Kynfæramynd á bakið - dæmi um sanna vináttu

Ástralinn sem "féllst á" að leyfa vini sínum að húðflúra saklaust jin og jang merki á bakið á sér, axlaði allt annað en hann hafði reiknað með, þar sem vinurinn brenndi risastóra mynd af karlmannskynfærum á hann, með dyggri aðstoð og hvatningu enn eins vinar.  Með myndinni var brennt í hörundið slagorð sem gaf í skyn að þessi fallega mynd væri tákn um samkynhneigð mannsins.

Þegar stoltur merkisberinn kom heim og sýndi kærustunni sinni listaverkið á bakinu, sagði blessuð konan bara sí svona:  "Mig grunar að þetta sé ekki húðflúrið sem þig langaði í."  Ekki fylgir sögunni hvernig henni leist á listaverkið, eða hvort hún hefði viljað halda því á baki kærastans til að dást að framvegis.

Hvernig sem á því stendur, varð maðurinn ekkert kátur við listsköpunina, né að eiga að hafa verkið á þessum grunnfleti til frambúðar og kærði vin sinn til yfirvaldanna fyrir uppátækið og krefst fjárbóta til að eyða þessu líklega einstaka listaverki.  Ekki hefur heldur spurst til viðbragða ástralskra listgagnrýnenda vegna verksins, eða örlaga þess.

Sagan er hins vegar hjartnæm og hugljúf lýsing á sannri vináttu og hve djúpt hún ristir stundum.


mbl.is Húðflúrað kynfæri á bak vinar síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Oddsson

Ber er hver að baki, nema hann eigi góðan vin sem kann að húðflúra... eða eitthvað svoleiðis :)

Davíð Oddsson, 27.10.2010 kl. 15:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já og ber er hver á baki, þó húðflúraður sé.

Axel Jóhann Axelsson, 27.10.2010 kl. 15:43

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Sá sem á svona vin þarfnast ekki óvina hefur stundum verið sagt og það á við hér.

Magnús Óskar Ingvarsson, 27.10.2010 kl. 18:35

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Ber er hver á baki nema hann sé klæddur

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.10.2010 kl. 22:54

5 identicon

flöh flöööhhhh

gaur (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband