Ögmundur og hinir kerfisþursarnir

Úti á Indlandi bíður mánaðargamall Íslendingur eftir því að fá útgefið vegabréf til þess að komast heim til sín með foreldrum sínum, en Innanríkisráðuneytið með Ögmund Jónasson í broddi fylkingar neitar að afhenda barninu lögleg skilríki, þrátt fyrir að íslenskur ríkisborgararéttur þess hafi þegar verið staðfestur á lögformlegan hátt af Alþingi, eftir tillögu Allsherjarnefndar, eins og lög gera ráð fyrir.

Ögmundur og hinir kerfisþursarnir fóru í fýlu vegna afgreiðslu Alþingis á ríkisborgararétti barnsins, án þess að þeir sjálfir hefðu verið búnir að "gefa Alþingi leyfi" til samþykktarinnar og þess vegna stenda þursarnir þétt saman til þess að refsa Alþingi fyrir tiltækið.

Þetta stríð kerfisþursanna við Alþingi bitnar hins vegar á þessum unga íslenska ríkisborgara og foreldrum hans, sem sitja föst á Indlandi við óboðlegar aðstæður og haldi þursarnir baráttu sinni gegn samþykkt Alþingis lengi áfram, neyðast foreldrarnir til að yfirgefa Indland til að forðast fangelsisvist og verða þá að skilja barnið eftir í landi þar sem enginn gerir tilkall til barnsins eða kærir sig yfirleitt nokkuð um það.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, og allt þursahyskið sem með þessi mál fara í hans nafni ættu að skammast sín fyrir framkomu sína, biðja barnið, foreldrana, Alþingi og íslensku þjóðina afsökunar á framferði sínu og lofa boðlegum vinnubrögðum í framtíðinni.

Forgangsverkefni þessa liðs ætti að vera að hunskast til að ganga frá vegabréfi barnsins og það alls ekki seinna en á morgun. Ekki "fljótlega eftir helgi" eða "í næstu viku", eins og einkunnarorð ríkisstjórnarinnar hafa verið fram að þessu.


mbl.is Búa við ömurlegar aðstæður á Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er MJÖG sammála þessu hjá þér.

EN... þarf ekki fyrst að vera viss um:

Að íslenski karlmaðurin sé faðir drengsins ?

Að það hafi ekki verið framið lögbrot samkvæmt Indverskum lögum ?

Ekki viljum við brjóta lög ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 20:50

2 identicon

Ef barnið er með Islenska kennitölu þá er hægt að gefa út ferðapappira hjá ræðismanni eða sendiráði eina sem þarf er mynd og fæðingavottorð. 

otto (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 21:14

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Otto, það ætti að vera nóg, en ætli þursarnir neiti ekki að afgreiða kennitöluna. Um leið og Alþingi samþykkti ríkisborgararéttinn er barnið orðið íslenskt og hlýtur þar með að eiga rétt á að fá kennitölu og vegabréf, ekki síst þar sem enginn á Indlandi véfengir íslenska ríkisborgararéttinn.

Þessi þursadans í ráðuneytinu er bæði ómannúðlegur og skammarlegur.

Axel Jóhann Axelsson, 10.1.2011 kl. 21:26

4 identicon

Það eru Indverjar sem stöðva þetta mál, ekki Íslendingar.

marat (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 21:58

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Góður pistill hjá þér Axel. Það er hætt við því að kerfisþursarnir í VG stæðu á hljóðum í öllum fréttatímum yfir þessu máli ef einhverjir aðrir væru við völd í innanríkisráðuneytinu.

Hreinn Sigurðsson, 10.1.2011 kl. 22:32

6 identicon

Ekki skil ég hvernig marat fær það út að það séu Indverjar sem stöðva málið þar sem Ögmundur sjálfur hefur komið fram í fjölmiðli og sagt að honum hafi fundist það ósammgjart að hann hafi ekki fengið að ráða.

Við konan mín erum búinn að ganga í gegn um eina ættleiðingu frá Indlandi (eigum allveg yndislega  littla stelpu) og mótlætið frá öllum stofnunum ríkis og sveitafélaga eru einginn takmörk sett.

Ég gæti farið í langloku sem mundi svæfa frekar marga svo ég fer ekki út í það en ég skil hvað þetta fólk er að fara í gegnum.

Þorgeir Arnórsson (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 22:53

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað er að stjórnvöldum eru þau endalega búin að tapa glórunni!

Sigurður Haraldsson, 11.1.2011 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband