Kjósum á kjosum.is

Mikil örvænting hefur gripið um sig á Alþingi vegna undirskriftasöfnunarinnar á netinu með áskorun á forsetann að neita þrælalögunum um Icesave III staðfestingar og það svo, að reiknað er með að fundað verði fram á kvöld á morgun, en það er ekki algengt að svo sé gert fyrr en nær dregur þingslitum.

Þór Saari mun hafa lagt fram tillögu í Fjárlaganefnd um að málinu yrði vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu, en enginn studdi þá tillögu í nefndinni nema Höskuldur Þórhallson. Þór segist ætla að flytja tillöguna aftur á þingfundi á morgun við þriðju og síðustu umræðu um þrælasölufrumvarpið.

Ekki verður öðru trúað en að meirihluti þingmanna muni samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu og setja þannig í hendur þjóðarinnar sjálfrar hvort hún samþykki að setja sjálfa sig í skattaþrældóm fyrir erlenda kúgara til næstu áratuga.

Þingmönnum og forseta til hvatningar er vissara fyrir kjósendur að snúa bökum saman strax og skrifa sig á áskorunarlistann, því varla getur nokkur verið á móti því að efla lýðræðið í landinu með þjóðaratkvæðagreiðslum, enda spara þingmenn ekki lofsyrðin um opnari stjórnsýslu með meiri og beinni aðkomu kjósenda í stórum málum sem smáum.

Nú þegar hafa tæplega fimmtánþúsund manns tekið þátt í undirskriftasöfnuninni. Tíminn er naumur og því ástæða til að hvetja fólk til að taka þátt í baráttunni fyrir auknu lýðræði, áður en það verður of seint.


mbl.is Icesave afgreitt af fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Örvæntingin á Alþingi er hræðslan við kjósendur sína. Mikið er það dapurlegt hlutverk að hræðast réttlætið.

Sigurður I B Guðmundsson, 14.2.2011 kl. 20:47

2 Smámynd: Elle_

Dapurlegir harðstjórar. 

En getur hluti (minni eða stærri) þjóðarinnar nokkuð skyldað hinn hlutann til að borga ólöglega rukkun?

Elle_, 14.2.2011 kl. 21:37

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Elle, það verður nú afar snúið fyrir hvern og einn einstakling að neita að borga þrælaskattinn. Þess vegna er áríðandi að fólk standi saman núna og þyrpist þúsundum saman inn á kjosum.is næstu tvo sólarhringana.

Axel Jóhann Axelsson, 14.2.2011 kl. 21:47

4 identicon

 þetta er eins og á dögum Hundadaga konungs   !!  Enda verðum við báðum ekki með neitt nema hor og slef ,ef svo heldur sem horfir !!!    Búin að kjósa samt ,trúi alltaf á rettlætið og það góða sigri ! Og eg trúi þvi aldrei að nokkur láti landið sitt og þjóð af hendi með köldu blóði , sem þvi miður er útlit fyrir að sumir eigi ekki i neinum vandræðum með !!!!!! 

ransý (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 23:22

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þökkum stuðninginn gott fólk.

kjósum.is

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2011 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband