Ekki eftir helgi, en strax á næsta ári

Loksins er komið fram samkomulag þeirra aðila sem hlut eiga að máli um endanlega afgreiðslu á skuldavanda heimilanna, sem boðaðar hafa verið "eftir helgi" í heilt ár og vegna þeirra tafa hefur fólk ekki gert það sem þurft hefði að gera í skuldamálunum og því ástandið eingöngu farið versnandi og fleiri endað með eignamissi, en annars hefði orðið.

Nú verður farið í ýmsar aðgerðir til að létta skuldabyrði vegna húsnæðislána, en líklega eru stærstu vandamál heimilanna ekki tilkomin vegna þeirra lána, heldur ýmissa neyslulána sem tekin voru ótæpilega í "lánærinu" mikla og margir hefðu lent í erfiðleikum vegna þó ekkert bankahrun hefði komið til.

Það sem óneitanlega vekur upp spurningu er, hvers vegna miðað sé við fasteignamat en ekki brunabótamat, eins og alltaf hefur verið gert í fasteignaviðskiptum fram til þessa.  Um það var fjallað áður í þessu bloggi HÉRNA

Ef til vill breytist verð fasteigna til samræmis við fasteignamatið í framhaldi af þessu.  Það verður auðvitað til þess að mun stærri hópur tapar á fasteignakaupum sínum en ef áfram hefði verið miðað við brunabótamatið.

Þessar aðgerðir munu víst ekki koma til framkvæmda strax "eftir helgi" og ekki heldur í "næstu viku", heldur á næsta og þarnæsta ári. 

Allt er gott sem endar vel, a.m.k. er gott að þetta strögl virðist vera að taka enda og þá ætti að vera hægt að snúa sér að öðrum brýnum málum sem plaga þjóðfélagið.


mbl.is 60 þúsund heimili njóta góðs af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þetta er engin lausn það er nokkuð ljóst, maður er alveg jafn fastur í húsinu með þetta rugl

Guðborg Eyjólfsdóttir, 3.12.2010 kl. 12:03

2 identicon

Þetta á einvörðungu að vera greiðslukvetjandi en ekki leysa neinn vanda.

Svo er annað.

Sveitafélögin verða að hækka hjá sér gjaldskránna þar sem þau hafa nú tekið fið "gjöf" frá ríkinu, nefnilega málefnum fatlaðra en fá þí enga tekjuauka né styrkingu frá ríki.

Einnig koma til skattahækkanir á næsta ári, m.a. ætlar Nágrímur að "finna" 600 milljónir í sölu áfengis og tóbaks í "fríhöfninni" í Keflavík sem í raun þýðir aftur að öll verslun færist úr landi og 30 manns missa vinnuna.

Til hamingju Ísland þið föst eruð hér....

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 13:07

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það er nú það, það sem endar vel? Hvað skyldu mörg heimili leggja upp laupana til viðbótar áður en þetta kemur til framkvæmda?

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.12.2010 kl. 15:37

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, það sem endar vel í þessu máli er að það skuli líta út fyrir að það fari að taka enda. Þetta er búið að vera að veltast í kerfinu í tæp tvö ár og alltaf verið að bíða eftir endinum á því.

Alltaf hefur verið sagt, í hvert sinn sem einhverjum "aðgerðum" hefur verið bætt við það sem komið var, að nú yrði ekki meira gert og nýjasta tillagan væri sú síðasta. Nú var óvenju fast að orði kveðið, þegar Jóhanna sagði að nú þýddi ekkert að reikna með frekari aðgerðum, þetta væri það sem gert yrði og ekkert þýddi að ræða þetta meira.

Um leið var sagt að ekki yrði hægt að "bjarga öllum" og þar með sjá þeir sem skuldsettastir eru, að ekki er ætlunin að forða þeim frá gjaldþroti og eftir því sem þessar tillögur virka á mann við fyrsta lestur, þá munu þær ekki "bjarga" neinum, en gera mörgum lífið eitthvað léttbærara, að því tilskyldu að nú hætti stjórnin að berjast gegn mögulegum atvinnutækifærum, þannig að verðmætasköpun í þjóðfélaginu fari að vaxa, því engar skuldir verða greiddar án vinnu og tekna.

Því miður sýnist manni að það verði ekki gert og þá fer sívaxandi heimila í fjárhagslegt þrot og kreppan lengist og dýpkar.

Axel Jóhann Axelsson, 3.12.2010 kl. 16:50

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Já, sérstaklega þegar enginn er hæfur til að taka við þegar stjórnin hlýtur að hrökklast frá.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.12.2010 kl. 18:01

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stærsti, hæfasti og besti flokkur landsins verður ekki í neinum vandræðum með að taka við og leiða næstu ríkisstjórn.

Það verður áreiðanlega langt þangað til að hægt verður að koma saman jafn óhæfri ríkisstjórn og þeirri sem nú situr.

Axel Jóhann Axelsson, 3.12.2010 kl. 19:31

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sammála því, að þessi ríkisstjórn hefur verið ömurleg, enda ekki öllum gefið að moka flórinn eftir Sjáfstæðisflokkinn og hinn þarna, hvað heitir hann nú aftur, æi þessi sem hefur hangið aftani honum með allar framsæknu kerlingarnar og eiginhagsmunapotarana á borð við J. Bjartmarz aftan í sér. Hverjum dettur í hug að bindast þeim pakka nema hæstvirtum Sjálfstæðisflokki og þeim sem treysta honum í blindni.

En Axel minn, er þú blindur? Heldurðu virkilega, að myndarlegi drengstaulinn með stóra nafnið geti tekið við, ásamt þessum óuppgefnu uppgjafa pólitíkusum, sem góndu bara út í loftið og neituðu að sjá að allt var að fara í skrall. Þeir munu stinga honum í vasann á "nóinu" og halda áfram fyrri iðju með hausinn í sandinum.  Ég held að flokkurinn verði að taka sig á, og tína eitthvað betra fram, eftir að hafa losað sig við gamla þingsettið. Ef þeir hafa vit á því er smá sjens.

Ég held ég hugsi eins og mjög margir óænægðir fyrrverandi Sjálfstæðismenn í dag.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.12.2010 kl. 20:41

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er óneitanlega skondið að sjá þá sem verja Jón Gnarr og Besta flokkinn gera yfirleitt nokkrar kröfur til annarra stjórnmálamanna og flokka.

Axel Jóhann Axelsson, 4.12.2010 kl. 19:23

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Eigum við að nota sverð eða byssur?   Góða helgi.

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.12.2010 kl. 19:56

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í svoleiðis bófahasar myndi ég bara segja eins og hinir krakkarnir: "Ég pant vera besti vinur aðal".

Eigðu sömuleiðis góða helgi og ef ég kynni að setja inn broskarla, þá myndi auðvitað gera það, en þú verður að taka viljann fyrir verkið.

Axel Jóhann Axelsson, 4.12.2010 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband