Hvaða Icesavevinna?

Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar og snati Steingríms J., segir við mbl.is að "vinnan við afgreiðslu Icesavefrumvarpsins" gegni framar björtustu vonum og brátt sæi fyrir endann á henni.

Þetta er furðuleg yfirlýsing, þar sem allt sem menn þurftu að vita um Icesave er löngu komið fram og lá reyndar ljóst fyrir strax eftir þann glæpasamning sem Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson undirrituðu í umboði Steingríms J. í júní 2009 og ríkisstjórnin ætlaðist svo til að Alþingi samþykkti óséðan og án þess að vita um hverskonar þrælasamning var að ræða.

Eftir mikið japl og jaml og fuður og tilraun númer tvö til að troða kröfum Breta og Hollendinga ofan í þjóðina, tókst henni að snúa vörn í sókn þegar forsetinn vísaði "samningnum" til kjósenda, sem höfnuðu fjárkúgunarkröfunum með eftirminnilegum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars s.l.

Vegna þessa alls, er það hrein móðgun við fólkið í landinu að ætla að reyna í þriðja sinn að selja íslenska skattgreiðendur í þrældóm fyrir útlendinga, þegar þeir hafa algerlega hafnað því sjálfir og munu vafalaust gera það aftur, ef á þarf að halda.

Allir, meira að segja forkólfar ESB, viðurkenna að ekki sé, eigi að vera, eða megi vera, ríkisábyrgð á tryggingasjóðum innistæðueigenda og því eiga íslenskir skattgreiðendur ekki að bera nokkra ábyrgð á gjörðum óábyrgra bankaglæpona.

Því snýst þetta mál um það grundvallaratriði að Íslendingar mega hreinlega ekki samþykkja ábyrgð á svona uppgjörum og taka á sig tugmilljarða kostnað, sem þeim kemur ekkert við.

Þetta mál snýst um ofbeldi af hálfu ESB þjóða gegn minni máttar, til þess að sýna hvernig smáfuglarnir verði meðhöndlaðir í framtíðinni, því ekki myndu ofbeldisseggirnir samþykkja að setja svona byrðar á sína eigin skattgreiðendur.

Það þarf ekki frekari Icesavevinnu, enda verður því ekki trúað að þjóðin muni líða frekari svik í þessu máli af hálfu ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Segir Icesavevinnu ganga vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta ætti nú ekki að heyrast frá manni sem kominn er yfir miðjan aldur "Þetta mál snýst um ofbeldi af hálfu ESB þjóða gegn minni máttar" kóm on Axel smá þroski skaðar ekki.

Finnur Bárðarson, 13.1.2011 kl. 23:21

2 identicon

Fréttir dagsins um vænta nauðgun breskar stjórnvalda á Íslendingum gerir það að verkum að það á ALDREI að samþykkja 1 krónu, 1 evru, 1 pund, 1 dollar eða neinn anna gjaldmiðil vegna þessa máls.

Best væri að gera kröfu um að öllum upphæðum verðið viðsnúið þ.e. sú krafa sem Bretar gera á okkur verði breytt í kröfu okkar á Breta!

Björn (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 00:04

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Finnur, hvað er þetta annað en ofbeldi gegn veikari aðila, þegar allir hafa viðurkennt að ríkisábyrgð sé alls ekki fyrir hendi og þar með engin greiðsluskylda.

Þar með er málið farið að snúast um ofbeldi og ekkert annað.

Axel Jóhann Axelsson, 14.1.2011 kl. 00:36

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Förum eftir ábendingum Árna Johnsen. Förum í skaðabóta mál við þá og förum frammá 10.000.0000.0000. í skaðabótakröfu fyrir að að setja á okkur hryðjuverka stimpilinn sem olli Íslenska fjármála kerfinu ómældum skaða. En ekki skríða fyrir þessu glæpa hyski. Icesafe þarf ekki að minnast neitt á, það er afgreitt mál.Okkur kemur þessi innistæða þeirra fólks sem tók áhættu eins og margir aðrir ekkert við. Ekki ætla ég að borga "skuldirnar" hans Björns Vals Gíslasona. Hann hlýtur að átta sig á því, væri það ekki það sama?

Eyjólfur G Svavarsson, 14.1.2011 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband