Aðildar- og aðlögunarviðræður eru ekki það sama

Með falskri spurningu um hvort fólk sé sátt við aðildarviðræður við ESB fæst falskt svar, því þá reikna aðspurðir með að um sé að ræða skuldbindingalausar viðræður, svona til að "sjá í pakkann" og svo verði hægt að ákveða síðar hvort fólk vilji þiggja innihaldið eða ekki.

Ef hins vegar væri spurt um stuðning við það sem er í gangi af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar, þ.e. aðlögunarferli Íslands að regluverki væntanlegs stórríkis ESB er nánast víst að stuðningur svarenda í þannig könnun yrði þveröfugur við það sem falsspurningin gaf.

Á meðan ríkisstjórnin, með Össur Skarphéðinsson í broddi fylkingar, heldur áfram að blekkja þjóðina með hreinum lygum um það sem fram fer í slíku aðlögunarferli, er ekki nema von að svona niðurstöður sjáist í skoðanakönnunum.

Hins vegar er athyglisvert að þjóðin skuli ekki vera farin að sjá í gegn um blekkingarnar því meira að segja forkólfar ESB viðurkenna að um aðlögun sé að ræða, en ekki sakleysislegar athugunarviðræður.


mbl.is Meirihluti vill halda viðræðum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband