Eitt réttarhneyksli ofan á annað?

Afgreiðsla Alþingis á tillögum um að stefna nokkrum ráðherrum síðustu ríkisstjórnar fyrir Landsdóm endaði með pólitískri valdníðslu gegn einum manni, þ.e. Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra, og er þeim þingmönnum sem að því stóðu til ævarandi skammar og þá ekki síst þeim þingmönnum Samfylkingarinnar sem greiddu atkvæði gegn því að stefna ráðherrum síns flokks fyrir dóminn, en með því að Geir yrði einn ákærður.

Nú hamast Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í því að fá lögum um Landsdóm breitt til að auðvelda saksóknina gegn Geir H. Haarde og nýtur til þess aðstoðar Ögmundar Jónassonar, Innanríkisráðherra, sem var einn þeirra sem samþykkti að ákæra og saman ætla þau að knýja lagabreytingar, sem eru sakborningi í óhag, í gegn um Alþingi.

Andri Árnason hrl., verjandi Geirs mótmælir þessari ótrúlegu málsmeðferð og í fréttinni kemur fram m.a:  "Andri segir að sé grafalvarlegt mál hvernig þetta beri að. Landsdómur sjálfur, eða forseti hans, sem fer með dómsvaldið í málinu, leggi til breytingarnar, geri tillögu í samráði að því er virðist við ráðherra, sem var einn af þeim sem samþykktu málshöfðunarályktunina, og fái síðan Alþingi, sem ákærir, til að breyta lögunum."

Slíkar breytingar á lögunum um Landsdóm, eftir að búið er að stefna sakborningi fyrir dóminn, væri hreint réttarhneyksli, sem bættist ofan á upphaflega réttarfarsskandalinn.

Miðað við annað, þarf svo sem enginn að verða undrandi á svona vinnubrögðum, nema þá Steingrímur J., sem alltaf er hissa á öllu.


mbl.is Saksóknari á ekki að reka á eftir lagabreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Libertad

Já, það er ekkert lengur sem kemur á óvart í íslenzka bananalýðveldinu. Svona vinnubrögð yrðu aldrei liðin í réttarríki.

Libertad, 30.3.2011 kl. 16:16

2 identicon

Þetta er eitthvað sem við myndum varla trúa ef að það stæði í blöðum að gerst hefði í 3ja heims ríki...

Við búum aftur á móti í undarlegri blöndu af molbúahætti og kommúnisma þar sem almenningur er sá eini sem nokkurntíma þarf að axla ábyrgðir og/eða dóma.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband