Ráðherrum er alveg sama um hag skuldara

Í tilefni þess að Creditinfo Lánstraust hefur óskað eftir því að fá að halda skrá yfir þá sem þurfa að ganga í gegnum greiðsluaðlögun vegna óbærilegra skulda sinna, hefur persónuvernd margítrekað farið fram á umsögn Ögmundar Jónassonar, Innanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra, um málið og viðhorf þeirra til slíkrar opinberrar upplýsingaöflunar um þetta ógæfusama fólk.

Í fréttinni segir eftirfarandi um þær tilraunir Persónuverndar:  "Við afgreiðslu málsins óskaði Persónuvernd ítrekað umsagnar félags- og tryggingamálaráðherra og síðar dómsmála- og mannréttindaráðherra og innanríkisráðherra um hvort það samrýmist markmiðum lagaákvæða um greiðsluaðlögun einstaklinga að upplýsingar um þessa einstaklinga verði unnar hjá Creditinfo Lánstrausti hf. Engin svör hafa borist."

Þessir tveir ráðherrar geta ekki sýnt fólki í fjárhagsvandræðum meiri fyrirlitningu og áhugaleysi um framtíðarhag þess.  Hins vegar sýnir Persónuvernd að hún stendur undir nafni, þrátt fyrir ræfildóm ráðherranna, með því að banna þessa upplýsingasöfnun um fólk sem orðið hefur verst úti vegna skuldamála sinna, því nógu erfitt verður fyrir fólkið að ná sér aftur á strik fjárhagslega, þó ekki þurfi líka að glíma við afleiðingar þess að vera á skrá Creditinfo.

Ráðherrarnir Árni Páll og Ögmundur ættu að skammast sín fyrir áhugaleysi sitt á örlögum og afkomu þessa hluta þjóðarinnar.  Reyndar hefur svo sem ekkert bólað á áhuga á afkomu annarra þjófélagsþegna heldur frá þessum ráðherrum eða ríkisstjórninni, enda ætti hún að vera farin frá fyrir löngu.

 


mbl.is Fær ekki að safna upplýsingum um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt hjá þér, hvar endar þetta íslenska helvítins fokking fokk og fyrirlitning ?

 Er þú búin að lesa grein http://silfuregils.eyjan.is/2011/01/27/magnus-geir-eg-fokking-nenni-thessu-ekki/ og öll ummælin.

 Mætti biðja þig álit á stórgóðri grein að mínu mati. Höf. Magnús Geir Eyjólfson, blaðamanni á Pressunni

Kristinn J (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 14:32

2 identicon

Tek undir hvert einasta orð  þitt Axel  !  og reyndar engu við að bæta nema Credidinfo Lánstraust ( sem eg vildi vita i hvers skjóli og leyfi starfar?) er nauðsyn að verði undir ströngu eftirliti eins og margt á þessu landi (sem ekki er ) og skil ekki hvernig þessari stofnun hefur leyfst að birta i Lögbirtingi og viðar nöfn og heimildir um fólk i vanda ( i gegnum árin ) og sannarlega átt þátt i ennþá hræðilegri   hlutum  með sinum afskiptum , þar sem fólk hefur engum vörnum geta viðkomi .  Og uppljóstrað hlutum um  fólk meðal almennings án vitundar þess ,sem ekki allir eru færir um að afbera !!  Persónuvernd á heiður skilin að segja nú stopp .  Ráðherrarnir eru eins og Rikisstjórnin sem þeir starfa í  ...Ekkert að marka  ... !!

ransý (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 14:36

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn J., pistill Magnúsar Geirs er frábær og lýsir ruglinu á "Nýja Íslandi" afar vel.  Þessi setning hans lýsir miklu í fáum orðum:  "Hvað er Nýja Ísland? Fyrir hvað stendur það? Ef ég ætti að svara þá er það heift, öfund, undirlægjuháttur, spilling, minnimáttarkennd, klíkumyndun og fáfræði. Þetta eru Íslandssyndirnar sjö."

Svo má benda á enn eitt til viðbótar lista hans um það sem þrasað er um núna, en það er Hæstiréttur og dómur hans um Stjórnlagaþingskosninguna.  Bæði er reynt að gera persónur dómarana tortryggilegar og allt gert til að sverta þá og dóm þeirra, jafnvel þó þarna hafi verið um sex dómara að ræða, sem sammála voru um niðurstöðuna.  Það vantar ekki að margir ólöglærðir spekingar ráðast að þeim, en flestir lögspekingar segna að um dóminn þurfi ekkert að efast.

Svona er nú "Nýja Ísland" í dag.

Axel Jóhann Axelsson, 31.1.2011 kl. 15:41

4 identicon

Takk; Ok. En þú segir  "Svona er nú "Nýja Ísland" í dag." að vísu innan gæsamerkja, en er eitthvað sem heitir  "Nýja Island" ??

Er þetta ekki einfaldlega bara Gamla Island ennþá ? Samkvæmt mínum kokkabókum er það svo. Ekkert breyst , sama fokking fokkið

Kristinn J (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 15:48

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn, ég vísaði svona í "Nýja Ísland" vegna textans sem ég vitnaði í frá Magnúsi Geir, þ.e. þennan:    "Hvað er Nýja Ísland? Fyrir hvað stendur það? Ef ég ætti að svara þá er það heift, öfund, undirlægjuháttur, spilling, minnimáttarkennd, klíkumyndun og fáfræði. Þetta eru Íslandssyndirnar sjö."

Auðvitað má til sanns vegar færa, að ekkert hafi breyst, enda breytist mannlegt eðli lítið, nema þá á einhverjum þúsundum ára.

Axel Jóhann Axelsson, 31.1.2011 kl. 16:00

6 identicon

Skil: Takk fyrir, en þetta er ekki gott, en hvað er til bragðs að taka ?

Það er fundur um stjórnlagaþingið og fiskveiðar í kvöld kl 8 í Iðno kanske fær maður að sjá brota-brot Nýja Island þar

heift, öfund

XO-kaffispjall um auðlindir og stjórnarskrá

, undirlægjuháttur, spilling, minnimáttarkennd, klíkumyndun og fáfræði. Þetta eru Íslandssyndirnar sjö."

Kristinn J (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 17:28

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það getur aldrei orðið nema til góðs að funda um fiskveiðistjórnunina og hvaða kerfi fólk getur sætt sig við í þeim efnum.

Hvað sem kvótakerfinu líður, verða ráðherrar að sýna meiri áhuga á kjörum almennings í landinu og ekki síst þeim sem eru í algeru vonleysi með sín skuldamál. Þeir gætu a.m.k. sýnt því fólki þá lágmarkskurteisi að svara fyrirspurnum Persónuverndar um hvort leyfa eigi Creditinfo að braska með upplýsingar um fjárhagsvandræði þeirra sem þurfa að ganga í gegnum skuldaaðlögun.

Axel Jóhann Axelsson, 31.1.2011 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband