Hægri og vinstri hendur

Greinilegt er að hægri hendin veit ekki hvað sú vinstri er að gera í málefnum dómstóla landsins, því önnur veitir auknum fjármunum til að ráða fleiri dómara til dómstólanna vegna málafjöldans, sem hrúgast upp vegna bankahrunsins, en hin sker framlög til annars rekstur svo mikið niður, að ekki er hægt að ráða fleiri dómara vegna fjárskorts. 

Um þessa fáránlegu stjórnsýslu segir Símon Sigvaldason, formaður Dómstólaráðs í fréttinni:  "Þetta er mjög einkennileg staða að okkur sé gert að skera niður á sama tíma og við fáum fjárveitingar til þess að fjölga fólki. Það leiðir til þess að við getum kannski ekki ráðið í stöðurnar á þeim tíma sem við ættum, því að þó það fylgi með þeim fjármunir er verið að taka þá af okkur á öðrum stað með niðurskurði."

Það má alls ekki skera niður fjárframlögin til rannsóknaraðila og dómskerfisins á meðan að verið er að komast í gegnum að upplýsa og dæma vegna allra þeirra glæpa, sem framdir voru í aðdraganda bankahrunsins, stórra og smárra, en málin eru seinleg í vinnslu og flókin og verða að fá þann tíma og fjármagn sem til þarf.  Ekki síður þarf að hraða byggingu nýs fangelsis, enda bíða 300 manns eftir afplánun og þeim á eftir að fjölga mikið, eftir því sem dómar fara að falla vegna fjármálaglæpanna.

Íslendingar mega ekki láta það um sig spyrjast, til viðbótar við aðra skandala, að þeir tími ekki að koma glæpamönnum á bak við lás og slá.

 


mbl.is Héraðsdómur að drukkna í málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hvað er að þessari þversögn??

Er þetta ekki stjórnin í hnotskurn?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.1.2011 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband