Allir skulu teljast saklausir.......

Gunnar í Krossinum bregst harkalega við ásökunum á hendur sér fyrir kynferðislegt áreyti og harðneitar öllum sökum og lýsir því skýrt og skorinort yfir að um hreinar lygar sé að ræða af hálfu kvennanna.

Þar með liggja konurnar undir ásökunum um að vera lygarar og geta ekki með nokkru móti sannað sakleysi sitt af þeim, frekar en Gunnar af þeim ásökunum sem að honum beinast.

Þar sem allir skulu teljast saklausir þar til sök er sönnuð, hlýtur Gunnar að teljast alsaklaus af þessum áburði kvennanna og þær jafn blásaklausar af því að vera að skrökva þessu upp á manninn og þar með er málið fyrst orðið snúið.

Nú er það lagt í hendur hvers og eins hverjum hann vill trúa og ekki mun standa á alls kyns dómum í þessum málum og báðir aðirlar sýknaðir og sakfelldir til skiptis og þar sem tæplega er hægt að reikna með neinum sérstökum sönnunum á hvoruga veru, verður að reikna með að málið leysist í raun og veru aldrei.

Við allt þetta vaknar sú spurning hvort leyfilegt eigi að vera að ásaka nafngreinda menn opinberlega áratugum eftir meinta atburði, án þess að nokkrar sannanir sé hægt að leggja fram til styrktar ávirðingunum.

Skiptir þá auðvitað ekki hvort um kynferðislegt ofbeldi er að ræða, eða eitthvað allt annað.


mbl.is Gunnar stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adeline

"Við allt þetta vaknar sú spurning hvort leyfilegt eigi að vera að ásaka nafngreinda menn opinberlega áratugum eftir meinta atburði, án þess að nokkrar sannanir sé hægt að leggja fram til styrktar ávirðingunum."

Tja, það verður að leyfast í þessu tilviki, þarsem maðurinn er í þannig stöðu að ungt fólk sem og eldra í hans söfnuði, þarf að geta treyst honum, hvernig veist þú hvort hann sé enn að ? þó svo að þessi brot sem nú eru til umræðu séu fyrnd. Þegar um er að ræða trúarleiðtoga, þá lítur fólk upp til þessa aðila, sér í lagi ungt fólk sem þorir ekki að gagnrýna hegðun þeirra.

Í þessu tilviki er gott að þetta sé komið uppá yfirborðið- svo hann stígi til hliðar- sé hann sekur-(svo ekki verði fleiri brot). en erfitt getur hinsvegar reynst að sanna eitthvað í þessu máli. 

Hvort Gunnar sé sekur eða saklaus, þá veit ég eitt, menn hafa aldrei gott af því að fá of mikil völd og virðingu og í raun aðdáun, það hlýtur- að stíga þeim til höfuðs á einn eða annan hátt. -nú á ég ekki við að þetta hafi stigið Gunnari til höfuðs íþessu tilviki og þessvegna hann leyft sér ýmislegt, heldur á ég bara við það sem maður hefur séð í gegnum tíðina. Við mennirnir/ og konurnar, virðumst ekki höndla að vera svona bæði veraldlegur leiðtogi sem og andlegur - án þess að hrokast upp og gera á endanum einhvern skandal. hvort sem menn leyfa sér þá að draga til sín fé, eða halda framhjá maka sínum , eða hvað sem það nú er.

Adeline, 29.11.2010 kl. 20:16

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta minnir allt á samsæri í glæpamynd, en hver er samsærismaðurinn og hver er samsæriskenningin er erfitt að koma auga á, ef hún er þá nokkur. Á meðan ekkert er í lögum sem bannar að koma fram nánast hundrað árum eftir að meintur atburður á að hafa átt sér stað, og bera ávirðingar á fólk, er ekkert við því að gera annað en að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði fyrir þann sem fyrir þeim verður.

Síðan er er hin hliðin á málinu, er viðkomandi saklaus eða sekur? Ekki ætla ég að dæma um það í þessu máli, enda liggur við að ég tryði hverju sem borið yrði á þennan mann og núverandi eiginkonu hans, eingöngu vegna þess að þau krefjast ótakmarkaðrar athygli, alltaf, og myndu, að mínu áliti, gera nánast allt sem í þeirra valdi stæði bara til að ná í hana og komast í sviðsljósið, jafnvel kaupa fólk til að gera þeim upp sakir. Ég tek skýrt fram að þetta eru ekki ávirðingar af minni hálfu, heldur hugrenningar sem ég álít mig hafa fullan rétt á. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.11.2010 kl. 20:36

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Adeline spyr hvort ég viti nokkuð nema hann sé enn að. Ég veit auðvitað ekkert um það hvort hann hafi yfirleitt einhverntíma "verðið að" eða "sé enn að".

Ég þekki manninn ekki neitt og konurnar ekki heldur og get ekkert dæmt um það hvort þetta sé eitthvert samsæri, eða allt byggt á grjóthörðum staðreyndum.

Konurnar segja hins vegar að þetta hafi allt átt sér stað fyrir áratugum síðan og úr því að málin voru búin að liggja í þagnargildi svo lengi, hvers vegna eru þau þá að koma fram í dagsljósið núna?

Eins og Bergljót segir, þá eru blessuð hjónin a.m.k. hálfathyglissjúk, en varla svo að þau komi þessu af stað sjálf.

Er bókaútgáfan skýringin á þessari opinberun málanna núna og ef svo er, hver er þá tengingin?

Axel Jóhann Axelsson, 29.11.2010 kl. 21:05

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Ég hef alltaf haft gaman að leynilögreglusögum og legg oft miklar pælingar í allskyns fléttur þar að lútandi. Myndi ég skrifa eina slíka í dag segði hún frá  frú Cross, sem vill gerast trúarleiðtogi Íslendinga við aðskilnað ríkis og kirkju. Hvað er auðveldara en að táldraga óvenjulega sjálfhverfan trúarleiðtoga, undir merkjum ástar og aðdáunar, og sprengja síðan upp hjónaband hans. Eftir að hafa kynnst heilögum manninum kenndum við Mr Cross, eða hann sjálfan, í  meðferð þar sem stólpípur og allskyns hjálpartæki spila stóra rullu,  þannig að almenningur er farinn að kalla fyrirbrigðið "Holy shit". 

 Jæja, þegar þessi athyglissjúka kona er búin að giftast manninum, en hún er ein af þeim sem geta ekki látið tímann skera úr um hvort ævisaga hennar sé áhugaverð fyrir eitthvað annað en sjálfshól, þarf auglýsingu og athygli. Hvað vekur mesta athygli, ja, það er nú það. Vitanlega verður bara að skapa stórskandal. Hún fær slatta af kvenfólki, sem hann er búinn að úthúða, til að bera á hann sakir, sannar eða lognar, Það skiptir engu í þessu tilviki. Hann verður að víkja, hún tekur við um stundarsakir, að sögn, en þá er takmarkinu náð.

 Hann kemst aldrei aftur að, hún er klók kvinnan sú, útsjónarsöm með afbrigðum og kann að nýta sér glundroðann sem skapast þegar bosmalítilli þjóðkirkjunni verður kastað fyrir róða af óánægðum meðlimum henna, vegna hvers skandalans á fætur öðrum þar á bæ. En samantekt sögunnar yrði sú að tækifærismennska á sér hvergi betur uppdráttar en við óheiðarleika forsvarsmanna hvers kyns trúarbragða, kirkjunnar jafnt sem sértrúarsafnaða. 

Þetta er bara svona smáhugmynd að krimma sem ég geng með í huganum þessa dagana. 

Ef fólki finnst þetta minna á eitthvað í raunveruleikanum, er það auðvitað miður, enda varla hægt að ætlast til þess. Hver vill hafa svona fólk í samfélaginu?

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.11.2010 kl. 22:11

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Samfélagið er ekki spurt,varla verður þeim "fyrirkomið", svo ég botni "Krimmann. Að öllu því slepptu, er sama hvorum aðila við trúum,verði sannleikurinn leiddur í ljós,verður hann alltaf hryggilegur,svo ekki sé fastar kveðið að orði.

Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2010 kl. 03:25

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, þetta er fínasta flétta í stórkrimma.  Lesendur gætu jafnvel tekið þetta trúanlegt og talið þráðinn byggðan á einhverju úr raunveruleikanum, sem auðvitað er víðs fjarri öllum sannleika.

Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2010 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband