Atli vill ákæra án fullnægjandi rannsókna

Atli Gíslason, vinstri grænn, lætur Bloomberg fréttastofuna hafa það eftir sér, að hann sé farið að lengja eftir ákærum frá Sérstökum saksóknara, vegna þeirra glæparannsókna sem hann annast vegna reksturs banka og fyrirtækja útrásargengja á árunum fyrir hrun og svona til að sýna hve alvarlega Atli tekur á málum, þá segir hann ýmislegt benda til afbrota á þessum tíma.

Eins og vitað er, er Atli yfirleitt ekkert að tvínóna við hlutina, þegar ákærur eiga í hlut, því hann lagði fram ákærur á fjóra fyrrverandi ráðherra fyrir það sem Atli vildi kalla hugsanleg brot á ráðherraábyrgð, sem hann sagðist alls ekki viss um að væri raunin, en það væri um að gera fyrir sakborningana að sanna sakleysi sitt fyrir Landsdómi.  Vegna þess að Atli taldi sakborningana hafa svo gaman af því að koma fyrir dóm, taldi hann enga nauðsyn sérstakri rannsókn málsins og ekki fannst honum heldur taka því að gefa þeim kost á að leggja fram sín gögn, áður en ákærur væru gefnar út, enda væri það þeirra að sanna sakleysi, en ekki sitt mál að sýna fram á sekt.

Svona lúxus í sakamálarannsóknum getur sá sérstaki ekki leyft sér, því ætlast er til að hann leggi fram ýmis sönnunargögn í þeim málum, þar sem hann mun gefa út ákærur og því þarf hann bæði að rannsaka málin og yfirheyra sakborninga og vitni.  Eins og sést af viðtali Atla við Bloomberg, finnst honum svoleiðis rannsóknaraðferðir alger tímasóun og óþarfi að vera að eyða tíma í öflun sönnunargagna.

Varla tekur því, að vera að minnast á þau ósmekklegheit þingmannsins að vera yfirleitt að skipta sér af dómstólum landsins, en vegna þrískiptingar valdsins eru slík afskipti langt utan verkahrings þingmanna og ættu þeir heldur að einbeita sér að því, sem þeirra verkum tilheyrir, en það er að setja landinu lög, sem síðan er dómstólanna að fara eftir í úrlausnum mála.

Atli er ekkert að láta smáatriðin vefjast fyrir sér, þegar hann kveður upp dóma yfir öðrum.  Sjálfsgagagnrýni er hins vegar alls ekki fyrir að fara í hans ranni.


mbl.is Farið að lengja eftir ákærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Já svona er einnig Ríkisstjórnin í hnotskurn. 

Jón Sveinsson, 26.10.2010 kl. 15:56

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Og þú vilt auðvitað að allir sleppi nema Jón Ásgeir ?

hilmar jónsson, 26.10.2010 kl. 16:11

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar minn, láttu ekki öfgana hlaupa með þig í gönur.  Ég vil láta dæma öll gengin sem brutu lög á árunum fyrir hrun, en það verður ekki gert nema með rannsóknum og sönnunarfærslu samkvæmt íslenskum lögum.  Það hefur engan tilgang að gefa út ákærur í órannsökuðum málum, bara til að gefa þær út, eins og Atli gerði.

Þar sem ég veit að þú lest bloggin mín reglulega, þá veistu alveg um mína afstöðu í þessum málum, enda oft bloggað um þau.

Átti þetta kannski bara að vera fyndið hjá þér?

Axel Jóhann Axelsson, 26.10.2010 kl. 16:23

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Eitt af því sem ríkisstjórnin hefur ekki gætt að er að lengja í þeim tíma, (tímabundið) sem lífeyrissjóðir geta innheimt kröfur hjá fyrirtækjum án þess að krefjast gjaldþrotaskipta þar sem krafan sé að öðrum kosti orðin of gömul.   Það væri gaman að tekin væri saman skýrsla yfir hversu mörg gjaldþrot fyrirtækja hafa átt sér stað að kröfu lífeyrissjóða en ekki annarra kröfuhafa undanfarin misseri.   Téður Atli á 50% hlut í Lag-Lögmenn sf, sem er einn af  stærri innheimtuaðilum á þessu sviði, en félagið sér alfarið um innheimtur vegna Gildi lífeyrissjóðs.  Þetta innheimtufyrirtæki hefur hvergi slegið af í innheimtukröfum (enda ber þeim svo sem að tryggja að þessi gjöld fyrnist ekki).  Hvorki Atli né aðrir innan ríkisstjórnarflokkana hafa séð ástæðu til að liðka til á þessu sviði svo fyrirtækjum gæfist kostur á að endurskipuleggja fjármálin og forðast gjaldþrot af ofangreindum ástæðum.

Jón Óskarsson, 26.10.2010 kl. 16:33

5 identicon

Takk. Við lifum vonandi ennþá í Réttarríki.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband