Gnarrinn kjörinn fígúra ársins á Stöð 2

Árið ætlar greinilega að enda á sama ótrúlega fíflaganginum og hefur einkennt mest allan framgang mála nánast allt frá hruni, og í samræmi við það hefur Stöð 2 séð ástæðu til að hæðast að þeim kosningum sem fram hafa farið undanfarið á ýmsum fjölmiðlum um "mann ársins".

Í háðungarskyni við Reykvíkinga útnefndi fréttastofa Stöðvar 2 Jón Gnarr sem fígúru ársins og getur þetta val engan veginn túlkast sem háð og spott um Reykvíkinga sem sitja uppi með trúð á borgarstjórastóli, en skrifstofustjóra borgarinnar sem sinni öllum verkefnum sem borgarstjóri á að gegna.

Það verður að viðurkennast að svo óbúinn er maður svona prakkaraskap af einni af stærri fréttastöðvum landsins, að tunga vefst gjörsamlega um höfuð, þegar reyna á að tjá sig um málið og setur algerlega úr skorðum allar fyrirætlanir um að blogga um merkilega hluti, sem þó gerðust einn og einn á árinu sem er að líða.

Vegna þess óstuðs sem þetta setur mann í, verður einfaldlega þagað fram á næst ár.

Óska öllum lesendum þessarar bloggsíðu, vinum, vandamönnum og öllum öðrum farsæls nýs árs með von um að það færi þjóðinni betri tíð með blóm í haga. Til að svo megi verða, þarf einungis nýja stjórn og nýja atvinnupólitík.
Kærar þakkir fyrir samskiptin á árinu 2010.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki var það þó Lilja....

hilmar jónsson, 31.12.2010 kl. 15:35

2 identicon

Til hamingju með Gnarrinn og gleðilegt ár :-)

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 15:39

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar, eftir þetta liggur við að hægt sé að sætta sig við kjörið á Lilju, hefði það ekki verið á Útvarpi Sögu og framkvæmt með algerlega ómarktækri "kosningu".

Fígúrukjörið er þó reyndar bara tilnefning nokkurra fréttamanna á Stöð 2 og ekki hafa þeir nú allir sýnt sig vera vanda að verkum sínum.

Axel Jóhann Axelsson, 31.12.2010 kl. 16:13

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Var ekki Narrinn kjörinn Geimvera ársins, hann hélt það að minnsta kosti sjálfur !

Annars var ég meira hissa á geðleysi stjórnarandstöðunnar, að setjast til borðs með valdstjórum Icesave-stjórnarinnar. Er búið að ganga frá undirmálum um Icesave ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 31.12.2010 kl. 21:32

5 identicon

Frábær kosning á Rás 2 :1.sæti Þórður Guðnason 2.sæti Lilja Mósesdóttir. Til hamingju með það einnig :-)

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband