ESB vill samning - Íslendingar vilja dóm

John Diizard, pistlahöfundur á vef Financial Times, segir að stjórnvöld í Evrópu vilji ekki fá dómsúrskurð um Icesave, þar sem slíkur dómur setji fordæmi um hver beri ábyrgð á innistæðutryggingum og þess vegna leggi Bretar og Hollendingar alla áherslu á að ná nýjum samningi í stað þess, sem þjóðin felldi eftirminnilega þann 6. mars s.l.

Stjórnvöld í Evrópu eiga ekki að fá að ráða málsmeðferð í þessu kúgunarmáli Breta og Hollendinga gegn íslenskum skattgreiðendum, sem enga aðild eiga að málinu, enda eiga kúgararnir að snúa sér með kröfur sínar að þeim sem þær beinast að, þ.e. þrotabúi einkafyrirtækisins sem til þeirra stofnaði. Íslendingar verða enn á ný að sýna samstöðu í málinu og hrinda nýrri fjárkúgun þessara erlendu yfirgangsþjóða af höndum sér og standa sem einn maður gegn öllum fyrirætlunum Steingríms J. og félaga, um að selja íslenska þjóð í skattaþrældóm fyrir Breta og Hollendinga til næstu áratuga.

Eftirfarandi klausa úr greininni er afar athyglisverð fyrir Íslendinga:   "Ef enginn utan landsteinanna vissi af eða tæki eftir stígandi bata Íslands þá skipti þetta svo sem ekki miklu máli. En Grikkir, Írar og Spánverjar lesa dagblöð og vefsíður og sumir þeirra, sem og stjórnmálamennirnir sem þurfa að sitja fyrir svörum, spyrja sig hvort það sé kannski til önnur leið til að reka hagkerfi," segir Financial Times. Yfirvöld í Evrópu hafi gripið til allra verstu leiðanna til að eiga við vandann."

Hvenær skyldu Íslendingar sjálfir fara að viðurkenna þá framsýni og fagmennsku sem sýnd var við aðgerðirnar, sem gripið var til hér á landi, við bankahrunið? 


mbl.is Icesave samkomulag áhugavert fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hluti Íslendinga viðurkenna þetta nú þegar. Aðrir halda áfram að láta ríkisfjölmiðlana, Samfylkinguna og VG heilaþvo sig með því að endurrita og afbaka söguna.

Björn (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 13:26

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það sjá allir! Að sú ríkisstjórn sem nú situr við völd kann ekkert með fjármál að fara, og kann ekki að segja satt orð. Þetta er alveg orðið óþolandi!!! Það er ekki um neitt að semja í Icesafe málinu, við almenningur erum búin að segja okkar álit á því og það stendur!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 5.12.2010 kl. 17:08

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Málið er ekki alveg svona einfalt.  Eins og komið hefur fram í lagaálitum er líklegt að ríkisábyrgð verði dæmd ólögleg en Íslendingar verði látnir borga af því að þeir tapa á tæknilegum atriðum.  Þetta yrði alversta útkoman því þá höfum við misst samningsstöðu okkar.  Í dag höfum við góða samningsstöðu þar sem mótaðilinn vill ekki fara fyrir dóm með þetta, því er líklegt að við fáum betri útkomu með því að semja, sérstaklega ef við blöndum ESB umsókn inn í þetta og förum fram á pakkalausn þar sem þeir henda inn evru strax.  Nú er tími fyrir sterkan realpólitíkus sem við því miður eigum ekki.

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.12.2010 kl. 17:32

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Í nokkrum atriðum var farið af stað af fagmennsku í bankahruninu, en líka mörg mistök gerð.  Hitt er hins vegar ekki nokkur vafi að ef megin hluti ríkisstjórnarinnar hefði ekki farið á límingunum við það eitt að Davíð Oddsson mætti á ríkisstjórnarfund í boði Geirs, og nefndi þar orðið þjóðstjórn, þá hefði verið hægt að halda áfram af sömu fagmennsku.  En flestir ráðherrar brugðust, þar af nær allir Samfylkingarráðherrar og sumir hinna líka og sáu ekki skóginn fyrir trjám í blindu hatri á einum manni.   Þjóðin þurfti þarna á því að halda að forystumenn í stjórnmálum, ráðherrar og alþingismenn allir stæðu saman, en svo fór sem fór og nú sitjum um upp með SF og VG sem keppast við að endurrita og afbaka söguna en hafa engar lausnir og eru svo klaufaleg í framkvæmdum að maður er stundum því fegnastur þegar stjórnin gerir ekki neitt.

Jón Óskarsson, 7.12.2010 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband