo vitað sé.

Að sjálfsögðu á ekki að hlaupa upp til handa og fóta þó útlendir auðmenn óski eftir ríkisborgararétti hér á landi, en jafn fáránlegt er að bregðast við eins og hér sé um innrás mótorhjólagengis að ræða.

Málin eiga auðvitað að skoðast í rólegheitum, bakgrunnur skoðaður, kannað hvaða fjárfestingum þessir menn hafa helst áhuga á og í framhaldi af því að taka afstöðu til hverrar og einnar umsóknar.

Auðmenn eru ekki allir auðrónar, sem eyða auði allrar þjóðarinnar í fíkn sína, þó þeir íslensku hafi verið það.


mbl.is Stýra fjársterkum sjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anepo

http://www.escapeartist.com/Articles/David_Lesperance.html

 lestu þetta um þennan lögfræðing.

þetta ERU auðrónar sem vilja koma hingað að taka náttúru auðlindirnar.

Þetta er bara þrep númer tvö.

Fyrsta var að setja Ísland á kúpuna.

 http://www.youtube.com/watch?v=vYzSDw-3r5I

Anepo, 31.3.2011 kl. 12:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eg var ekki að taka neina afstöðu til þessara ákveðnu einstaklinga, heldur að benda á það viðhorf sem er orðið ríkjandi í landinu, almennt, til fólks sem á einhverja peninga, eða eru á sæmilegum launum.

Í upphaflegu færslunni skrifaði ég m.a:  "Að sjálfsögðu á ekki að hlaupa upp til handa og fóta þó útlendir auðmenn óski eftir ríkisborgararétti hér á landi, en jafn fáránlegt er að bregðast við eins og hér sé um innrás mótorhjólagengis að ræða.

Málin eiga auðvitað að skoðast í rólegheitum, bakgrunnur skoðaður, kannað hvaða fjárfestingum þessir menn hafa helst áhuga á og í framhaldi af því að taka afstöðu til hverrar og einnar umsóknar."

Ef hér eru á ferðinni einhverjir vafasamir aðilar, þá á að sjálfsögðu ekki að taka þessar umsóknir alvarlega.  Lágmarkskrafa hlýtur að vera að málin séu könnuð, bakgrunnur mannanna fenginn á hreint og nákvæmar upplýsingar um hvað þeir hyggjast fyrir með fjárfestingum hérlendis.  Allt heiðarlegt fjármagt ætti að vera velkomið inn í landið, en vafasömu á að sjálfsögðu að halda eins langt frá því og mögulegt er.

Það sem ég var í raun að benda á, er hve undraskjótt er hægt að taka afstöðu til svona umsókna og það án þess að hafa nokkrar raunverulegar upplýsingar um málið í höndunum.

Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2011 kl. 12:30

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Á pressan.is stendur:

,,Hópurinn er undir forystu bandarísks lögfræðings, David Lesperance, sem sérhæfir sig í að finna leiðir fyrir fjárfesta að greiða sem minnstan skatt af tekjum sínum, útvega þeim vegabréf frá fleiri en einu landi og útvega þeim ríkisborgararétt og dvalarréttindi í nokkrum löndum, sem skapar lagaflækju komi til málshöfðana.  Lesperance er vel þekktur í fjármálaheiminum fyrir óhefðbundnar aðferðir til að tryggja viðskiptavinum sínum greiðari aðgang að auðæfum þeirra, minnka skattgreiðslur og tryggja þeim vegabréf frá fjölmörgum löndum". 

 Hljómar þetta ekki nokkurn vegin á pari við hina íslensku útrásarsnilld, er beið skelfilegt skipbrot fyrir ekki svo mögum árum?

 Í staðinn fyrir að nota ríkisborgararétt og dvalarleyfi, notuðu útrásarvíkingarnir íslensku net hinna ýmsu dótturfyrirtækja, eignarhaldsfélaga og fleira í þeim dúr, til þess að fela slóðina, eða í það minnsta að gera hana torfarnari. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.3.2011 kl. 12:56

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Allir sem hafa milljónir á mánuði eru úr raunveruleikanum við almenning í heiminum það er ekki flóknara!

Sigurður Haraldsson, 31.3.2011 kl. 13:10

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn, þetta hljómar hreint ekki illa við íslensku útrásarvíkingana.  Hins vegar hélt ég að ef einhver fengi íslenskan ríkisborgararétt, þá yrði hann um leið að afsala sér sínum gamla, þ.e. gæti ekki verið með tvöfaldan ríkisborgararétt.  Sé einhver slíkur blekkingaleikur á ferðinni á auðvitað ekki að koma nálægt þessu.

Hitt er annað mál að allir, hver einasti sem einhverja möguleika til þess hefur, reyna allar hugsanlegar leiðir til að sleppa sem best frá sköttum.  Það gera Íslendingar, ekki síður en aðrir og þarf enga auðróna til.  Ófáir lögfræðingar og endurskoðendur hafa drjúga vinnu við að finna allar smugur til að létta viðskiptavinum sínum skattbyrðina, að ekki sé talað um þá sem stunda hreina "skattasniðgöngu", eins og það er svo fallega orðað.

Ef þessar umsóknir um ríkisborgararétt bera með sér minnstu lykt af einhverju misjöfnu, þá á auðvitað að vísa þessu frá umsvifalaust.

Sigurður, þessi fullyrðing þín er algerlega út úr kú og ekki einu sinni svaraverð, enda færir þú engin rök fyrir máli þínu.

Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2011 kl. 13:24

6 Smámynd: Adeline

Fólk getur haft eins mörg vegabréf og því þóknast, eða ríkisb.rétti, reyndar fer það eftir löndum en Ísland hamlar fólki ekki að hafa tvo eða fleiri.

Bara það eitt - að þeir vilja ríkisborgararétt  - án þess að hafa einu sinni dvalið hér í e-n tíma fyrir það fyrsta, finnst mér fáránlegt. ef þetta er rétt sem Kristinn vísar í af pressunni, - þá geta þeir nú bara haldið sig í burtu með sína peninga.

Adeline, 31.3.2011 kl. 14:26

7 identicon

Er ekki komið nóg af þessari peningasnild ?? " Endirinn skyldi i upphafi skoða "!  .... það hefur ekki tiðkast  ..en kanski eru menn að vitkast ? OG siðan hvenar hefur verið hægt að kaupa ser Rikisborgararett  ?....  menn öðlast hann venjulega eftir ´akveðin tima ekki satt ?........... Gullgæsir eru stundum bara húðaðar til að ganga i augun en óekta ef betur er að gáð  ........horfum i aðra áttir en til þeirra ,,leyfum þeimað fljúga hja og snúm okkur að þvi að skilja að" Hollur er heimafenginn baggi "  og það passar okkur best ....... gullæði og glæpafikn  heyri nu sögunni til og Islensk þjóðlif risi upp og skipist i sveit !! 

Ransý (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 17:41

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mér finnst fólk einum of fljótt að dæma um þessa menn, því ég hef hvergi séð því haldið fram að þeir séu með einhverja dóma á bakinu.

Það tíðkast víða um lönd að reyna að laða til sín fjársterka aðila með því að veita þeim ríkisborgararétt gegn fjárfestingu í viðkomandi landi. Hér, eins og annarsstaðar, hlýtur að vera hægt að setja reglur um svona mál, sem sía vafasama pappíra út, en gætu hleypt öðrum inn.

T.d. væri hægt að setja reglur um að ef útlendingur fjárfesti hér á landi í atvinnulífinu, ekki ríkisskuldabréfum eða bankareikningum, og fjárfestingin skapað hér vinnu í ákveðinn tíma, þá megi skoða flýtingu á ríkisborgararétti. Sá sem fjárfesti fyrir t.d. 500 milljónir króna gæti fengið ríkisborgararétt eftir tvö ár, með 400 milljóna fjárfestingu þyrfti að bíða í þrjú ár o.s.frv.

Með þessu væri tryggt að fjárfest væri í raunverulegum atvinnufyrirtækjum, þau væru búin að sanna sig og ekki yrði hlaupið svo glatt með fjárfestinguna úr landinu eftir að ríkisborgararéttur væri veittur.

Þessi mál þarf að ræða af yfirvegun, en ekki með eintómum upphrópunum um glæpamenn, þjófa og skattsvikara, án þess að nokkur hafi í raun hugmynd um hvaða menn er verið að tala um.

Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2011 kl. 18:23

9 Smámynd: Adeline

Nei það sem manni finnst bara skrítið er, afhverju vilja þeir ríkisb.réttinn ... ef það breytir engu fyrir þá né okkur hér á skerinu ? vantar betri skýringu á því...þeir eru jú væntanlega ekki að koma hingað til að gefa okkur gull og græna skóga... heldur frekar til að eignast gylltari og grænari skóga sjálfir.... sem gerir þá ekkert að glæpamönnum en heldur ekki að neinum góðgerðarprinsum sem eiga skilið að við kyssum á þeim tærnar. á meðan óbreyttir útlendingar geta bara étið það sem úti frýs á meðan þeir bíða eftir sínum rétti svo árum skipti.

Adeline, 31.3.2011 kl. 21:05

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samkvæmt skýringu lögfræðingsins þeirra í Kastljósi kvöldsins, er það sem laðar þá að landinu m.a.kjarnorkuveralaust land, endurnýjanleg orka, náttúran, vatnið og herleysi, þannig að börnin þeirra ættu ekki á hættu að verða kvödd til herþjónustu.

Að sjálfsögðu á ekkert að hlaupa upp til handa og fóta og samþykkja ríkisborgararétt fyrirvaralaust. Frekar ætti að setja fastmótaðar reglur um fjárfestingu fyrst, ríkisborgararétt svo að ákveðnum tíma liðnum. Eitthvað á þeim nótum sem stungið var upp á í athugasemd nr. 8.

Aðalatriðið er að ræða þessi mál án fyrirfram fordóma í garð allra sem eiga einhverja peninga, eða hafa sæmileg laun. Peningar eru jú afl þeirra hluta, sem gera þarf.

Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2011 kl. 21:32

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Blessaður Axel ef ég þar að færa rök fyrir því þá get ég ekki gert það vegna þess að þú ættir að sjá það sjálfur hvað það er fáránlegt að menn geti haft tugir milljóna á mánuði meðan aðrir geta ekki brauðfætt sig né börn sýn! Þessi skekkja orsakaði hrunið meðal annars og það veistu mæta vel ef ekki þá get ég ekki skýrt málið!

Sigurður Haraldsson, 1.4.2011 kl. 01:50

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, þegar ég er að tala um laun sem eru yfir milljón á mánuði sem margir eru með, t.d. sjómenn, læknar, forstjórar o.fl., þá er ég auðvitað ekki að tala um tugmilljóna mánaðarlaun. Ég er nákvæmlega jafn hneykslaður og þú á slíkum ofurlaunum, sem eru algerlega fáránleg.

Það er mikill munur á t.d. 1.300 - 1.500 þúsund króna launum og þrjátíumilljón króna mánaðarlaunum. Þau fyrrnefndu eru alveg innan skynsamlegra marka, en hin algerlega glórulaus.

Axel Jóhann Axelsson, 1.4.2011 kl. 07:00

13 identicon

Mikið er ég hjartanlega sammála. Við ættum að þurrka rykið af tillögum Hólmsteinsins og gera Ísland að alþjóðlegri skattaparadís. Aulýsum á www.billionaires.com "Forget Tortola, remember Iceland --  'cause it's a nice land (to billionaires)". Viss um að við fengjum nokkra dópbaróna í kaupbæti, sem gætu gert Ísland að umskipunarhöfn (ísinn að bráðna á Norðurskautinu og allt það). Þá getum við hent út þessu leiðinlegu flóttamönnum sem eru tómt vesen hvort eð er og aðlagast illa að kaupglöðum Íslendingum. Það er nú annað en auðmennirnir, þeir myndu feel like home frá fyrstu stundu. Verum ekki að flækja okkur í leiðinda lögum um búsetuskilyrði í landinu fyrir útlendinga, eða samningum um flóttamenn -- hvað þá að hlusta á eitthvað píp um að menn skjóti sér undan skattgreiðslum með að búa í paradísinni Ísland. Já framtíðin er björt fyrir fullvalda þjóð!

Pétur (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 09:05

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Pétur, það eru einmitt svona innlegg sem eyðileggja alla umræðu í landinu og setja hana niður á svo lágt plan, að hugsandi fólk nennir ekki að taka þátt í svona gegnsýrðu rugli.

Blessaður reyndu að leggja eitthvað málefnalegra til, ef þú ætlar að blanda þér í alvöru umræður um einhver málefni.

Axel Jóhann Axelsson, 1.4.2011 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband