Ræktun eldsneytis

Joule Unlimited, bandarískt líftæknifyrirtæki, hefur upplýst að það sé búið að finna upp tækni til að geta ræktað eldsneyti með sömu þáttum og fá gras til að vaxa. Það sem til þurfi sé eingöngu sól, vatn og koldioxíð og þannig verði hægt að rækta plöntu sem gefur frá sér eldsneyti eða etanól.

Í fréttinni kemur m.a. fram að: "Erfðafræðileg ræktun fyrirtækisins muni gera því kleyft að framleiða eldsneyti á áður óþekktu verði. Heimurinn geti í kjölfarið orðið óháður hefðbundnum orkulindum og tæknin tryggi að ekki muni þurfa að styðjast við olíu og bensín í framtíðinni."  Áður hafa birst fréttir af því að ræktun annarra plantna til að framleiða eldsneyti sé sívaxandi t.d. á repju og er meira að segja byrjað að gera tilraunir með slíka ræktun hérlendis í þeim tilgangi að framleiða olíu sem nota megi til að knýja bíla og skip.

Þessi tækni er auðvitað stórmerkileg, enda eru olíuauðlindir heimsins ekki óþrjótandi og því líklega aðeins tímaspursmál hvenær þær þorna upp og auðvelt er að ímynda sér öngþveitið sem skapast myndi á vesturlöndum og víðar, verði ekki komin fram tækni sem leysa myndi olíuna af hólmi.

Ef rækta ætti allt það eldsneyti sem veröldin mun þarfnast í framtíðinni hlýtur að þurfa til þess gríðarlegt landflæmi og vandséð hvar allt það ræktarland ætti að fyrirfinnast, enda mun mannkyninu fjölga svo ört á næstu átatugum, að skorta mun land til matvælaframleiðslu og hvað þá til eldsneytisræktunar.

Fólk mun þurfa að hugleiða vandlega hvort réttlætanlegt sé að taka dýrmæt og gjöful landssvæði til ræktunar á bíla-, skipa- og flugvélaeldsneyti á meðan helmingur mannkyns sveltur og mikil andstæða er meira að segja við því að auka matvælaframleiðslu með erfðabreytingu jurta, sem myndi auka vaxtahraða þeirra. 

Tækniframförum ber að fagna, en hugsa verður málin frá öllum sjónarhornum. 

 


mbl.is Framleiða eldsneyti úr sól, vatni og koldíoxíði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og venjulega eru einhverjir moggamenn að brengla frétt, eða þýða einhverja brenglaða frétt af einhverri erlendri vefsiðu.

En nóg um það ég veit svolítið um hvað er að ræða hér , því ég hef lesið heljarmikila ritgerð erftir forstjóra umrædds fyritækis, vissi reyndar ekki að þeir væru kominir eins langt  og virðist vera samkvæmt þessari frétt. 

Í stuttu máli þá byggir aðferðin á  einskonar gróðurhúsrækun og þarf ekki mikið land , hráefnið er  súrefni, og koldíoxíð, sem er leitt inn í gegnsætt yfirbyggt hús (gróðurhús), innandyra er eins konar sundlaug full af  þörungum ( hugsanlega  sem eitthvað hefur verið fiktað í genum  á ) sem nærast á koldíoxíðinu, og vaxa ( fjölga sér ) mjög hratt ( upp í 15 cm á dag  þegar best lætur ) svo fremi sem nóg sólskin sé líka  fyrir hendi ,  þeim er svo fleytt ofan af lauginni í sama magni og dagvaxtarhraðinn er fara inn í gerjunatartanka þar sem gerilbakteriur ( kannski líka eitthvað erfabreytt þar )  breyta þeim í  kolvetnissambönd og þegar gerjun er lokið  eru tankarnir kældir kolvetnið skilur sig frá restinni af grautnum og flýtur ofan á , þvi er dælt af , botnfallið líka sigtað, og það má nota sem undirstöðu í t.d. efnaiðiðnaði, eða hugsanlega fóðurbæti , kolvetnið fer í frekari vinnslu , aðaluppistaðan í því er bútanol, sem má blanda í venjulega dísilolíu unna úr jarðefnum í hlutföllunum 4 : 1 ( 80% bútanol 20% dísil, minnir mig ,svo lítið síðan að ég las þetta og finn ekki ritgerðina til að rifja upp , veit þó að ég á hana einhvers staðar til  )  og keyra vélina nánast beint á því. Eins má nota  það áfram sem undirstöðu í annars konar eldsneyti s.s. bensín. fyrir utan butanolið er líkka eitthvað af hærri og þyngri kolvetnum sem kemur út úr þessu og þau eru skilin frá sumt af þeim má brenn ( nota í eldsneyti ) og restina má nýta í smurolíuframleislu t.d.

Nú en nóg um það ef eitthvað er að marka höfundinn ( og forstjórann ) þá getur ársframleiðsla  per ekru (1/2 hektara ) fræðilega séð skilað 20 þúsund gallonum eða rúmum 75000 lítrum af lífdísil, við bestu aðstæður, en er að reikna með að ná 2000 -  6000  gallonum (frá c.a  7500l  - yfir 20000 l) á ári að meðaltali í fyrstu umferð  og þegar það er haft í huga að í þessari hefðbundnu maisræktun fæst aðeins 18 gallon ( c.a 70 l ) á ekruna árlega þegar maisinn er notaður í etanaol , þá er munurinn allt fra 100 földum  til 1000 faldra  afkasta per flatareiningu af landi,, svo landanotkun undir þetta verður ekki  vandamál. Og orkunotkun í framleiðslunni önnur en sólorkan sem fæst frítt  ( þ.e. til að knýja dælur, kælitæki og hugsanlega þurkara ef botnfallið er nýtt og svo frv )  svo að segja er um það bil 3% orkuguildi framleiðslunnar svo það er ekki stórt mál heldur. Og hann segir að á endanum komi verði hjá þeim út eins og ef hráolítunnan fengist á 50 $ ( hú er yfir 100 $ í dag ) í hefðbundinni jarolíuviinnslu.

Nú en auðvitað er um mig eins og fleiri þegr ég sé svona tölur , þá finnst mér þetta eiginlega allt of gott til að vera satt,n og tek þeim með varúð , eins og fleiri, get eiginlega ekki áttað mig á hvort  herra Sims er prakkari , eða alvöru maður ,en hann er að tala um að það þeir verði komnir með framleiðsluna í gang  einhvern tímann á næsta ári, og ég væri svo sem alveg til í veðja hálfri millu í hlutabréf í hjá honum , ef ég ætti hana til og hefði efni á að týna  henni ef dæmið gengur ekki upp,, þá getur ekki farið hjá því að þetta verði stórgróðafyrirtæki. En é trúi þessu samt ekki almennilega fyrr en ég sé. 

Bjössi (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 05:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjössi, þetta voru afar fróðlegar og góðar viðbótarupplýsingar um þetta mál. Allt lýtur þetta mun betur út á pappír, en áætlanirnar um að rækta repju eða bygg til eldsneytisframleiðslu og þó ástæða til að hafa varann á ennþá um að þetta geti gengið upp.

Svo vaknar sú spurning, fyrst þetta verður væntanlega ræktað í gróðurhúsum, hvort ekki verði þá hægt að framleiða þetta utan hefðbundinna matjurtaræktunarsvæða.

Veði það hægt, geta allir verið kátir. Olíunotkun heimsins er hins vegar svo mikil, að maður trúir svona mátulega á allar töfralausnir.

Axel Jóhann Axelsson, 28.2.2011 kl. 10:44

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hef heyrt af þessari aðferð með rækta þörunganna í vatni og á bók/rit hvernig það á að gera þetta og það væri hægt að nýta heita vatnið sem inniheldur co2 kannski maður fari að spá í þetta.

Valdimar Samúelsson, 28.2.2011 kl. 10:57

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það var spurning hvaða þörungar pössuðu fyrir hvert svæði landfræðilega því það átti ekki vera of heitt og kuldi hægði bara á vextinum svo heita vatnið gat hjálpað

Valdimar Samúelsson, 28.2.2011 kl. 10:59

5 identicon

Það var svolítið gloppóttur textinn hjá mér í fyrri athugasemd ( mér hættir til að lesa ekki yfir áður en ég ýti á senditakann). t.d. átti ég við að ef aðferðin gengi  gengi upp þá væri stórgróðadæmi á ferðinni, en ekki  öfugt  eins og má skilja á því sem inn fór hjá mér að á einum stað.

En nóg um það ef eitthvað vit er í þessu þá getur svo farið  að í raun yrði slagur um aðgang að koldíoxiði, það er eftir því sem mér skildist takmarkandi þátturinn í vexti þörunganna. Hugmynd Sims forstjóra er að svona rækun yrði sett upp í tengslum við og helst við hliðina á verksmiðjum með mikla CO2 losun og t.d. kolaorkuverum og þvíumlíku , og útbláturinn úr þeim nýttur við framleiðsluna. 

Og eftir því sem mér skildist er ekki það hugmynd hans að gerast olíframleiðandi þegar fram í sækir, heldur er hann að hugsa um að selja framleiðslutæknina til þeirra sem hafa áhuga, það má nefgninilega skala þetta niður þannig að prívat aðilar gætu verið með kannski 10 fermetra gróðurhús á blettinum hjá sér og fengið úr því eitt til tvö tonn af  olíu á ári , ef þeir hefðu góðan aðgang að koldíoxíði. Maður sér fyrir sér að þeir sem hafa tök á gætu farið að takka  CO2 útblæstrinu,m hjá sér á kúta , til að selja til heimilisnota . he he . En það þarf bara fyrst aðsýna fram á að dæmið gangi.

Bjössi (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 13:01

6 identicon

Hér er svo eitthvað enþá sniðugra og lengra á veg komið, rafbíll sem aldrei þarf að hlaða.

http://kryppa.com/rafbill-sem-aldrei-tarf-ad-hlada/

http://kryppa.com/staerra-en-feisbuk-okeypis-orka/

Helgi (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 14:53

7 Smámynd: Jóhannes B. Urbancic Tómasson

Er ekki hægt að prófa svona stúss hérna á Íslandi? Ég veit ekki betur en að við höfum nóg af heitu vatni og orku en hins vegar er ég ekki alveg með það á hreinu hvert hitastigið þarf að vera fyrir svona. Ég er einnig nokkuð ófær um að gera mér grein fyrir því hversu mikið koldíoxíð við erum að tala um. Á Íslandi höfum við nokkur álver (Straumsvík, Grundatanga, Reyðafirði. Ekki man ég eftir fleirum í bili). Álverin mynda CO2 við framleiðsluna. Ég las á vísindavefnum að 530.000 af koldíoxíðinu losna árlega aðeins frá álverinu á Reyðarfirði. Það er meira en eitt og hálft tonn á hvern haus sem hljómar frekar mikið. Að minnsta kosti nóg til til að fylla gróðurhús af lofti...

Jóhannes B. Urbancic Tómasson, 28.2.2011 kl. 19:01

8 Smámynd: Jóhannes B. Urbancic Tómasson

Ég ætlaði víst að skrifa 530.000 tonn :)

Jóhannes B. Urbancic Tómasson, 28.2.2011 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband